Tuesday, January 28, 2014

Gróðureldur í Noregi

Hér á Íslandi hugsum við oftast ekki mikið um gróðurelda. Sér í lagi ekki eftir sumar eins og í fyrra, þegar varla var þurrt tvo daga í röð (amk sunnanlands). Hinsvegar er mikill gróður víða hérlendis og þurrkatímabil geta orðið löng og gróður mjög þurr.

Nú geisa gróðureldar í Noregi. Ef þið skoðið myndirnar sem fylgja fréttunum (tenglar hér að neðan) þá má sjá að landslagið þarna er ekki svo frábrugðið því sem finna má hér á Íslandi. Sérstaklega er rétt að benda á að talað er um að eldurinn hafi kviknað í lyngi !

Verður manni strax hugsað til t.d. Skorradalsins, þar sem sveitastjórnin hefur lengi unnið að því að koma gróðureldum inn í skipulagsmál sveitarfélaga. Og hreinlega vekja athygli á þeirri hættu sem skapast getur þar og mjög víða á landinu.

Brann Flatanger - Foto: Tariq Alisubh / NRK
Mynd af vef NRK: http://www.nrk.no/nyheter/1.11500908

Brann Flatanger - Foto: Tariq Alisubh / NRK
Mynd af vef NRK: http://www.nrk.no/nyheter/1.11500908

Brannfare. Meteorologisk institutt varsler stor skogbrannfare fra Helgeland til Vestlandet. Bildet viser brannen i Flatanger i natt.<br />(Foto: Ove Magne Ribsskog/Flatangernytt)
Mynd af vef adressa.no: http://www.adressa.no/nyheter/nordtrondelag/article9029229.ece

Tenglar á fréttir og myndir af eldunum í Þrændarlögum: