Showing posts with label Gróðureldar. Show all posts
Showing posts with label Gróðureldar. Show all posts

Tuesday, September 16, 2014

Grein um gróðurelda

Í næsta hefti Náttúrufræðingsins, 84(1-2): 19-26, er grein um árstíðarbreytingar í tíðni gróðurelda á Íslandi.

Ágrip. Upplýsingum um gróðurelda á Íslandi var safnað með ítarlegri leit í rafrænum gagnasöfnum af fréttum, en fyrstu fréttir af gróðureldum voru frá 1943. Þá var leitað í gagnagrunni frá Mannvirkjastofnun fyrir árin 2003–2010 og frá brunavörnum Borgarbyggðar (2010). Flestir eldarnir eru litlir, en þó urðu tíu eldar þar sem yfir hektari lands brann á árunum 2007–2013, þar af sex sem voru stærri en 10 hektarar. Langsamlega flestir eldar kvikna vegna íkveikju (72%). Greinilegur árstíðamunur er á hvenær gróðureldar kvikna hérlendis, en langalgengast er að þeir verði á vorin (mars–maí, 70% gróðurelda), ef tekið er tímabilið 1943–2012, með hámarki í maí (29% af eldum ársins), þar á eftir í apríl (28%) og svo í mars (13%). Í janúar verða nokkuð margir eldar
(6%) og kvikna þeir augljóslega oftast vegna flugeldanotkunar kringum áramót. Ekki eru til nógu nákvæm gögn til að meta nákvæmlega hvort tíðni gróðurelda hafi breyst síðustu áratugi eða hvort dreifing þeirra á árstíðir hafi breyst. Hins vegar virðist sem gróðureldar yfir sumarmánuði séu tiltölulega nýleg þróun. Hún fer saman við hnattræna hlýnun, aukna skógrækt og sumarhúsabyggð og minni beit, sem hefur aukið gróðurmagn víða á landinu. Þetta gefur ríka ástæðu til að fylgjast vel með, skrá á skipulegan hátt gróðurelda og undirbúa viðbragðsáætlanir og hættumat vegna þeirra.

image

Hlutfallsleg dreifing elda á mánuði árin 1943–2000 (bláar súlur; 161 atburður) og 2001–2012 (rauðar súlur; 947 atburðir) og staðalfrávik fyrir hvern mánuð. – The distribution of wildfires each month for the period 1943–2000 (blue columns; 161 events) and 2001–2012 (red columns; 947 events), and standard deviation.

Tuesday, January 28, 2014

Gróðureldur í Noregi

Hér á Íslandi hugsum við oftast ekki mikið um gróðurelda. Sér í lagi ekki eftir sumar eins og í fyrra, þegar varla var þurrt tvo daga í röð (amk sunnanlands). Hinsvegar er mikill gróður víða hérlendis og þurrkatímabil geta orðið löng og gróður mjög þurr.

Nú geisa gróðureldar í Noregi. Ef þið skoðið myndirnar sem fylgja fréttunum (tenglar hér að neðan) þá má sjá að landslagið þarna er ekki svo frábrugðið því sem finna má hér á Íslandi. Sérstaklega er rétt að benda á að talað er um að eldurinn hafi kviknað í lyngi !

Verður manni strax hugsað til t.d. Skorradalsins, þar sem sveitastjórnin hefur lengi unnið að því að koma gróðureldum inn í skipulagsmál sveitarfélaga. Og hreinlega vekja athygli á þeirri hættu sem skapast getur þar og mjög víða á landinu.

Brann Flatanger - Foto: Tariq Alisubh / NRK
Mynd af vef NRK: http://www.nrk.no/nyheter/1.11500908

Brann Flatanger - Foto: Tariq Alisubh / NRK
Mynd af vef NRK: http://www.nrk.no/nyheter/1.11500908

Brannfare. Meteorologisk institutt varsler stor skogbrannfare fra Helgeland til Vestlandet. Bildet viser brannen i Flatanger i natt.<br />(Foto: Ove Magne Ribsskog/Flatangernytt)
Mynd af vef adressa.no: http://www.adressa.no/nyheter/nordtrondelag/article9029229.ece

Tenglar á fréttir og myndir af eldunum í Þrændarlögum:

Thursday, April 11, 2013

Svifryk, sandstormur og kannski gróðureldur

Miðvikudaginn 10. apríl 2013 var margt að gerast.

Svifryk var yfir mörkum í Rvk., smá sandstormur á suðurlandi og mögulega gróðureldur einnig. Skoðum nánar.

Svifryk yfir mörkum í Reykjavík, stöðin við Grensásveg.

image

Meðaltal sólarhringsins var um 58.6 µg/m3, en heilsuverndarmörk eru 50 µg/m3. Vindhraði var undir 5 m/s og við sjáum að jafnvel þó NOx fari ekki mjög hátt, tengist þetta líklegast umferðinni.

Lítinn sandstorm mátti mögulega greina á MODIS mynd frá Terra tunglinu.

20130410_modis_worldview_crop
(Image courtesy of NASA/Rapidfire)

Síðan var mögulega gróðureldur, en hef ekki fundið neitt um það í fréttum. Þetta gæti einnig verið misgreining, en læt fylgja með að gamni – væri gaman að heyra ef einhver getur staðfest hvort eldur var þarna í kringum 14 á miðvikudag 10. apríl 2013.

Staðsetning skv. gervitunglum:

image
Kort frá ja.is.

Gervitunglamynd, frá því kl. 14, þar sem mögulega má sjá reyk ?

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire.

Monday, April 1, 2013

Verið góð–ekki skilja eftir glóð

Bara smá tilraun til að benda á að fara verður varlega með glóð í náttúrunni.

Á vorin er mikið af sinu, og dauðum gróðri, sem getur verið mjög þurr.

Á sumrin kom einnig annað slagið langir þurrkakaflar og gróður getur þá orðið mjög þurr.

Alltaf ætti að fara varlega með eld í náttúrunni.

EldarGrillGlod

EldarSigarettaGlod

Gróðureldar–að gefnu tilefni

Mikið hefur verið um gróðurelda að undanförnu. Nokkrir hafa orðið í, eða við, sumarhúsabyggð og verið nálægt því að valda stórtjóni. Þetta er mjög uggvænlegt, sér í lagi þar sem mars, apríl og maí eru þeir mánuðir sem algengast er að gróðureldar verði. Apríl og maí eru oftast með mun fleiri elda en mars.

Hér að neðan eru nokkrir eldar sem orðið hafa í mars (og komist í fréttir):

  1. 2013-03-09. Landsveit í Rangárþingi, sina. Grill.
  2. 2013-03-09. Vilmundarstaðir, Reykholtsdal. Sina.
  3. 2013-03-19. Grafarvogur. Sina. Lítið.
  4. 2013-03-21. Melasveit, Akranes. Sina, bóndi að brenna.
  5. 2013-03-21. Kópavogur 2 eldar. Sina. Lítið.
  6. 2013-03-23. Undir Eyjafjöllum. Sina. Lítið.
  7. 2013-03-25. Vatnsmýri, Norræna húsið. Sina. 200 m2
  8. 2013-03-25. Alviðru vestan Sogsins. Sina. Rétt við Þrastarskóg. Lítið.
  9. 2013-03-25. Gröf, Lundarreykjadal, Borgarfirði. Sina. Bóndi
  10. 2013-03-25. Stafholtsveggi í Borgarfirði skammt frá Baulu.
  11. 2013-03-27. Höfuðborgarsvæðið. 3 litlir sinubrunar.
  12. 2013-03-30. Skorradalur, Hvamm. 2 – 3 hektarar, sina. Flugeldur
  13. 2013-03-31. Ofan Galtalækjarskógs. 1 - 3 hektari. Sina. Grill.

Allir eru þessir eldar af mannavöldum.

Nokkuð hefur verið um að sinubruni bænda fari úr böndum, og verið kallað eftir því að sinubrunar verði einfaldlega bannaðir. Að minnsta kosti ætti að vera skýrara að ábyrgðin sé á herðum þess er kveikir eldinn !

Grill eru einnig oft valdur að gróðureldum. Einnota grill eru sérlega slæm, hitnar mikið undir þeim og glóð getur skotist í gróður, enda sitja þau oft á jörðu. Hér þarf bara að fræða fólk betur um umgegngi, því oftast er þetta hugsanaleysi. Ekki setja grillið ofaná mosa, hellið vatni yfir eftir notkun og svo framvegis.

Sígarettuglóð er einnig mjög algeng orsök. Það er eiginlega óafsakanlegt að henda frá sér logandi sígarettu (vindlingi, …) í gróðri. Oft er þetta gert út um glugga á bíl á ferð. DREPIÐ Í – HENDIÐ SVO !

Fikt, eða íkveikja barna/unglinga, er einnig því miður nokkuð algengt. Mikilvægt er að upplýsa börn um hversu fljótt eldur í sinu getur breiðst út og erfitt getur verið að ráða við slíka elda. Yfirleitt er byggð nálægð og hætta getur skapast vegna eldsins og óþægindi vegna reyks.

Hér að neðan er smá tilraun til að lista þessa helstu hluti sem þarf að hafa í huga vegna gróðurelda. Engan veginn tæmandi … ábendingar vel þegnar Bros

AlmenningHaetturGrodurEldar

FARIÐ VARLEGA MEÐ ELD Í NÁTTÚRUNNI !

Friday, January 11, 2013

Ótrúlegar öfgar í Ástralíu

Kannski er það að bera í bakkafullan lækinn, en það er svo margt að gerast í Ástralíu og myndirnar þaðan alveg magnaðar.

Ástand, sem kallast La Nina, olli því að stórir hlutar Ástralíu hafa fengið meiri rigningu síðastliðin tvö ár en að jafnaði. Við það vex og eykst gróðurmagn. Þegar síðan þornar, þá er meiri eldsmatur til staðar.

Gróðureldarnir eru eitthvað á undanhaldi, enda þótt víðast sé mikið hættuástand ennþá.

En, þá herjar fellibylur, Narelle, á norðvesturströnd Ástralíu. Fellibylurinn sést vel á gervitunglamynd frá því í dag, 11. janúar 2013.

image
MODIS satellite image form 11 January 2013. Image courtesy of NASA Lance.

Sjáið svo þessa ótrúlegu mynd tekna 25 sjómílur norvestur af Onslow (sem er eiginlega beint suður af “auga” fellibylsins).

-
Photo: Brett Martin. Read more.

Þessi mynd er síðan orðin tákngervingur þessara elda. Sumir vilja jafnvel tengja hana við afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, en alltaf er erfitt að alhæfa eitthvað slíkt út frá stökum atburðum. Hinsvegar passar þetta allt ágætlega saman við þær afleiðingar sem búast má við !

2013_Wildfires_Australia_Jan_IMG_0178
Amma með barnabörnin sín í Tasmaníu.

2013_Wildfires_Australia_Jan_IMG_0179
Engin furða að þau urðu að flýja út í vatn !

Tuesday, July 10, 2012

Gróðureldur á Snæfellsnesi

Gróðureldurinn á Snæfellsnesi virðist sjást á MODIS mynd frá NASA kl. 21:15 þann 9. júlí, 2012. Innarlega (austarlega) á sunnanverðu Snæfellsnesinu.

Sinueldur á Snæfellsnesi, 9. júlí 2012.

Veðrið í Stykkishólmi mán 09.07, kl. 21:00 (frá VÍ, vedur.is).
Vindur: image 9 m/s    Mesti vindur / hviða: 12 m/s  /  13 m/s, hiti: 10,6 °C, úrkoma uppsöfnuð  0 mm / 1 klst, rakastig: 57 % og skyggni >70 km.

Sem passar fínt við stefnuna á reyknum – ef þetta er reykurinn.

Raudkollsstadir_Snaefellsnes_LMIkort

Hér sést hvar Rauðkollsstaðir eru, skv. korti frá LMI.is, sem passar líka fínt við staðsetningu reyksins Smile

Hér eru svo nokkrar fréttir um eldinn:

Sunday, May 13, 2012

Gróðureldar

Gróðureldarnir miklu á Mýrum vorið 2006 fóru yfir 70 ferkílómetra-svæði !

Sem betur fer sluppu menn, dýr og hús við skaða, þökk sé helst slökkviliðum og bændum á svæðinu. En kannski var sumt að því heppni ?

Lítið hefur verið gert eftir þessa elda til að meta hættuna sem skapast getur. Víða er þéttur gróður, þétt sumarhúsabyggð og lítið um undankomuleiðir.

Hér að neðan er lítið myndband þar sem ég sýni á mjög óvísindalegan hátt, einfaldlega með því að leggja álíka stórt svæði og brann yfir kort af þekktu sumarhúsasvæði á SV-landi, Þrastarskóg (Crying face), Vaðnes og svæði þar nærri, bara til að sýna hversu rosalega stór atburður þetta var og hversu nauðsynlegt er að huga að þessari mögulegu hættu – áður en eitthvað gerist (sem auðvitað getur verið mjög langt þangað til – eða stutt).

Sunday, April 22, 2012

Sinueldur, Borgarfirði 20120421

Bændur að brenna sinu í Borgarfirði. Nokkuð sem Bjarna Þorsteinssyni, slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar finnst „Það er mjög slæmt að það sé verið að viðhalda þessum ósið, þetta er aftur á steinaldarstigi“ (sjá viðtal).

20120421_modis_1410_zoom

Gervitunglamynd frá 14:10, laugardaginn 21. apríl, 2012. (MODIS image from NASA Rapidfire).

Eldarnir sáust mjög greinilega, eins og sést á myndinna að ofan, frá gervitunglum.

20120421_Andakil_eldar_GEmap

Staðsetning eldanna skv. gervitunglagögnum. Sýndur er tími og orkulosun í MW (Fire Radiative Power).

Einar Svenbjörnsson hefur skemmtilega lýsingu á reykmekkinum á bloggsíðu sinni.

Monday, April 2, 2012

Aukinn gróður – mögulega aukin hætta á gróðureldum

image

Grænu litirnir sýna aukningu í gróðri. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að greiningu á gögnum fyrir Ísland fyrir tímabilið 1982–2010. Ástæður aukins gróðurs eru m.a. minni beit, hlýnandi veðurfar og landgræðsla/skógrækt.

Sum þessara svæða er vinsæl sumarhúsasvæði og löngu kominn tími til að hugað verði að mati á hættunni af gróðureldum.

Fyrirbyggjandi aðgerðir eru fáar, ef nokkrar, víðast hvar. Oft eru ekki brunahanar með verulegum vatnskrafti á svæðinu, djúpir botnlangar, sem jafnvel er lokað með hliðum og keðjum og mjóir veikburða vegir.

Eitthvað til að hugsa um nú í upphafi sumarbústaðatímabilsins !