Tuesday, March 19, 2013

Tíðari fellibylir með hlýnandi loftslagi

Rannsóknir hafa sýnt að með hækkandi hitastigi má búast við aukningu í tíðni stórra fellibylja. En hversu mikilli aukningu ?

Í rannsókn sem birtist í PNAS hafa vísindamenn við Niels Bohr stofnunina skoðað hver breytingin yrði í tíðni fellibylja af stærð sambærileg þeirri sem fellibylurinn Katrina var.

Samkvæmt þeirri rannsókn mun tíðni slíkra atburða tífaldast (10x) ef hiti jarðar hækkar um 2°C.

Nú er rétt að taka fram að ýmsar aðferðir eru notaðar til að reikna breytingar í tíðni fellibylja við hlýnandi loftslag og ekki eru allir sammála um réttmæti þeirra.

Í þessari rannsókn notuðu vísindamennirnir nýja aðferð, notuðu hitastig frá öllum heiminum í eitt líkan.


Mynd 1. Fellibylir á stærð við Katrina (2005) verða algengari eftir því hiti jarðar hækkar.

Síðan 1923 hafa fellibylir á stærð við Katrina orðið á um 20 ára fresti.

Ef hitastig hækkar um 0.4°C, tvöfaldast tíðnin (verða þá á 10 ára fresti). Meira en helmingur fellibylja nú til dags er vegna hnattrænnar hlýnunar.

Ef hitinn hækkar um 2°C, tífaldast tíðnin, sem þíðir að fellibylir á stærð við Katrina verða annað hvert ár (segir Aslak Grinsted sem vann þessa rannsókn).

 

Fréttin á ensku: http://www.eurekalert.org/pub_releases/2013-03/uoc-mhs031413.php

Monday, March 18, 2013

Sand og öskufok þann 18. mars 2013

20130318_modis
Image from NASA MODIS/Rapidfire.

Í Fljótshverfi, fyrir austan, hefur PM10 verið ansi hátt annað slagið vegna sterkra vinda og þurrviðris.

image

Mikið svifryk er einnig í Reykjavík, sum til komið í óveðrinu um daginn sem flutti mikið af ösku yfir borgina, sem situr enn víða. Einnig á umferð sinn þátt í svifrykinu, eins og gögn frá Grensás sýna (PM10).

image

Sunday, March 17, 2013

Sand- og öskufok af suðurlandi

Í dag, 17. mars 2013, er töluvert sand- og öskufok af suðurlandi.

20130317_modis

image

Svartar tölur eru vindhraði í metrum á sekúndu (blár hitastig í °C). Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Thursday, March 7, 2013

Á snjór ekki að vera hvítur ?

Í gær og í dag (7. mars 2013) hefur snjóað aðeins hér á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki beint fréttnæmt, enda þótt lítið hafi snjóað í vetur. Hinsvegar er svolítið áhugavert að snjórinn er langt, langt, frá því að vera hvítur !

Snjórinn er miklu nær því að vera brúnleitur, eins og vonandi sést á myndinni að neðan (eða með því að kíkja út). Þetta er nýfallinn snjór, bíllinn ekki verið hreyfður síðan byrjaði að snjóa í gær.

20130307_Snjor_DSC07939

Væntanlega er þetta vegna þess að snjórinn er sterklega blandaður ösku og sandi. Undanfarið hefur verið sterk austan og suð-austan átt og í fréttum komið fram að mikið ösku- og sand-fok er víða fyrir austan. Frétt um snjóöskudrullu í Fljótshlíð.

Vindurinn er enn austanstæður, en og þetta kort frá Veðurstofunni sýnir.

image

Tuesday, March 5, 2013

Svifryk yfir mörkum 4. mars 2013

Stykur svifryksmengunar, PM10, mældist mest 372 µg/m3 kl. 20:00 þann 4. mars 2013. Sólarhringsmeðaltalið er um 80 µg/m3, sem er hærra en sett heisluverndarmörk 50 µg/m3.

image

Í gær voru einnig sandstormar í þurri norðanáttinni. Gervitunglamyndir sýna skemmtilega þróun frá 11:25 til 13:40 (images courtesy of NASA/Rapidfire and IMO).

20130304_Modis_joined

Wednesday, February 20, 2013

Fínar agnir í andrúmslofti og hjartaáföll

Í nýlegri rannsókn við Rice háskólann í Houston kom í ljós að fyrir hver 10 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal), daginn sem hjartaáfall verður eða daginn áður, eykst hættan á hjartaáfalli um 2% – 9%.

image

Þarna voru rannsökuð tilfelli hjartaáfalla utan spítala (Out of Hospital Cardiac Arrests) í Houston, yfir 8 ára tímabil, meira en 11 þúsund tilfelli. Fundu að fyrir 6 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal) daginn sem hjartaáfall verður og daginn áður, aukast líkurnar á hjartaáfalli um 4.6%.

Heimild:

L. Raun and K. B. Ensor. 2012. Association of Out-of-Hospital Cardiac Arrest with Exposure to Fine Particulate and Ozone Ambient Air Pollution from Case Crossover Analysis Results: Are the Standards Protective? James Baker III Institute for Public Policy, Rice University.

Friday, February 15, 2013

Svifryksmengun yfir mörkum 13. febrúar 2013

Svifyrkmengun var yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum, sem eru 50 µg/m3, þann 13. febrúar síðastliðinn við Grensásveg. Stöðin mælir á 30 mín fresti og var meðaltal þeirra 42 mælinga (af 48) sem tókust þann daginn 55 µg/m3.

image

Umferð var, án efa, aðalástæða þess að styrkur svifryks var þetta hár. Bæði útblástur og síðan einnig uppþyrlun af götum, eins og mátti glöggt sjá í umferðinni á miðvikudag, olli háum styrk svifryks. Mjög hægur vindur var og jafnvel mögulega hitahvarf, sem tryggir að NOx úr útblæstri bíla og svifryk fóru ekki langt !