Tuesday, March 19, 2013

Tíðari fellibylir með hlýnandi loftslagi

Rannsóknir hafa sýnt að með hækkandi hitastigi má búast við aukningu í tíðni stórra fellibylja. En hversu mikilli aukningu ?

Í rannsókn sem birtist í PNAS hafa vísindamenn við Niels Bohr stofnunina skoðað hver breytingin yrði í tíðni fellibylja af stærð sambærileg þeirri sem fellibylurinn Katrina var.

Samkvæmt þeirri rannsókn mun tíðni slíkra atburða tífaldast (10x) ef hiti jarðar hækkar um 2°C.

Nú er rétt að taka fram að ýmsar aðferðir eru notaðar til að reikna breytingar í tíðni fellibylja við hlýnandi loftslag og ekki eru allir sammála um réttmæti þeirra.

Í þessari rannsókn notuðu vísindamennirnir nýja aðferð, notuðu hitastig frá öllum heiminum í eitt líkan.


Mynd 1. Fellibylir á stærð við Katrina (2005) verða algengari eftir því hiti jarðar hækkar.

Síðan 1923 hafa fellibylir á stærð við Katrina orðið á um 20 ára fresti.

Ef hitastig hækkar um 0.4°C, tvöfaldast tíðnin (verða þá á 10 ára fresti). Meira en helmingur fellibylja nú til dags er vegna hnattrænnar hlýnunar.

Ef hitinn hækkar um 2°C, tífaldast tíðnin, sem þíðir að fellibylir á stærð við Katrina verða annað hvert ár (segir Aslak Grinsted sem vann þessa rannsókn).

 

Fréttin á ensku: http://www.eurekalert.org/pub_releases/2013-03/uoc-mhs031413.php

Monday, March 18, 2013

Sand og öskufok þann 18. mars 2013

20130318_modis
Image from NASA MODIS/Rapidfire.

Í Fljótshverfi, fyrir austan, hefur PM10 verið ansi hátt annað slagið vegna sterkra vinda og þurrviðris.

image

Mikið svifryk er einnig í Reykjavík, sum til komið í óveðrinu um daginn sem flutti mikið af ösku yfir borgina, sem situr enn víða. Einnig á umferð sinn þátt í svifrykinu, eins og gögn frá Grensás sýna (PM10).

image

Sunday, March 17, 2013

Sand- og öskufok af suðurlandi

Í dag, 17. mars 2013, er töluvert sand- og öskufok af suðurlandi.

20130317_modis

image

Svartar tölur eru vindhraði í metrum á sekúndu (blár hitastig í °C). Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Thursday, March 7, 2013

Á snjór ekki að vera hvítur ?

Í gær og í dag (7. mars 2013) hefur snjóað aðeins hér á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki beint fréttnæmt, enda þótt lítið hafi snjóað í vetur. Hinsvegar er svolítið áhugavert að snjórinn er langt, langt, frá því að vera hvítur !

Snjórinn er miklu nær því að vera brúnleitur, eins og vonandi sést á myndinni að neðan (eða með því að kíkja út). Þetta er nýfallinn snjór, bíllinn ekki verið hreyfður síðan byrjaði að snjóa í gær.

20130307_Snjor_DSC07939

Væntanlega er þetta vegna þess að snjórinn er sterklega blandaður ösku og sandi. Undanfarið hefur verið sterk austan og suð-austan átt og í fréttum komið fram að mikið ösku- og sand-fok er víða fyrir austan. Frétt um snjóöskudrullu í Fljótshlíð.

Vindurinn er enn austanstæður, en og þetta kort frá Veðurstofunni sýnir.

image

Tuesday, March 5, 2013

Svifryk yfir mörkum 4. mars 2013

Stykur svifryksmengunar, PM10, mældist mest 372 µg/m3 kl. 20:00 þann 4. mars 2013. Sólarhringsmeðaltalið er um 80 µg/m3, sem er hærra en sett heisluverndarmörk 50 µg/m3.

image

Í gær voru einnig sandstormar í þurri norðanáttinni. Gervitunglamyndir sýna skemmtilega þróun frá 11:25 til 13:40 (images courtesy of NASA/Rapidfire and IMO).

20130304_Modis_joined