Showing posts with label Heilsa. Show all posts
Showing posts with label Heilsa. Show all posts

Thursday, February 19, 2015

Takk fyrir skemmtilegt kvöld - Ferðafélag Íslands

Mér var boðið að halda erindi um “Heilsuverndarmörk og brennisteinsvetni á Höfuðborgarsvæðinu” hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, í gær 18. febrúar, 2015.

Ljómandi skemmtilegt kvöld og fínar umræður, takk fyrir mig.

Fræðslukvöld

Sunday, July 13, 2014

Flúor (F) mengun í Reyðarfirði 2014

image
Mynd fengin úr http://ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Mengandi-starfsemi/Fluor-Reydarfirdi/Fluormaeling_juni_2_2014.pdf.

Viðmiðunarmörkin fyrir búfé eru 40 µg/g, en eins og sést er styrkurinn, utan þynningarsvæðis (gula línan), víða töluvert hærri.

Vonandi tekst að minnka þessa losun með betri síun og lagfærinum á álverinu sem fyrst.

Thursday, February 27, 2014

Svifryk og gróður–umfjöllun í Tímariti Háskólans 2014

Alltaf gaman að geta kynnt rannsóknir sínar. Í Tímarit Háskólans 2014 er fjallað aðeins um rannsóknir sem eru í gangi á áhrifum gróðurs á styrk svifryks.

Haskolatimaritid_2014_Throstur

Tímaritið í heild er hér (frétt á bls. 122).

Friday, April 5, 2013

Astmi í börnum vegna mengunar frá umferð

Samkvæmt nýrri rannsókn eru um 14% langvinnra astma-tilfella í börnum í 10 borgum evrópu vegna mengunar frá umferð. Samskonar tölur vegna óbeinna reykinga eru á bilinu 4% – 18% !

Þessi tala, 14%, er fjöldi tilfella sem ekki hefðu komið upp ef ekki væri fyrir umferðarmengun.

Fréttin á ensku:
http://environmentalresearchweb.org/cws/article/yournews/52869

Wednesday, February 20, 2013

Fínar agnir í andrúmslofti og hjartaáföll

Í nýlegri rannsókn við Rice háskólann í Houston kom í ljós að fyrir hver 10 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal), daginn sem hjartaáfall verður eða daginn áður, eykst hættan á hjartaáfalli um 2% – 9%.

image

Þarna voru rannsökuð tilfelli hjartaáfalla utan spítala (Out of Hospital Cardiac Arrests) í Houston, yfir 8 ára tímabil, meira en 11 þúsund tilfelli. Fundu að fyrir 6 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal) daginn sem hjartaáfall verður og daginn áður, aukast líkurnar á hjartaáfalli um 4.6%.

Heimild:

L. Raun and K. B. Ensor. 2012. Association of Out-of-Hospital Cardiac Arrest with Exposure to Fine Particulate and Ozone Ambient Air Pollution from Case Crossover Analysis Results: Are the Standards Protective? James Baker III Institute for Public Policy, Rice University.

Friday, November 23, 2012

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur og veðuraðstæður sem valda því að styrkurinn nær yfir 50 µg/m3.

Throstur Thorsteinsson, Julia Hackenbruch, Einar Sveinbjörnsson, Thorsteinn Jóhannsson. 2013. Statistical assessment and modeling of the effects of weather conditions on H2S plume dispersal from Icelandic geothermal power plants. Geothermics 45: 31 - 40.

Greinin á síðu útgefandans Geothermics

Abstract

Episodes of high atmospheric load of hydrogen sulfide (H2S), where the concentration is over 50 μg m−3hourly average value, occur about 80 times a year in Reykjavik (data from 2007 to 2009). H2S originates mainly from two geothermal power plants 25–30 km (south-)east of Reykjavik, at Hellisheidi and Nesjavellir. Certain weather-dependent dispersion conditions, such as wind, cloud cover and air temperature, allow the transport of emissions towards Reykjavik and the neighboring cities, causing local air pollution. High concentrations of H2S occur within a narrow range of weather conditions, namely slow (mean value 2 ± 1 m s−1) easterly (114° ± 23°) winds, together with cold air temperatures (median value −3 °C) and preferably no, or little, cloud cover. A classification of weather types shows the preferred occurrence of high H2S concentrations in connection with low atmospheric exchange and autochthonous weather. Stable atmospheric stratification and inversions enable the transport of H2S emissions to Reykjavik. The measured concentrations, the short lived peaks in concentration and different values at nearby measurement stations, indicate a very narrow plume, which fits well with a Gaussian plume distribution model.

Monday, April 2, 2012

Neikvæð heilsuáhrif grófs svifryks

Enn bætast við rannsóknir sem sýna neikvæð áhrif svifryks.

Í þetta skiptið er nýleg rannsókn í Stokkhólmi, Svíþjóð, sem sýnir að gróft svifryk (milli PM10 og PM2.5) eykur dánartíðni (e. mortality) um 1.68% fyrir hækkun um 10 micro-g/m3.

Uppspretta þessa grófa svifryks í Stokkhólmi er helst uppspænt malbik, en einnig geta slit á dekkjum,bremsum og slíku, auk sandstorma verið uppsprettur.

Greinin:
Kadri Meister, Christer Johansson, and Bertil Forsberg. Estimated Short-Term Effects of Coarse Particles on Daily Mortality in Stockholm, Sweden. Environmental Health Perspectives, 120(3); March 2012.
Umfjöllun á mbl.is:
http://mbl.is/frettir/taekni/2012/04/02/nagladekk_ogna_heilsunni/

Friday, March 9, 2012

Ný grein um ösku og heilsu

Ný grein í BMJ open um fyrstu niðurstöður rannsókna á heilsufari íbúa í nágrenni Eyjafjallajökuls eftir gosið 2010.

Í stuttu máli virðist askan ekki hafa haft verulega alvarleg áhrif, engin bráðatilfelli, fyrir utan ertingu í öndunarfærum og að þeir sem höfðu astma fundu fyrir meiri áhrifum.

Tilvitnun:

Hanne Krage Carlsen, Thorarinn Gislason, Bryndis Benediktsdottir, Thorir Bjorn Kolbeinsson, Arna Hauksdottir, Throstur Thorsteinsson, Haraldur Briem. 2012.
A survey of early health effects of the Eyjafjallajökull 2010 eruption in Iceland: a population-based study.
BMJ Open 2012;2:e000343. doi:10.1136/bmjopen-2011-000343 (Paper on BMJ Open web site)

Wednesday, September 8, 2010

Ráðleggingar vegna svifryksmengunar

Viðbrögð vegna svifryksmengunar (PM10) fara eftir styrk svifryks í andrúmslofti.

Hér að neðan er tengill á einskonar töflu, sem kort eða mynd, sem sýnir almenna flokkun á loftgæðum vegna styrks svifryksmengunar og helstu ráðleggingar fyrir hvern flokk.

Kortið má nálgast hér, bæði sem mynd (smámynd hér að neðan) og kort sem hægt er að "ferðast um".

Almennt er óþarfi að vera sérlega duglegur að vera úti ef magn svifryks í lofti fer yfir um 150 micro-g/m3. Ekki myndi ég láta barnið mitt sofa úti þegar styrkurinn fer yfir þessi mörk. Hinsvegar er ekki hættulegt að fara styttri ferðir, sér í lagi ef notaðar eru grímur þegar styrkurinn er sem mestur, nokkuð hundruð micro-g/m3.