Tuesday, February 11, 2014

Fallegt stillt veður og mikið svifryk

Núna er verulega stillt og fallegt veður í Reykjavík. Sól, hiti rétt undir frostmarki og mjög hægur/enginn vindur.

image

Vindhraði í Reykjavík fenginn af síðu Veðustofu Íslands. Frá því um 6 í morgun hefur verið alveg logn (vindhraði <2 m/s og engar hviður).

Samfara því er styrkur svifryks mjög hár við Grensásveg. Þar er það umferðin sem mengar. Á myndinni hér að neðan sést þetta samband sérstaklega vel. Nituroxíð (NOx; appelsínugula línan) myndast við útblástur bíla og greinilegt er að svifrykið (bláa línan) er vegna umferðar þegar gögnin eru skoðuð saman.

image

Það verður “spennandi” að sjá hvort toppur komi seinnipartinn. Eina sem getur bjargað er aukinn vindur og úrkoma.

No comments:

Post a Comment