Showing posts with label Orka. Show all posts
Showing posts with label Orka. Show all posts

Sunday, April 20, 2014

Heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis á Íslandi

Nýlega birtist grein eftir Sigurð Björnsson og Þröst Þorsteinsson þar sem heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis hérlendis eru borin saman við sambærileg mörk víða í heiminum.

Í ljós kemur að mörkin hérlendis skera sig ekki úr fyrir að vera ströng, þrátt fyrir að því hafi annað slagið verið haldið fram.

Á myndinni hér á neðan má sjá samanburð heilsuverndarmarka. Smellið á myndina til að sjá stærri.

image
Heilsuverndarmörk á Íslandi (græn lína), viðmið WHO (rauð lína) og mörk/viðmið í þeim löndum, ríkjum og fylkjum sem skoðuð voru. Meðaltalstími er innan sviga.

Einnig tókum við saman upplýsingar um heilsufarsáhrif brennisteinsvetnis og greiningarmörk og settum fram á grafinu hér á neðan.

image
Áhrif H2S á lyktarskyn og heilsu. Ef styrkur er við íslensku heilsuverndarmörkin þarf hann að aukast u.þ.b. þrjúhunduðfalt til að fólk finni fyrir óþægindum vegna augnertingar. Grænir punktar eru lággildi, rauðir eru hágildi. Mælikvarði á y-ás er lógaritmískur.

Áhrifin skiptast gróflega í bráðaáhrif, augnerting og þarf fyrir ofan, og síðan er óljósara hvar og hvernig langtímaáhrifin koma fram. Þó má til dæmis skoða það að ónot vegna lyktarmengunar eru við lægri gildi en heilsuverndarmörkin.

Mörk WHO eru sett með bráðaáhrif í huga, og því ekki strangt til tekið sambærileg við íslensku mörkin sem eru hugsuð til verndunar vegna langtíma áhrifa.

Heimild

Sigurður Björnsson og Þröstur Þorsteinsson. 2013 (prentað 2014).
Heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis og styrkur þess á höfuðborgarsvæðinu.
Náttúrufræðingurinn 83(3-4): 151 - 158.

Friday, July 26, 2013

Endurnýjanleg orka

Viðtal í þættinum Sjónmál á Rás 1, þann 26. júlí 2013, þar sem (af vef þáttarins):
Rætt var um endurnýjanlega orkugjafa af ólíkum toga, takmarkanir þeirra og framtíðarmöguleika. Marteinn Sindri Jónsson  talaði við Dr. Þröst Þorsteinsson dósent í umhverfis og auðlindafræðum og sérfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 
 
Download this MP3 - (Right Click)

Monday, January 14, 2013

Gott að vera sá stóri

Í stórfínu viðtali við Sigurð Reyni Gíslason, jarðvísindamann við Háskóla Íslands, í Silfri Egils 13. janúar 2013, sýndi SRG graf þar sem fram kemur að losun gróðurhúsalofttegunda hefur staðið nokkuð í stað hjá iðnríkjum, en stóraukist hjá þróunarlöndum.

Einnig kom fram að þróunarlöndin, mörg hver, berjast fyrir því að fá að auka sína útlosun. Enda oft úr nánast engu í eitthvað. Má benda á í því samhengi að við Íslendingar notuðum sambærileg rök vegna Kyoto !

En, þetta er bara hálf sagan. Vandamálið liggur náttúrulega fyrst og fremst í því að iðnvæddu ríkin hafa efni á því að flytja mengandi iðnað til þróunarlandanna !

Þannig eru iðnríkin í þeirri kjöraðstöðu að geta sagt að mengun frá þeim hafi staðið í stað eða minnkað, fyrir utan náttúrulega að losna við mengun úr sínu landi og hitt að auðvitað berjast þróunarlöndin fyrir því að fá þó allavegana að hafa þessa framleiðslu, hafa auðvitað ekki efni á því að missa hana !
Eins og í svo mörgu öðru er þetta því "win-win" fyrir iðnríkin í krafti stærðar og auðs.

Því miður kemur þetta í umræðunni hinsvegar oft út eins og þróunarlöndin hafi engann metnað varðandi mengun, eða séu með "heimtufrekju" - eins og til dæmis BNA stillir því oft upp - ef þeir fá að auka losun, þá hljótum við að mega það líka !

Friday, November 23, 2012

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur og veðuraðstæður sem valda því að styrkurinn nær yfir 50 µg/m3.

Throstur Thorsteinsson, Julia Hackenbruch, Einar Sveinbjörnsson, Thorsteinn Jóhannsson. 2013. Statistical assessment and modeling of the effects of weather conditions on H2S plume dispersal from Icelandic geothermal power plants. Geothermics 45: 31 - 40.

Greinin á síðu útgefandans Geothermics

Abstract

Episodes of high atmospheric load of hydrogen sulfide (H2S), where the concentration is over 50 μg m−3hourly average value, occur about 80 times a year in Reykjavik (data from 2007 to 2009). H2S originates mainly from two geothermal power plants 25–30 km (south-)east of Reykjavik, at Hellisheidi and Nesjavellir. Certain weather-dependent dispersion conditions, such as wind, cloud cover and air temperature, allow the transport of emissions towards Reykjavik and the neighboring cities, causing local air pollution. High concentrations of H2S occur within a narrow range of weather conditions, namely slow (mean value 2 ± 1 m s−1) easterly (114° ± 23°) winds, together with cold air temperatures (median value −3 °C) and preferably no, or little, cloud cover. A classification of weather types shows the preferred occurrence of high H2S concentrations in connection with low atmospheric exchange and autochthonous weather. Stable atmospheric stratification and inversions enable the transport of H2S emissions to Reykjavik. The measured concentrations, the short lived peaks in concentration and different values at nearby measurement stations, indicate a very narrow plume, which fits well with a Gaussian plume distribution model.

Thursday, April 26, 2012

Sæstrengur til Evrópu

Í Fréttablaðið í dag (26. apríl 2012) skrifar Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og
viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, grein sem hann kallar “Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið?” – um sæstreng til Evrópu.

Ég get ekki alveg skilið rökin sem notuð eru fyrir því að selja “hráa” orku til Evrópu. Ekki auðveldaði þessi grein mér að skilja þau heldur – eins og sjá má á spurningum og athugasemdum hér að neðan (ýta á mynd til að sjá stærri).

MagnusBjarnason_2012_Frettabladid_LV_Saestrengur_1hluti_comments

Fyrir því að ég skil ekki þá hugmynd að selja orku gegnum sæstreng eru nokkrar ástæður:

  1. Það er ekki til umframorka í landinu, án nýrra virkjana í það minnsta (og flestir valkostir eru frekar af minni gerðinni).
  2. Auk þess virðist vera þó nokkur eftirspurn eftir orku innanlands (að minnsta kosti er það ástæðan sem notuð er – að umhverfismat tefji nýjar virkjanir sem nauðsynlegar eru fyrir stækkun og nýjum álverum/verksmiðjum).
  3. Samkvæmt rammaáætlun er í allra mesta lagi hægt að u.þ.b. tvöfalda raforkuframleiðslu landsins, þá er nánast allt tínt til og óvíst að gangi eftir.
  4. Einnig er næsta öruggt að orkuverð til almennings myndi hækka umtalsvert – 3–5 falt virðist líklegt miðað við reynsluna annars staðar.
  5. Við ættum auðvitað að nýta þessa orku hérlendis í stað þess að selja “hráa” orku út.
  6. Einnig er líklegt að fundnar yrðu leiðir til að einkavæða raforkusölu til Evrópu, ábyggilega hægt að finna að ríkið megi ekki vera í samkeppni eða eitthvað sniðugt. Þannig myndi ekkert nema verulega hækkað raforkuverð skila sér til almennings. Jafnvel þótt ekki verði einkavætt myndi “hagkvæmnin” fyrir almenning vera margfalt hærra raforkuverð og mögulega skortur á rafmagni (Evrópa getur jú auðveldlega nýtt alla okkar orku og margfalt meira).