Monday, April 15, 2013

Mikið af ögnum í lofti þann 14. apríl 2013

Hár styrkur PM10 mældist í Reykjavík og í Fljótshverfi fyrir austan sunnudaginn 14. apríl 2013.

Fyrst Reykjavík, 24-klst meðaltalið var um 89.4 µg/m3 (heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m3). Vindhraði í borginni var ekkert sérlega mikill (4-5 m/s), en mun meiri víða nærri.

image

Í Fljótshverfi voru mjög há gildi mæld í gær !

image
Graf fengið af vef ust.is

Staðsetning mælisins í Fljótshverfi er sýnd á kortinu hér að neða (græna merkið sunnan vestasta hluta Vatnajökuls).

image

Á gervitunglamyndum sést greinilega að heilmikið af sandi og ösku var að fjúka. Hér að neðan er mynd frá því kl. 13:15 (14. apríl 2013). Fljótshverfi var að hluta til hulið skýjum, en neðri myndin sýnir það svæði.

image

image

Fljótshverfi og nágrenni 14. apríl 2013.

No comments:

Post a Comment