Showing posts with label Sandstormar. Show all posts
Showing posts with label Sandstormar. Show all posts

Friday, November 20, 2015

Sandfok á SA-landi

Þurrt veður og sterkir vindar valda því að set frá jökulám verður loftborið og myndar sandfok. Dagana 19. og 20. nóvember má sjá greinilegt sandfok á suðausturlandi. Til dæmis frá farvegi Skaftár, þar sem töluvert af seti ætti að ver til staðar eftir nýlegt hlaup úr Eystri Skaftárkatli.

Vindhraði við Skarðsfjöruvita, sér í lagi hviður, voru yfir 10 m/s upp úr hádegi 19. nóvember skv. veðurathugunum á heimsíðum Veðurstofu Íslands.

Hér að neðan eru MODIS og Landsat gervitunglamyndir sem sýna sandfokið í kringum 13:50 þann 19. nóvember 2015.

20151119_1350_modis_crop
MODIS mynd frá kl. 13:50 þann 19. nóvember 2015 (Image courtesy of NASA/Rapidfire).

20151119_LC8_crop_b
Landsat 8 mynd frá 19. nóvember 2015 (Landsat 8 image from NASA and USGS). 

Í Reykjavík hefur einnig verið töluvert mikið af svifryki vegna þurrs veðurs og vinds. Til dæmis fór styrkur PM10 yfir  200 µg/m3, 30-mín meðaltal þann 18. nóvember 2015.

Monday, October 19, 2015

Sandfok norðan Vatnajökuls 17. október 2015

Töluvert sandfok var norðan við Dyngjujökul þann 17. október 2015.

Þann dag voru góð veðurskilyrði, fyrir sandfok, þurrt, hvasst og sólríkt. Vindhviður yfir 20 m/s og vindur yfir 15 m/s -  á mælistöðinni Upptyppingar.

20151017_Upptyppingar_f_1v

Vindhraði og hviður á veðurstöðinni við Upptyppinga. Gögn frá Veðurstofu Íslands.

Gervitunglamynd tekin kl. 12:55 þann 17. október 2015.

20151017_modis_zoom

Friday, May 1, 2015

Sandfok dagana 26. og 28. apríl 2015

Sólskin og þurrt á suðurlandi þessa dagana og nokkuð hvasst á köflum. Fín skilyrði fyrir sandfok!

Þann 26. apríl 2015 mátti sjá þó nokkuð marga upptakastaði sandfoks.

20150426_Iceland2.2015116.terra_zoom

Þann 28. apríl 2015 voru einnig mörg upptakasvæði sjáanleg, alla leið frá Ölfusi til Jökulsárlóns.

20150428_Iceland2.2015118.terra_zoom

Takið eftir að rétt austan Mýrdalsjökuls fer sandfokið í tvær mismunandi áttir á litlu svæði; beint til suðurs og síðan í suðvestur aðeins austar.

20150428_1700_Vedur_SA_IMO

Þessi mynd sýnir veðurathuganir kl. 17 á þessu svæði. Miðað við þessar mælingar er ekki ólíklegt að blásið hafi í sitthvora áttina á stöðum sem þó eru mjög nærri hvor öðrum.

Wednesday, February 19, 2014

Sterk austanátt og mikið svifryk

Í dag, 19. febrúar 2014, hefur verið mjög mikið svifryk í Reykjavík og víðar um landið.

Mjög sterk austanátt hefur verið allsráðandi í dag og þurrt, alveg þar til aðeins snjóaði síðdegis í Reykjavík – til dæmis.

image
Veðrið klukkan 17, enn mikill vindur. (Fallega skipt hitanum – blátt fyrir norðan, rautt fyrir sunnan)

image
Vindhraði í Reykjavík. Sjáum að toppur í svifryki, hér að neðan, passar vel við mesta vindhraðann upp úr 12. Síðan snjóaði aðeins um 16, og svifryk strax mikið niður.

Svifryk (PM10) mælt við Grensásveg fór verulega hátt ídag.

image
Af síðu UST. Ef litið er í töflu er hæst gildið 2133 µg/m3!

 

Mikið svifryk fyrir austan eins og þessi frétt af mbl.is segir frá:
Rykský yfir Kirkjubæjarklaustri

Wednesday, November 13, 2013

Sandfok 12. nóv

20131112_modis_truecol_P20133161310
Image courtesy of NASA/Rapidfire, obtained via IMO.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:10 í gær, 12. nóvember.

Friday, November 8, 2013

Smá sandfok sjáanlegt á SA-landi

Smá sandfok sést milli skýjanna á suðausturlandi.

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire via IMO.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:15 í dag 8. nóvember 2013.

Saturday, November 2, 2013

Svifryk í Rvk og Hfj 1. nóv 2013

Mikið svifryk mældist bæði í Reykjavík og Hafnarfirði þann 1. nóvember 2013. Óvenju erfitt er að segja nákvæmlega til um orsakir þess í Reykjavík, en bruni í skipinu Fernando útskýrir að minnsta kosti hluta þess í Hafnarfirði.

Byrjum á gervitunglamynd frá kl. 13 í dag. Þar sést greinilega sandfok útfrá Reykjanesinu og einnig virðist vera slikja yfir Höfuðborgarsvæðinu, en ský gera erfitt fyrir með nánari greiningu.

image
Mynd tekin 13:10 í dag. Image courtesy of MODIS/Rapidfire.

Ekki augljóst hvar upptökin eru á sandfokinu?

Vindáttin í Reykjavík var norðlæg eins og sést á myndinni hér að neðan og vindhraði jókst frá hádegi, en var þó ekkert verulegur.

image
Gögn frá Veðurstofu Íslands (vedur.is).

Því kemur svæðið sunnan Langjökuls og Þórisjökuls, Hagavatn og Langavatn og svæðin þar suður af, vel til greina sem upptök sandfoks.

Styrkur svifryks mældist hár í Reykjavík og Hafnarfirði um og eftir hádegi, þannig að mögulega er orsökin sandfok.

image

Mælingar á svifryksmengun við Grensásveg í dag. Reyndar aðeins erfitt að sjá hversvegna styrkur hár frá því fyrir 8 í morgun (sjá vind hér að ofan). Væntanlega umferð með eitthvað tillegg í hægum vindi. Einnig mögulega opin þurr svæði. Seinni partinn virtist síðan vera jarðvegsryk, en mögulega er þetta bara umferð sem veldur þessu. Vantar illilega mælingar í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.

image
NOx fer hátt um morguninn og því sennilegt að umferð sé ástæðan að morgni, en hinsvegar er það ekki hátt frá um kl. 13.

image

Svifryk mælt á Hvaleyrarholti í dag. Í morgun var það bruninn í skipinu, Fernando, sem olli mikilli mengun. Mögulega var það einnig ástæðan rétt um hádegi, en kannski var það sandstormur því toppur svipaður og á GRE.


Varðskipið Þór tekur þátt í slökkvistörfum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson (fréttin).

Tuesday, September 17, 2013

Sandfok 17. september 2013

Áfram strekkingsvindur af norðri og sandfok af Landeyjasandi og þar í kring, Mýrdalssandi,Meðallandsfjörum og þar í kring.

20130917_1340
Mynd frá kl. 13:40. Image from NASA/Rapidfire via IMO.

(a) image (b) image

Vindhraði við Skarðsfjöruvita (a) var um 10 – 11 m/s, með hviðum upp í 15 m/s. Á Kirkjubæjarklaustri (b) var vindhraði 13 – 15 m/s, en hins vegar voru hviður upp í 25 m/s.

Monday, September 16, 2013

Sandfok þann 16. september 2013

image

Falleg lægð suðaustur af landinu veldur hvössum NNV vindi við suðurströndina, sem síðan veldur sandfoki frá Mýrdalssandi og Meðallandsfjörum.

Meðalvindhraði á Skarðsfjöruviti kringum hádegi, þegar gervitunglamyndir eru teknar (13:00 sú að neðan), var milli 14 – 16 m/s, með hviðum upp að 21 m/s.

20130916_1300
Image courtesy of NASA/Rapidfire and IMO.

Monday, September 2, 2013

Sandfok norðan Dyngjujökuls

Töluvert sandfok var af svæðinu norðan Dyngjujökuls, Holuhrauni, í dag eins og sést vel á tunglmynd frá því klukkan 14:40. Við Kárahnjúka var um 18 m/s vindhraði, með hviðum upp í 24 m/s,  kringum kl. 15 í dag.

20130902_P20132451440_crop
Image from NASA/Rapidfire via IMO.

Wednesday, May 22, 2013

Sand fok á haf út þann 22. maí 2013

Sólríkt og vindasamt, og því kjöraðstæður fyrir sandfok á suðurströndinni í norðanáttinni.

Veðurathuganir í Skarðsfjöruvita (græni punkturinn) sýna að vindurinn hefur verið nokkuð sterkur, eða um og yfir 10 m/s kringum hádegi (gögn frá vedur.is).
image 
image
 

Gervitunglamyndir sýna sandfokið vel, kl. 13:52.

20130522_modis_red_Mix_crop

Þessi er sambland af rásum, þannig að ekkert að marka litini, en sandfokið verður svolítið meira áberandi. “Raunlitir” hér að neðan.

20130522_modis_truecol_A20131421240_crop

Friday, May 17, 2013

Sandfok á suðurlandi og hágildi í PM10 í Reykjavík þann 16. maí

Sandfok var greinilegt á suðurlandi í gær, mestallan daginn og meðal annars á gervitunglamyndum teknum kringum 13 þann 16. maí 2013.

20130516_modis_truecol_A20131361315_crop

20130516_modis_truecol_P20131361335_crop

Einnig komu hágildi í svifryki (mælistöðin við Grensásveg) sem voru nokkuð há, en tengjast ekki þessu sandfoki og raunar ekki hægt að sjá neitt sandfok sem hefði átt að berast inn yfir borgina í norðanátt. Uppruni þessara toppa, sér í lagi þess sem nær næstum 250 µg/m3 um 11, er því óljós. Vindhraðinn var ekkert sérlega mikill, rétt um 5 m/s á þessum tíma og vindáttin nokkuð eindregin norðanátt. Umferð á einhvern þátt í þessu, en hvað veldur þessum stóra toppi ?

image

Tuesday, May 14, 2013

Sand og ösku fok

Þann 14. maí 2013 var nokkuð sand og ösku fok af suðurlandi, enda sólríkt og vindasamt. Til dæmis í Þykkvabæ, þar sem vindhraði var um 15 m/s rétt fyrir hádegi í dag.

image

Gervitunglamyndir frá 11:50, 12:10, 13:30 og 13:45 sýna hvernig sandur og væntanlega enn einhver aska fauk á haf út í norðanátt.

11:5020130514_modis_truecol_A20131341150_crop

12:10

20130514_modis_truecol_P20131341210_crop

13:30

20130514_modis_truecol_A20131341330_crop

13:45

20130514_modis_truecol_P20131341345_crop

Sunday, April 28, 2013

Sandfok þann 28. apríl 2013

Sterkir norðanvindar, yfir 15 m/s, og þurrt veður, þíðir sandstormur (oft á tíðum).

image

Vindur á Stórhöfða, Vestmannaeyjum í dag (gögn frá Veðurstofu Íslands).

Gervitunglamynd frá 11:50 í dag.

20130428_overview

Lítum nánar á upptakasvæðið

20130428_modis_truecol_A20131181150_crop

Önnur mynd, núna frá því kl. 12:10

20130428_modis_truecol_P20131181210

Monday, April 15, 2013

Sand- og öskufok 15. apríl 2013

Nokkuð hvass vindur, t.d. NV til N 18 – 19 m/s á Höfn í Hornarfirði milli 12 og 15 í dag. Sand- og öskufok, sér í lagi SA-lands, skemmtilegt að sjá þróunina á myndum frá því kl. 12:20, 12:40 og 14:00 í dag.
20130415_modis_truecol_A2013105122020130415_modis_truecol_P2013105124020130415_modis_truecol_A20131051400
Images courtesy of NASA/Rapidfire.

Mikið af ögnum í lofti þann 14. apríl 2013

Hár styrkur PM10 mældist í Reykjavík og í Fljótshverfi fyrir austan sunnudaginn 14. apríl 2013.

Fyrst Reykjavík, 24-klst meðaltalið var um 89.4 µg/m3 (heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m3). Vindhraði í borginni var ekkert sérlega mikill (4-5 m/s), en mun meiri víða nærri.

image

Í Fljótshverfi voru mjög há gildi mæld í gær !

image
Graf fengið af vef ust.is

Staðsetning mælisins í Fljótshverfi er sýnd á kortinu hér að neða (græna merkið sunnan vestasta hluta Vatnajökuls).

image

Á gervitunglamyndum sést greinilega að heilmikið af sandi og ösku var að fjúka. Hér að neðan er mynd frá því kl. 13:15 (14. apríl 2013). Fljótshverfi var að hluta til hulið skýjum, en neðri myndin sýnir það svæði.

image

image

Fljótshverfi og nágrenni 14. apríl 2013.

Thursday, April 11, 2013

Svifryk, sandstormur og kannski gróðureldur

Miðvikudaginn 10. apríl 2013 var margt að gerast.

Svifryk var yfir mörkum í Rvk., smá sandstormur á suðurlandi og mögulega gróðureldur einnig. Skoðum nánar.

Svifryk yfir mörkum í Reykjavík, stöðin við Grensásveg.

image

Meðaltal sólarhringsins var um 58.6 µg/m3, en heilsuverndarmörk eru 50 µg/m3. Vindhraði var undir 5 m/s og við sjáum að jafnvel þó NOx fari ekki mjög hátt, tengist þetta líklegast umferðinni.

Lítinn sandstorm mátti mögulega greina á MODIS mynd frá Terra tunglinu.

20130410_modis_worldview_crop
(Image courtesy of NASA/Rapidfire)

Síðan var mögulega gróðureldur, en hef ekki fundið neitt um það í fréttum. Þetta gæti einnig verið misgreining, en læt fylgja með að gamni – væri gaman að heyra ef einhver getur staðfest hvort eldur var þarna í kringum 14 á miðvikudag 10. apríl 2013.

Staðsetning skv. gervitunglum:

image
Kort frá ja.is.

Gervitunglamynd, frá því kl. 14, þar sem mögulega má sjá reyk ?

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire.