Sunday, June 10, 2012

Öskufok og sandstormar

Undanfarna daga hefur verið mikið svifryk fyrir austan, eins og þessar fyrirsagnir bera með sér: “Ekki hægt að fara út fyrir svifryki” og “Velti bíl í ösku á Skeiðarársandi”.

Í Fljótshverfi jókst styrkurinn um morguninn, var yfir 100 micro-g á rúmmeter kl. 10 þann 8. júní og var orðinn verulega hár, yfir 1000 micro-g á rúmmeter um kl. 17, en minnkaði þá snögglega. Á stöðvum í Reykjavík má glögglega sjá öskuna koma inn yfir Höfuðborgarsvæðið um kl. 20:30.

Þann 9. júní var síðan hár styrkur á Höfuðborgarsvæðinu, mögulega kom þar inn sandstormur af Landeyjasandi (sjá litlu myndina í uppí hægra horni).

Smellið á myndina til að sjá hana ögn stærri.

20120608_10_Svifryk