Wednesday, November 23, 2011

Ísfingur teygja sig niður

Magnað myndband sem sýnir hvernig salt sem hafísinn losar sig við sekkur og myndar ísfingur sem ná niður á botn.
Enn ein snilldarmyndatakan frá BBC.

Deathly ice finger caught on film: A bizarre underwater "icicle of death" is captured on camera for the first time by BBC filmmakers.

Wednesday, October 19, 2011

Ösku/sand stormur sunnan Vatnajökuls þann 18. október 2011

Enn nóg af ösku, og sandi, til að hreyfa við þegar þurrt er og hvasst á svæðinu sunnan Vatnajökuls. Og raunar víðar.

20112911330

MODIS mynd frá 13:30 (Image courtesy of NASA/Rapifire).

 A20112911140

MODIS mynd frá 11:40 (Image courtesy of NASA/Rapifire).

Monday, September 12, 2011

Sand- og öskufok

Enn þurrt og einhver vindur og því mikið öskufok á suðurlandi og einnig fok sunnan Langjökuls.

Loftgæðin voru því ekki sérlega góð um tíma (PM10 fór í um 300 micro-g/m3) og skyggnið eftir því. Myndin að neðan, tekin undir hlíðum Helgafells í áttina að Esjunni, sýnir það vel.

20110912342

Gervitunglamyndir sýna þetta einnig mjög vel (myndir frá NASA/Rapidfire).

Dust/ash storm in Iceland 12 September 2011

Saturday, September 10, 2011

Öskufok af jökli

Í dag, 10. september 2011, er töluvert öskufok af Vatnajökli vestanverðum.

Raunar fýkur víðar að, eins og greina má á gervitunglamynd frá 12:30 í dag.

20110910_modis_P2011253_1230 
MODIS image from NASA/Rapidfire.

Einnig sjást upptökin nokkuð vel á þessari frá 12:15.

20110910_modis_A2011253_1355
MODIS image from NASA/Rapidfire.

Friday, September 9, 2011

Sand- og öskustormur í dag

Set og uppblástur frá svæðinu sunnan Langjökuls og aska frá Eyjafjallajökuls- og Grímsvatna eldgosi (sennilegast blanda) fauk á haf út í dag.

20110909_modis_A2011252_1130

MODIS image taken 2011-09-09 at 11:30 (NASA/Rapidfire).

20110909_modis_P2011252_1325_crop

MODIS image taken 2011-09-09 at 13:25.

modis_P2011252_1505_crop

MODIS image 2011-09-09 at 15:05.

Þíðir verulega slæm loftgæði á stóru svæði, til dæmis við Raufarfell.

image

Saturday, September 3, 2011

Grein um sandstorma og loftgæði

Nú er komin út grein mín og meðhöfunda um sandstorma og loftgæði í Reykjavík í vísindaritinu Atmospheric Environment.

Hér má finna greinina á vefnum http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1352231011005061.

Einnig er velkomið að biðja um pdf-eintak af greininni (lokaútgáfu).

Tilvitnun í greinina er:

Throstur Thorsteinsson, Guðrún Gísladóttir, Joanna Bullard and Grant McTainsh. 2011.
Dust storm contributions to airborne particulate matter in Reykjavík, Iceland.
Atmospheric Environment, 45: 5924 - 5933.

Iceland_28apr2007_bw

Hluti af mynd 5 úr greininni. MODIS mynd frá NASA/Rapidfire.

Tuesday, August 16, 2011

Plöntusvif í Barents hafi

N_NorwayFinland_SeaArctic
Gervitunglamynd (NASA MODIS) teking þann 16. ágúst, 2011, yfir Barents hafinu (sjá kort hér að neðan).
(Mynd NASA/Rapidfire)
Plöntusvif, eða nánar blaðgrænan (e. chlorophyll) litar hafið skemmtilega á þessari mynd – sjá nánar hér að neðan (á ensku).
BarentsSea_googleMap
Smellið á myndir til að fá stærri útgáfu (Kort frá Google maps)
Um plöntusvif og blaðgrænu
At the base of the ocean food web are single-celled algae and other plant-like organisms known as phytoplankton. Like plants on land, phytoplankton use chlorophyll and other light-harvesting pigments to carry out photosynthesis, absorbing atmospheric carbon dioxide to produce sugars for fuel. Chlorophyll in the water changes the way it reflects and absorbs sunlight, allowing scientists to map the amount and location of phytoplankton. In many coastal areas, the rising slope of the sea floor pushes cold water from the lowest layers of the ocean to the surface. The rising, or upwelling water carries iron and other nutrients from the ocean floor.
(Adapted from
http://earthobservatory.nasa.gov/GlobalMaps/view.php?d1=MY1DMM_CHLORA)


ThTh_symbol Þröstur Þorsteinsson.

Sunday, August 14, 2011

Sand- og ösku stormur á Suðurlandi

Á Raufarfelli náði styrkur svifryks (PM10) 590 micro-g/m3 rétt fyrir klukkan 16:00 í dag, 14. ágúst 2011.
Sterk norðanátt blæs sandi af Landeyjasandi yfir Vestmannaeyjar og væntanlega ösku af svæðinu nærri Mýrdalsjökli.
Í Stórhöfða, Vestmannaeyjum, var vindurinn úr norðri, 21 m/s kl. 16:00. Milli 12 og 13 í dag var vindurinn 15 til 18 m/s úr NNA.
20110814_modis_A2011226_1235
Gervitunglamynd tekin kl. 12:35 af Terra tungli NASA (mynd NASA/Rapidfire og VÍ).
ThTh  Þröstur Þorsteinsson.
Umhverfis- og auðlindafræði & Jarðvísindastofnun Háskólans, Háskóli Íslands, Sturlugata 7, 101 Reykjavík.

Saturday, August 13, 2011

Öskustormur af yfirborði Vatnajökuls

kort af Vatnajökli - lmi.is
Grímsvötn, staðsett þar sem “T” í Vatnajökull er á kortinu (frá LMI.is).
Síðastliðinn sunnudag, þann 7. ágúst, 2011, um klukkan 14:05 var greinilegur öskustormur frá Grímsvatna-svæðinu á Vatnajökli.
20110807_modis_A2011219_1405
Þessi mynd frá 14:05 (að ofan), og frá 14:20 (mynd að neðan), sýna þetta nokkuð vel (myndir frá NASA/Rapidfire og VÍ).
20110807_modis_P2011219_1420
Takið líka eftir flotta lægðasnúðnum rétt fyrir utan Reykjanesið.
Á BTD mynd sést þetta einnig mjög vel (vann með Hróbjarti Þorsteinssyni (VÍ) að BTD; hann benti mér einnig á þennan atburð).
20110807_modis_btd_A2011219_1405
Samsé, nokkuð óvanalegur atburður, öskufok af yfirborði jökuls.

Friday, July 29, 2011

Fjöldi Homo sapiens réði úrslitum um örlög Neanderthal manna

Samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna frá Cambridge1 var það hreinlega fjöldi Homo sapiens sem réði úrslitum um örlög Neanderthal manna.
Það er að segja, það margir nútímamenn (Homo sapiens), um 10-sinnum fleiri en þeir Neanderthal menn sem fyrir voru, fluttu yfir til Evrópu fyrir um 40 þúsund árum að veiðilendur og aðföng urðu að skornum skammti fyrir þá sem ekki tilheyrðu þróaðra félagskerfi nútímamannsins.

Neanderthal menn höfðu þrifist í um 300 þúsund ár í mið- og vestur Evrópu.

Að þessari niðurstöðu komust vísindamennirnir með nákvæmri tölfræði á fornleifum í SV Frakklandi.
Niðurstaðan er samsé að 10-sinnum fleiri nútímamenn hafi komið á svæðið, eins og sést á:
* Auknum fjölda "samkomustaða" (e. occupied sites).
* Meira af fornminjum á hverjum stað.
* Mun stærri svæði undirlögð á hverjum stað - merki um þróaðri félagsvitund (e. socially integrated social groupings).

Ekki bara fjöldinn, heldur einnig þróaðri aðferðir við veiðar nútímamannsins, betra skipulag og aðferðir við fæðuöflun og geymslu, áttu sinn þátt í því að Neanderthal mönnum fækkaði hratt. Einnig virðist sem samvinna milli hópa nútímanna hafi verið góð, skart og annað sem klárlega var notað til að styrkja vinabönd.

Ef nútímamaðurinn og Neanderthal menn þróuðust í 500 þúsund ár í sitthvoru lagi, þá þarf ekki að koma á óvart að mikill munur hafi verið á þessum tveimur tegundum.

1 Professor Sir Paul Mellars, Professor Emeritus of Prehistory and Human Evolution, and Jennifer French, a second-year PhD student

Unnið upp úr:Strength in numbers: "(University of Cambridge) New research sheds light on why, after 300,000 years of domination, European Neanderthals abruptly disappeared."

Thursday, July 28, 2011

Jörðin gildnar / Planet Earth getting fatter

Vatn sem bráðnar á Grænlandsjökli og Suðurheimskautinu leitar til miðbaugs og veldur því að jörðin verður gildari um miðbaug. Jarðskorpuhreyfingar taka árhundruð og þúsund, þannig að fyrst um sinn gildnar jörðin.

English version:
http://www.physorg.com/news/2011-07-earth-fatter.html


Friday, March 11, 2011

Earthquakes in Japan 2011-03-11

Many large earthquakes have rattle Japan this morning.

The list below is from USGS, showing earthquakes in the world having a magnitude greater than M 5.0. As can bee seen, Japan has experienced many, 16, such between 5:46 UTC and 7:42.

20110311_JapanEarthquakes_M5over

Associated is the risk, and realization of tsunami (up to 10 m high).

Wednesday, March 9, 2011

Some Antarctic ice is forming from bottom

From http://www.eurekalert.org/pub_releases/2011-03/leo-sai030111.php


Caption: Radar image shows the Gamburtsev Mountains (bottom) overlain by the ice sheet, which has been deformed by a bulge of refrozen ice (center).
Credit: Courtesy Bell et al., 2011