Nú hefur eldgosið í Holuhrauni staðið í nokkurn tíma; frá 31. ágúst ef man rétt.
Töluvert af hrauni hefur komið upp, eins og sést ágætlega á þessari Landsat mynd frá NASA.
Landsat 8 mynd frá NASA frá 6. september 2014.
Nú hefur hraunið náð út í farveg Jökulsár á Fjöllum, sem veldur gufusprengingum og hefur einhver áhrif á flæði jökulárinnar á svæðinu.
Eitt helsta áhyggjuefnið er loftmengun vegna SO2 gass sem fylgir eldgosinu.
SO2 í lofti yfir á 8 km “dýpi” (NASA). Samsé heild yfir töluverða þykkt frá nærri jörðu og 8 km upp.
Það hjálpar hinsvegar mikið að þetta er lítið gos. Styrkur sem mælst hefur í Reyðarfirði, um 250 µg/m3 10-mín gildi, er töluvert hár, en engu að síður langt frá hættumörkum. Til dæmis eru heisluverndarmörk fyrir almenning 350 µg/m3 fyrir klst meðaltal og vinnuverndarmörk u.þ.b. 5 sinnum hærri en það.
Nýlegar mælingar á austfjörðum benda til þess að styrkurinn sé undir 300 µg/m3 á því svæði, þrátt fyrir bláa móðu yfir austurlandi. Sú móða sést vel á næstu mynd.
MODIS mynd frá NASA og VÍ frá 6. september 2014 kl. 13:30.
Nú er síðan spennandi að fylgjast með því hvort 1) gangurinn brjóti sér leið að yfirborði undir jökli, 2) Bárðabunga fari að gjósa, 3) Askja vakni eða 4) allt deyji út.
SO2 mældist um 660 micro-g/m3 þann 6. september 2014.
ReplyDelete