Saturday, November 2, 2013

Svifryk í Rvk og Hfj 1. nóv 2013

Mikið svifryk mældist bæði í Reykjavík og Hafnarfirði þann 1. nóvember 2013. Óvenju erfitt er að segja nákvæmlega til um orsakir þess í Reykjavík, en bruni í skipinu Fernando útskýrir að minnsta kosti hluta þess í Hafnarfirði.

Byrjum á gervitunglamynd frá kl. 13 í dag. Þar sést greinilega sandfok útfrá Reykjanesinu og einnig virðist vera slikja yfir Höfuðborgarsvæðinu, en ský gera erfitt fyrir með nánari greiningu.

image
Mynd tekin 13:10 í dag. Image courtesy of MODIS/Rapidfire.

Ekki augljóst hvar upptökin eru á sandfokinu?

Vindáttin í Reykjavík var norðlæg eins og sést á myndinni hér að neðan og vindhraði jókst frá hádegi, en var þó ekkert verulegur.

image
Gögn frá Veðurstofu Íslands (vedur.is).

Því kemur svæðið sunnan Langjökuls og Þórisjökuls, Hagavatn og Langavatn og svæðin þar suður af, vel til greina sem upptök sandfoks.

Styrkur svifryks mældist hár í Reykjavík og Hafnarfirði um og eftir hádegi, þannig að mögulega er orsökin sandfok.

image

Mælingar á svifryksmengun við Grensásveg í dag. Reyndar aðeins erfitt að sjá hversvegna styrkur hár frá því fyrir 8 í morgun (sjá vind hér að ofan). Væntanlega umferð með eitthvað tillegg í hægum vindi. Einnig mögulega opin þurr svæði. Seinni partinn virtist síðan vera jarðvegsryk, en mögulega er þetta bara umferð sem veldur þessu. Vantar illilega mælingar í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.

image
NOx fer hátt um morguninn og því sennilegt að umferð sé ástæðan að morgni, en hinsvegar er það ekki hátt frá um kl. 13.

image

Svifryk mælt á Hvaleyrarholti í dag. Í morgun var það bruninn í skipinu, Fernando, sem olli mikilli mengun. Mögulega var það einnig ástæðan rétt um hádegi, en kannski var það sandstormur því toppur svipaður og á GRE.


Varðskipið Þór tekur þátt í slökkvistörfum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson (fréttin).

No comments:

Post a Comment