Tuesday, May 29, 2012

Áfram þyrlast upp aska og sandur

Í gær, 28. maí 2012, sást á gervitunglamynd sandstormur  sem átti upptök sín norðan Dyngjujökuls, við Jökulsá á Fjöllum. Hvort sem þessi atburður, eða efni úr mörgum fyrri atburðum í sumar hefur safnast upp, er greinilegt að norðurpartur Vatnjökuls er orðinn sýnilega “skítugur”, væntanlega vegna slíkra atburða. (Almennt eru öskulög og annað sem sést í vegna bráðnunar mun dekkri, “samansafnað efni”, en þó er ekki hægt að útiloka að bráðnun eigi einhvern þátt í þessu).
20120528_modis_1250_crop
Mynd frá því kl. 12:50, mánudaginn  28. maí 2012 (NASA/Rapidfire).
Í dag í Fljótshverfi, austan við Kirkjubæjarklaustur, fór PM10 vel yfir 50 micro-g/m3, og up að og yfir 150 micro-g/m3.
Capture
Veðurspáin hljóðar svo uppá sólskin og þurrt veður, þannig að það má búast við áframhaldandi foki næstu daga.

Tuesday, May 22, 2012

Mikið svifryk kringum miðnætti

Mikið svifryk hefur verið á ferðinni á suðurlandi undanfarna daga.

Helst á kvöldin sem askan/sandurinn hefur verið á ferðinni hér á Höfuðborgarsvæðinu. Eins og sjá má á mælingum frá Grensásvegi, Kópavogi og Hvaleyrarholti.

Fyrir sunnan, við Raufarfell, var mikið svifryk um miðjan dag í gær.

GRE_19_22_may_2012_PM10_capture 
Grensás.

HHK_20_22_may_2012_PM10_PM25_capture 
Kópavogur (HHK).

Hvaleyrarholt_20_22_may_2012_PM10_capture 
Hvaleyrarholt.

Raufarfell_21_may_2012_PM10_capture 
Raufarfell.

Sunday, May 20, 2012

Ösku- og sandstormur þann 20. maí, 2012

Nokkrar myndir og svifryksgögn fyrir 20.maí, 2012, fyrir 20. maí, 2012.

Slide1

Slide2

Slide3

Slide4

Myndir frá NASA/Rapidfire/EOS gegnum VÍ.

Saturday, May 19, 2012

Erfðabreytt matvæli

Nýlega var haldin ráðstefna á vegum landbúnaðarráðuneytisins ráðstefna um erfðabreytta ræktun.

Í fréttum hefur verið tekið skýrt fram að læknar telji erfðabreytt matvæli ekki skaðleg heilsu manna. Áfram birtist þetta í fréttum, en getur verið að ekki sé bara deilt um áhrif á heilsu manna ?

Fleiri hliðar séu á málinu !

Þó að erfðabreytt matvæli séu enganvegin skaðleg heilsu okkar (ekki verið sýnt fram á það) og þar treysti ég alveg vísindum, og vitað sé að "kynbætur" og erfðatækni hafa gerbreytt möguleikum okkar til ræktunar til hins betra, er líka skuggahlið sem ekki virðist mega ræða.

Með því að búa til stofna til ræktunar sem við breytum þannig að þeir standast ákveðna sjúkdóma og þola betur ákveðnar aðstæður, verða þær plöntur fljótt ríkjandi - við viljum jú plöntur sem vaxa hratt og verða ekki fyrir afföllum vegna sjúkdóma og aðstæðna.

Þetta veldur því að uppskeran er einsleit, ein eða fáar tegundir. Það veldur því svo að oftast þarf meira af tilbúnum áburði - þ.s. hver plöntutegund notar jú ákveðin næringarefni.

Einnig, ef upp kemur nýr sjúkdómur, og við vitum að náttúran leysir sín verkefni og finnur leiðir, þá getur orðið verulegt áfall – öll uppskeran farin á sama tíma. Sama á við um umhverfisbreytingar, þurrara, rakara ...

Ef hinsvegar er unnið í minni skrefum og passað upp á fjölbreytileikann, minnkum við áhættuna á því að ákveðnar breytingar í umhverfi eða sjúkdómum valdi algeru hruni.

Síðan eru náttúrulega þessi fáránlegu dæmi þar sem fyrirtæki á fræ plantnanna sem búið er að sá og bændur mega ekki safna og nota næsta ár, heldur verða að kaupa frá framleiðanda (Monsanto) ! Í því tilfelli virðist meira að segja vera sem að sum skordýr séu búin, eða amk að læra, að komast framhjá erfðabreyttu vörnunum sem settar voru til að forðast ágang skordýra og því þarf að nota jafnvel enn verra eitur en áður !

Er síðan alveg sammála því að þegar fólk talar um hollustu erfðabreyttra matvæla og annað, virðast ekki vera nokkur vísindaleg rök fyrir því að þar sé munur á.

Áhyggjuefni ef fólk treystir ekki vísindum- Prófessor við Landbúnaðarháskólann segir mikið áhyggjuefniwww.ruv.is

Monday, May 14, 2012

Greinilegri sandstormar / öskufok

Gervitunglamynd frá því kl. 14:15 sýnir vel fok af suðurlandi.

20120514_modis_1415_crop

Sand-og ösku stormar í köldu og vindasömu veðri

Í gær, í dag og væntanlega á morgun (og mögulega lengur) hafa verið og má búast við sand-og ösku stormum á suðurlandi. Það er engin úrkoma í veðurspám fyrr en á föstudag og á morgun er spáð stífri noranátt áfram (13 m/s í Stórhöfða). Eftir það er spáð suð-austan 7 m/s, sem kannski dugar til.

Á hádegi í dag leit veðurkortið svona út (vedur.is)

image Á hádegi, kl. 12 í dag, mánudaginn 14. maí 2012.

Gervitunglamynd frá því kl. 12:20 sýnir sand/ösku storm rétt austan við Mýrdalsjökul.

20120514_modis1220_crop

Í gær,kl. 15:10, var einnig greinilegur strókur (reyndar vestan við Mýrdalsjökul greinilegastur).

20120513_modis_1510_crop

Einnig eru fréttir af miklu ösku/sand foki, eins og þessi á mbl.is “Mikið öskufok í Fljótshverfi”.

Sunday, May 13, 2012

Gróðureldar

Gróðureldarnir miklu á Mýrum vorið 2006 fóru yfir 70 ferkílómetra-svæði !

Sem betur fer sluppu menn, dýr og hús við skaða, þökk sé helst slökkviliðum og bændum á svæðinu. En kannski var sumt að því heppni ?

Lítið hefur verið gert eftir þessa elda til að meta hættuna sem skapast getur. Víða er þéttur gróður, þétt sumarhúsabyggð og lítið um undankomuleiðir.

Hér að neðan er lítið myndband þar sem ég sýni á mjög óvísindalegan hátt, einfaldlega með því að leggja álíka stórt svæði og brann yfir kort af þekktu sumarhúsasvæði á SV-landi, Þrastarskóg (Crying face), Vaðnes og svæði þar nærri, bara til að sýna hversu rosalega stór atburður þetta var og hversu nauðsynlegt er að huga að þessari mögulegu hættu – áður en eitthvað gerist (sem auðvitað getur verið mjög langt þangað til – eða stutt).

Vatnsveitur í miðri eyðimörk

Í Sádí Arabíu (hvernig sem það er skrifað) hefur verið dælt upp grunnvatni til ræktunar í miðri eyðimörk.

Grunnvatnið, sem er allt að 20 þúsund ára gamalt, er ekki endurnýjanleg auðlind á þessu svæði, enda endurnýjun sama og engin.

Nú er talið að grunnvatnsgeymirinn dugi í mesta lagi í 50 ár til viðbótar.

Myndbandið hér að neðan sýnir Landsat myndir frá 1987, 1991, 2000 og 2012. Þar sést hversu hratt hefur bæst við.