Friday, November 20, 2015

Sandfok á SA-landi

Þurrt veður og sterkir vindar valda því að set frá jökulám verður loftborið og myndar sandfok. Dagana 19. og 20. nóvember má sjá greinilegt sandfok á suðausturlandi. Til dæmis frá farvegi Skaftár, þar sem töluvert af seti ætti að ver til staðar eftir nýlegt hlaup úr Eystri Skaftárkatli.

Vindhraði við Skarðsfjöruvita, sér í lagi hviður, voru yfir 10 m/s upp úr hádegi 19. nóvember skv. veðurathugunum á heimsíðum Veðurstofu Íslands.

Hér að neðan eru MODIS og Landsat gervitunglamyndir sem sýna sandfokið í kringum 13:50 þann 19. nóvember 2015.

20151119_1350_modis_crop
MODIS mynd frá kl. 13:50 þann 19. nóvember 2015 (Image courtesy of NASA/Rapidfire).

20151119_LC8_crop_b
Landsat 8 mynd frá 19. nóvember 2015 (Landsat 8 image from NASA and USGS). 

Í Reykjavík hefur einnig verið töluvert mikið af svifryki vegna þurrs veðurs og vinds. Til dæmis fór styrkur PM10 yfir  200 µg/m3, 30-mín meðaltal þann 18. nóvember 2015.

No comments:

Post a Comment