Friday, February 15, 2013

Svifryksmengun yfir mörkum 13. febrúar 2013

Svifyrkmengun var yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum, sem eru 50 µg/m3, þann 13. febrúar síðastliðinn við Grensásveg. Stöðin mælir á 30 mín fresti og var meðaltal þeirra 42 mælinga (af 48) sem tókust þann daginn 55 µg/m3.

image

Umferð var, án efa, aðalástæða þess að styrkur svifryks var þetta hár. Bæði útblástur og síðan einnig uppþyrlun af götum, eins og mátti glöggt sjá í umferðinni á miðvikudag, olli háum styrk svifryks. Mjög hægur vindur var og jafnvel mögulega hitahvarf, sem tryggir að NOx úr útblæstri bíla og svifryk fóru ekki langt !

No comments:

Post a Comment