Showing posts with label Mengun. Show all posts
Showing posts with label Mengun. Show all posts

Thursday, February 19, 2015

Takk fyrir skemmtilegt kvöld - Ferðafélag Íslands

Mér var boðið að halda erindi um “Heilsuverndarmörk og brennisteinsvetni á Höfuðborgarsvæðinu” hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, í gær 18. febrúar, 2015.

Ljómandi skemmtilegt kvöld og fínar umræður, takk fyrir mig.

Fræðslukvöld

Sunday, September 7, 2014

Um loftmengun vegna eldgossins í Holuhrauni

Nú hefur eldgosið í Holuhrauni staðið í nokkurn tíma; frá 31. ágúst ef man rétt.

Töluvert af hrauni hefur komið upp, eins og sést ágætlega á þessari Landsat mynd frá NASA.

20140906_LC82170152014249LGN00_crop
Landsat 8 mynd frá NASA frá 6. september 2014.

Nú hefur hraunið náð út í farveg Jökulsár á Fjöllum, sem veldur gufusprengingum og hefur einhver áhrif á flæði jökulárinnar á svæðinu.

Eitt helsta áhyggjuefnið er loftmengun vegna SO2 gass sem fylgir eldgosinu.

iceland_ompsso2_trm_20140904
SO2 í lofti yfir á 8 km “dýpi” (NASA). Samsé heild yfir töluverða þykkt frá nærri jörðu og 8 km upp.

Það hjálpar hinsvegar mikið að þetta er lítið gos. Styrkur sem mælst hefur í Reyðarfirði, um 250 µg/m3 10-mín gildi, er töluvert hár, en engu að síður langt frá hættumörkum. Til dæmis eru heisluverndarmörk fyrir almenning 350 µg/m3 fyrir klst meðaltal og vinnuverndarmörk u.þ.b. 5 sinnum hærri en það.

Nýlegar mælingar á austfjörðum benda til þess að styrkurinn sé undir 300 µg/m3 á því svæði, þrátt fyrir bláa móðu yfir austurlandi. Sú móða sést vel á næstu mynd.

20140906_1330_modis_truecol_A20142491330_crop
MODIS mynd frá NASA og VÍ frá 6. september 2014 kl. 13:30.

Nú er síðan spennandi að fylgjast með því hvort 1) gangurinn brjóti sér leið að yfirborði undir jökli, 2) Bárðabunga fari að gjósa, 3) Askja vakni eða 4) allt deyji út.

Sunday, July 13, 2014

Flúor (F) mengun í Reyðarfirði 2014

image
Mynd fengin úr http://ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Mengandi-starfsemi/Fluor-Reydarfirdi/Fluormaeling_juni_2_2014.pdf.

Viðmiðunarmörkin fyrir búfé eru 40 µg/g, en eins og sést er styrkurinn, utan þynningarsvæðis (gula línan), víða töluvert hærri.

Vonandi tekst að minnka þessa losun með betri síun og lagfærinum á álverinu sem fyrst.

Sunday, April 20, 2014

Heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis á Íslandi

Nýlega birtist grein eftir Sigurð Björnsson og Þröst Þorsteinsson þar sem heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis hérlendis eru borin saman við sambærileg mörk víða í heiminum.

Í ljós kemur að mörkin hérlendis skera sig ekki úr fyrir að vera ströng, þrátt fyrir að því hafi annað slagið verið haldið fram.

Á myndinni hér á neðan má sjá samanburð heilsuverndarmarka. Smellið á myndina til að sjá stærri.

image
Heilsuverndarmörk á Íslandi (græn lína), viðmið WHO (rauð lína) og mörk/viðmið í þeim löndum, ríkjum og fylkjum sem skoðuð voru. Meðaltalstími er innan sviga.

Einnig tókum við saman upplýsingar um heilsufarsáhrif brennisteinsvetnis og greiningarmörk og settum fram á grafinu hér á neðan.

image
Áhrif H2S á lyktarskyn og heilsu. Ef styrkur er við íslensku heilsuverndarmörkin þarf hann að aukast u.þ.b. þrjúhunduðfalt til að fólk finni fyrir óþægindum vegna augnertingar. Grænir punktar eru lággildi, rauðir eru hágildi. Mælikvarði á y-ás er lógaritmískur.

Áhrifin skiptast gróflega í bráðaáhrif, augnerting og þarf fyrir ofan, og síðan er óljósara hvar og hvernig langtímaáhrifin koma fram. Þó má til dæmis skoða það að ónot vegna lyktarmengunar eru við lægri gildi en heilsuverndarmörkin.

Mörk WHO eru sett með bráðaáhrif í huga, og því ekki strangt til tekið sambærileg við íslensku mörkin sem eru hugsuð til verndunar vegna langtíma áhrifa.

Heimild

Sigurður Björnsson og Þröstur Þorsteinsson. 2013 (prentað 2014).
Heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis og styrkur þess á höfuðborgarsvæðinu.
Náttúrufræðingurinn 83(3-4): 151 - 158.

Thursday, February 27, 2014

Svifryk og gróður–umfjöllun í Tímariti Háskólans 2014

Alltaf gaman að geta kynnt rannsóknir sínar. Í Tímarit Háskólans 2014 er fjallað aðeins um rannsóknir sem eru í gangi á áhrifum gróðurs á styrk svifryks.

Haskolatimaritid_2014_Throstur

Tímaritið í heild er hér (frétt á bls. 122).

Wednesday, February 19, 2014

Sterk austanátt og mikið svifryk

Í dag, 19. febrúar 2014, hefur verið mjög mikið svifryk í Reykjavík og víðar um landið.

Mjög sterk austanátt hefur verið allsráðandi í dag og þurrt, alveg þar til aðeins snjóaði síðdegis í Reykjavík – til dæmis.

image
Veðrið klukkan 17, enn mikill vindur. (Fallega skipt hitanum – blátt fyrir norðan, rautt fyrir sunnan)

image
Vindhraði í Reykjavík. Sjáum að toppur í svifryki, hér að neðan, passar vel við mesta vindhraðann upp úr 12. Síðan snjóaði aðeins um 16, og svifryk strax mikið niður.

Svifryk (PM10) mælt við Grensásveg fór verulega hátt ídag.

image
Af síðu UST. Ef litið er í töflu er hæst gildið 2133 µg/m3!

 

Mikið svifryk fyrir austan eins og þessi frétt af mbl.is segir frá:
Rykský yfir Kirkjubæjarklaustri

Tuesday, February 11, 2014

… og vindurinn kom til bjargar loftgæðunum

Eins og ég nefndi í pistli fyrr í dag, þá var okkar besti séns til að koma í veg fyrir mikið svifryk seinnipartinn að það færi aðeins að hreyfa vind. Það gekk eftir og toppurinn í eftirmiðdaginn varð ekkert stór.

image

Við sjáum að upp úr 12 og sérstaklega eftir 15, varð vindur heldur meiri og vindhviður fóru að slá í 10 m/s.

Áhrifin sjást glöggt á styrk svifryks (bláa línan) og raunar Nituroxíðs; NOx; (gula línan).

image

Mér sýnist að mögulega gætum við skriðið yfir heilsuverndarmörkin, sem eru 50 µg/m3 fyrir 24-klst meðaltal.

Að lokum er hér fjöldi bíla á leið vestur og síðan austur Ártúnsbrekkuna í dag.

Vestur:

image

Austur:

image

Fallegt stillt veður og mikið svifryk

Núna er verulega stillt og fallegt veður í Reykjavík. Sól, hiti rétt undir frostmarki og mjög hægur/enginn vindur.

image

Vindhraði í Reykjavík fenginn af síðu Veðustofu Íslands. Frá því um 6 í morgun hefur verið alveg logn (vindhraði <2 m/s og engar hviður).

Samfara því er styrkur svifryks mjög hár við Grensásveg. Þar er það umferðin sem mengar. Á myndinni hér að neðan sést þetta samband sérstaklega vel. Nituroxíð (NOx; appelsínugula línan) myndast við útblástur bíla og greinilegt er að svifrykið (bláa línan) er vegna umferðar þegar gögnin eru skoðuð saman.

image

Það verður “spennandi” að sjá hvort toppur komi seinnipartinn. Eina sem getur bjargað er aukinn vindur og úrkoma.

Saturday, November 2, 2013

Svifryk í Rvk og Hfj 1. nóv 2013

Mikið svifryk mældist bæði í Reykjavík og Hafnarfirði þann 1. nóvember 2013. Óvenju erfitt er að segja nákvæmlega til um orsakir þess í Reykjavík, en bruni í skipinu Fernando útskýrir að minnsta kosti hluta þess í Hafnarfirði.

Byrjum á gervitunglamynd frá kl. 13 í dag. Þar sést greinilega sandfok útfrá Reykjanesinu og einnig virðist vera slikja yfir Höfuðborgarsvæðinu, en ský gera erfitt fyrir með nánari greiningu.

image
Mynd tekin 13:10 í dag. Image courtesy of MODIS/Rapidfire.

Ekki augljóst hvar upptökin eru á sandfokinu?

Vindáttin í Reykjavík var norðlæg eins og sést á myndinni hér að neðan og vindhraði jókst frá hádegi, en var þó ekkert verulegur.

image
Gögn frá Veðurstofu Íslands (vedur.is).

Því kemur svæðið sunnan Langjökuls og Þórisjökuls, Hagavatn og Langavatn og svæðin þar suður af, vel til greina sem upptök sandfoks.

Styrkur svifryks mældist hár í Reykjavík og Hafnarfirði um og eftir hádegi, þannig að mögulega er orsökin sandfok.

image

Mælingar á svifryksmengun við Grensásveg í dag. Reyndar aðeins erfitt að sjá hversvegna styrkur hár frá því fyrir 8 í morgun (sjá vind hér að ofan). Væntanlega umferð með eitthvað tillegg í hægum vindi. Einnig mögulega opin þurr svæði. Seinni partinn virtist síðan vera jarðvegsryk, en mögulega er þetta bara umferð sem veldur þessu. Vantar illilega mælingar í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.

image
NOx fer hátt um morguninn og því sennilegt að umferð sé ástæðan að morgni, en hinsvegar er það ekki hátt frá um kl. 13.

image

Svifryk mælt á Hvaleyrarholti í dag. Í morgun var það bruninn í skipinu, Fernando, sem olli mikilli mengun. Mögulega var það einnig ástæðan rétt um hádegi, en kannski var það sandstormur því toppur svipaður og á GRE.


Varðskipið Þór tekur þátt í slökkvistörfum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson (fréttin).

Friday, July 19, 2013

Svifryk í Reykjavík 2008 – 2012

Í dag var Rebekka Kienle, diploma nemi minn frá þýskalandi, með kynningu á verkefninu sínu:
PM10 concentration in Reykjavík 2008 – 2012 ABSTRACT

The particulate matter concentration in Reykjavík is rather low. Nevertheless, the daily limit value of 50 μg/m3 for PM10 is exceeded several times at the urban traffic monitoring station GRE in the center of Reykjavík in the time period 2008 – 2012 (on average 19 times per year). The annual average concentration is above the limit value, 20 μg/m3, for all the years, except in 2012. Comparing data from the GRE station with data from the urban background station FHG, different emission sources of PM10 in Reykjavík could be identified. Traffic plays an important role as an emission source in Reykjavík and contributes on average to almost one third to the total number of days of exceedances in these years. The PM10 level differs between the emission sources. Days of exceedances due to traffic show the lowest daily average concentration, whereas days of exceedances due to ash and dust storms recorded the highest PM10 concentrations.
Because negative health effects of PM10 have been observed in recent studies, it is important to predict the particulate matter concentrations in advance. A model to predict the PM10 concentrations in Reykjavík due to traffic and other local emission sources was constructed by Þröstur Þorsteinsson. The model is process-based with a few tunable parameters. Three model runs with different weighting of the parameters are compared. The objective was, to optimize the model, so that it reflects the measured PM10 values well. The investigations have shown that the model shows a good correlation between the measured and predicted PM10 concentrations but has problems identifying the days of exceedances due to local emission sources.

Monday, April 15, 2013

Mikið af ögnum í lofti þann 14. apríl 2013

Hár styrkur PM10 mældist í Reykjavík og í Fljótshverfi fyrir austan sunnudaginn 14. apríl 2013.

Fyrst Reykjavík, 24-klst meðaltalið var um 89.4 µg/m3 (heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m3). Vindhraði í borginni var ekkert sérlega mikill (4-5 m/s), en mun meiri víða nærri.

image

Í Fljótshverfi voru mjög há gildi mæld í gær !

image
Graf fengið af vef ust.is

Staðsetning mælisins í Fljótshverfi er sýnd á kortinu hér að neða (græna merkið sunnan vestasta hluta Vatnajökuls).

image

Á gervitunglamyndum sést greinilega að heilmikið af sandi og ösku var að fjúka. Hér að neðan er mynd frá því kl. 13:15 (14. apríl 2013). Fljótshverfi var að hluta til hulið skýjum, en neðri myndin sýnir það svæði.

image

image

Fljótshverfi og nágrenni 14. apríl 2013.

Thursday, April 11, 2013

Svifryk, sandstormur og kannski gróðureldur

Miðvikudaginn 10. apríl 2013 var margt að gerast.

Svifryk var yfir mörkum í Rvk., smá sandstormur á suðurlandi og mögulega gróðureldur einnig. Skoðum nánar.

Svifryk yfir mörkum í Reykjavík, stöðin við Grensásveg.

image

Meðaltal sólarhringsins var um 58.6 µg/m3, en heilsuverndarmörk eru 50 µg/m3. Vindhraði var undir 5 m/s og við sjáum að jafnvel þó NOx fari ekki mjög hátt, tengist þetta líklegast umferðinni.

Lítinn sandstorm mátti mögulega greina á MODIS mynd frá Terra tunglinu.

20130410_modis_worldview_crop
(Image courtesy of NASA/Rapidfire)

Síðan var mögulega gróðureldur, en hef ekki fundið neitt um það í fréttum. Þetta gæti einnig verið misgreining, en læt fylgja með að gamni – væri gaman að heyra ef einhver getur staðfest hvort eldur var þarna í kringum 14 á miðvikudag 10. apríl 2013.

Staðsetning skv. gervitunglum:

image
Kort frá ja.is.

Gervitunglamynd, frá því kl. 14, þar sem mögulega má sjá reyk ?

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire.

Friday, April 5, 2013

Astmi í börnum vegna mengunar frá umferð

Samkvæmt nýrri rannsókn eru um 14% langvinnra astma-tilfella í börnum í 10 borgum evrópu vegna mengunar frá umferð. Samskonar tölur vegna óbeinna reykinga eru á bilinu 4% – 18% !

Þessi tala, 14%, er fjöldi tilfella sem ekki hefðu komið upp ef ekki væri fyrir umferðarmengun.

Fréttin á ensku:
http://environmentalresearchweb.org/cws/article/yournews/52869

Monday, March 18, 2013

Sand og öskufok þann 18. mars 2013

20130318_modis
Image from NASA MODIS/Rapidfire.

Í Fljótshverfi, fyrir austan, hefur PM10 verið ansi hátt annað slagið vegna sterkra vinda og þurrviðris.

image

Mikið svifryk er einnig í Reykjavík, sum til komið í óveðrinu um daginn sem flutti mikið af ösku yfir borgina, sem situr enn víða. Einnig á umferð sinn þátt í svifrykinu, eins og gögn frá Grensás sýna (PM10).

image

Tuesday, March 5, 2013

Svifryk yfir mörkum 4. mars 2013

Stykur svifryksmengunar, PM10, mældist mest 372 µg/m3 kl. 20:00 þann 4. mars 2013. Sólarhringsmeðaltalið er um 80 µg/m3, sem er hærra en sett heisluverndarmörk 50 µg/m3.

image

Í gær voru einnig sandstormar í þurri norðanáttinni. Gervitunglamyndir sýna skemmtilega þróun frá 11:25 til 13:40 (images courtesy of NASA/Rapidfire and IMO).

20130304_Modis_joined

Wednesday, February 20, 2013

Fínar agnir í andrúmslofti og hjartaáföll

Í nýlegri rannsókn við Rice háskólann í Houston kom í ljós að fyrir hver 10 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal), daginn sem hjartaáfall verður eða daginn áður, eykst hættan á hjartaáfalli um 2% – 9%.

image

Þarna voru rannsökuð tilfelli hjartaáfalla utan spítala (Out of Hospital Cardiac Arrests) í Houston, yfir 8 ára tímabil, meira en 11 þúsund tilfelli. Fundu að fyrir 6 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal) daginn sem hjartaáfall verður og daginn áður, aukast líkurnar á hjartaáfalli um 4.6%.

Heimild:

L. Raun and K. B. Ensor. 2012. Association of Out-of-Hospital Cardiac Arrest with Exposure to Fine Particulate and Ozone Ambient Air Pollution from Case Crossover Analysis Results: Are the Standards Protective? James Baker III Institute for Public Policy, Rice University.

Friday, February 15, 2013

Svifryksmengun yfir mörkum 13. febrúar 2013

Svifyrkmengun var yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum, sem eru 50 µg/m3, þann 13. febrúar síðastliðinn við Grensásveg. Stöðin mælir á 30 mín fresti og var meðaltal þeirra 42 mælinga (af 48) sem tókust þann daginn 55 µg/m3.

image

Umferð var, án efa, aðalástæða þess að styrkur svifryks var þetta hár. Bæði útblástur og síðan einnig uppþyrlun af götum, eins og mátti glöggt sjá í umferðinni á miðvikudag, olli háum styrk svifryks. Mjög hægur vindur var og jafnvel mögulega hitahvarf, sem tryggir að NOx úr útblæstri bíla og svifryk fóru ekki langt !

Tuesday, January 15, 2013

Loft(ekki)gæði í Peking og suður af Himalaya fjöllum

Mökkur suður af Himalaya-fjöllum

Suður af Himalaya-fjöllum er einskonar “á” af mekki (e. haze), sem verður til vegna gróðurelda sem kveiktir eru vegna landbúnaðar, iðnaðar- og umferðar- mengunar. Til að gera þetta verra eru síðan hitahvörf á þessu svæði, sem loka mengunina við yfirborð jarðar. Takið sérstaklega hvernig fjallgarðurinn afmarkar “ánna” til norðurs.

A River of Haze
Indland og Bangladesh svæðið suður af Himalaya-fjöllum þann 11. janúar 2013. Image courtesy of NASA/Rapidfire.

Þessi mynd, frá 10. janúar 2013, sýnir þetta jafnvel enn betur – víðara sjónarhorn.

image
10. janúar 2013. Image courtesy of NASA/Rapidfire.

Ótrúleg svifryksmengun í Peking (Beijing).

Samkvæmt fréttum og mælingum, hefur styrkur PM2.5 í Peking (Beijing) náð 886 µg/m3 (held að þetta séu klukkustundar-gildi) á nokkrum stöðum og víða yfir 700 µg/m3. Svona hefur þetta verið í nokkra daga. Heilsuverndarmörk samkvæmt WHO eru 25 µg/m3 (mögulega 20 µg/m3) – þannig að þarna er mengunin að fara amk 30-falt yfir sett mörk !

Í Kína er víða nóg af uppsprettum fyrir svifryk, orkuver keyrð á kolum, mikil aukning í einkabílaeign og svo hafa veðurskilyrðin verið þess háttar að styrkurinn eykst – lítill vindur sér í lagi. Það þarf því ekki mikið til að styrkur svifryksmengunar fari yfir heilsuverndarmörk og veldur þetta miklum áhyggjum.

Yfirvöld hafa reynt að sporna við menguninni síðastliðna daga með því að takmarka framkvæmdir og iðnað, banna notkun obinberra bíla og beint því til skóla að draga úr útiveru.

Ekki einstakt

Á sama tíma, samkvæmt mælingum (reyndar í frétt) í Dehli, Indlandi, á nokkuð venjulegum, jafnvel vindasömum, degi er styrkur PM2.5 engu að síður á bilinu 130 til 565 µg/m3 !

Við getum verið þakklát fyrir rok og rigningu hér á Íslandi ! Vissulega höfum við ekki jafnsterkar uppsprettur fyrir svifryksmengun, en engu að síður getur styrkurinn risið nokkuð hratt ef hitahvörf og stillur eru. Þessar tölur sem nefndar eru hér að ofan eru þó á við áramót í stillu.

Monday, January 14, 2013

Gott að vera sá stóri

Í stórfínu viðtali við Sigurð Reyni Gíslason, jarðvísindamann við Háskóla Íslands, í Silfri Egils 13. janúar 2013, sýndi SRG graf þar sem fram kemur að losun gróðurhúsalofttegunda hefur staðið nokkuð í stað hjá iðnríkjum, en stóraukist hjá þróunarlöndum.

Einnig kom fram að þróunarlöndin, mörg hver, berjast fyrir því að fá að auka sína útlosun. Enda oft úr nánast engu í eitthvað. Má benda á í því samhengi að við Íslendingar notuðum sambærileg rök vegna Kyoto !

En, þetta er bara hálf sagan. Vandamálið liggur náttúrulega fyrst og fremst í því að iðnvæddu ríkin hafa efni á því að flytja mengandi iðnað til þróunarlandanna !

Þannig eru iðnríkin í þeirri kjöraðstöðu að geta sagt að mengun frá þeim hafi staðið í stað eða minnkað, fyrir utan náttúrulega að losna við mengun úr sínu landi og hitt að auðvitað berjast þróunarlöndin fyrir því að fá þó allavegana að hafa þessa framleiðslu, hafa auðvitað ekki efni á því að missa hana !
Eins og í svo mörgu öðru er þetta því "win-win" fyrir iðnríkin í krafti stærðar og auðs.

Því miður kemur þetta í umræðunni hinsvegar oft út eins og þróunarlöndin hafi engann metnað varðandi mengun, eða séu með "heimtufrekju" - eins og til dæmis BNA stillir því oft upp - ef þeir fá að auka losun, þá hljótum við að mega það líka !

Tuesday, January 1, 2013

Svifryk um áramót

Það var nú heldur minna af flugeldum þessi áramótin en oft áður – fannst manni að minnsta kosti.

Mælingar á PM10 frá Grensásvegi (GRE), Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG) og færanlegri mælistöð (FAR, Ártúnsholti, rétt suðaustan við gatnamót Birtingakvíslar og Straums), sýna að mengunin var tiltölulega skammvinn þessi áramót, en náði þó ansi háu gildi á FAR (þó hefur mælst yfir 2300 µg/m3 um áramót).

image

Tilraun var gerð til að mæla fínar- og örfínar agnir yfir áramótin og get ég vonandi sagt frá niðurstöðum þeirra mælinga fljótlega.

Að lokum, til gamans, þá sáust brennur á gervitunglamyndum frá því um kl. 22:20 í gærkvöldi (31. des, 2012). Þetta eru hitamyndir, þannig að brennurnar sjást sem svartir dílar – ef vel er að gáð.

avhrr_isl_mwir_20121231_2220
NOAA via VÍ

Gleðilegt nýtt ár !