Wednesday, May 22, 2013

Sand fok á haf út þann 22. maí 2013

Sólríkt og vindasamt, og því kjöraðstæður fyrir sandfok á suðurströndinni í norðanáttinni.

Veðurathuganir í Skarðsfjöruvita (græni punkturinn) sýna að vindurinn hefur verið nokkuð sterkur, eða um og yfir 10 m/s kringum hádegi (gögn frá vedur.is).
image 
image
 

Gervitunglamyndir sýna sandfokið vel, kl. 13:52.

20130522_modis_red_Mix_crop

Þessi er sambland af rásum, þannig að ekkert að marka litini, en sandfokið verður svolítið meira áberandi. “Raunlitir” hér að neðan.

20130522_modis_truecol_A20131421240_crop

Friday, May 17, 2013

Sandfok á suðurlandi og hágildi í PM10 í Reykjavík þann 16. maí

Sandfok var greinilegt á suðurlandi í gær, mestallan daginn og meðal annars á gervitunglamyndum teknum kringum 13 þann 16. maí 2013.

20130516_modis_truecol_A20131361315_crop

20130516_modis_truecol_P20131361335_crop

Einnig komu hágildi í svifryki (mælistöðin við Grensásveg) sem voru nokkuð há, en tengjast ekki þessu sandfoki og raunar ekki hægt að sjá neitt sandfok sem hefði átt að berast inn yfir borgina í norðanátt. Uppruni þessara toppa, sér í lagi þess sem nær næstum 250 µg/m3 um 11, er því óljós. Vindhraðinn var ekkert sérlega mikill, rétt um 5 m/s á þessum tíma og vindáttin nokkuð eindregin norðanátt. Umferð á einhvern þátt í þessu, en hvað veldur þessum stóra toppi ?

image

Wednesday, May 15, 2013

Veggspjald á Final Ice2sea Open Forum

Háskóli Íslands tók þátt í stóru verkefni á vegum EU sem kallast Ice2sea. Meðal niðurstaðna í verkefninu er betra mat á mögulegri hækkun sjávar (95% líkur að verði innan við 1 m til ársins 2100). Framlag jöklahóps HÍ varðaði botnskrið jökla, eins og skoða má á veggspjaldinu hér að neðan.

Thorsteinsson_SEBSliding

Í mjög stuttu máli þróuðum við aðferð þar sem breytileiki í vatnsmagni sem nær til botns ákvarðar getu þess vatnskerfis sem er á botni til að flytja vatnið. Þannig valda snöggar breytingar í vatnsmagni hlutfallslega miklu botnskriði í samanburði við samskonar breytingar í vatnsmagni sem verða á reglubundinn hátt, til dæmis dægursveifla á sumrin.

ice2sea_logo

Tuesday, May 14, 2013

Sand og ösku fok

Þann 14. maí 2013 var nokkuð sand og ösku fok af suðurlandi, enda sólríkt og vindasamt. Til dæmis í Þykkvabæ, þar sem vindhraði var um 15 m/s rétt fyrir hádegi í dag.

image

Gervitunglamyndir frá 11:50, 12:10, 13:30 og 13:45 sýna hvernig sandur og væntanlega enn einhver aska fauk á haf út í norðanátt.

11:5020130514_modis_truecol_A20131341150_crop

12:10

20130514_modis_truecol_P20131341210_crop

13:30

20130514_modis_truecol_A20131341330_crop

13:45

20130514_modis_truecol_P20131341345_crop