Tuesday, March 19, 2013

Tíðari fellibylir með hlýnandi loftslagi

Rannsóknir hafa sýnt að með hækkandi hitastigi má búast við aukningu í tíðni stórra fellibylja. En hversu mikilli aukningu ?

Í rannsókn sem birtist í PNAS hafa vísindamenn við Niels Bohr stofnunina skoðað hver breytingin yrði í tíðni fellibylja af stærð sambærileg þeirri sem fellibylurinn Katrina var.

Samkvæmt þeirri rannsókn mun tíðni slíkra atburða tífaldast (10x) ef hiti jarðar hækkar um 2°C.

Nú er rétt að taka fram að ýmsar aðferðir eru notaðar til að reikna breytingar í tíðni fellibylja við hlýnandi loftslag og ekki eru allir sammála um réttmæti þeirra.

Í þessari rannsókn notuðu vísindamennirnir nýja aðferð, notuðu hitastig frá öllum heiminum í eitt líkan.


Mynd 1. Fellibylir á stærð við Katrina (2005) verða algengari eftir því hiti jarðar hækkar.

Síðan 1923 hafa fellibylir á stærð við Katrina orðið á um 20 ára fresti.

Ef hitastig hækkar um 0.4°C, tvöfaldast tíðnin (verða þá á 10 ára fresti). Meira en helmingur fellibylja nú til dags er vegna hnattrænnar hlýnunar.

Ef hitinn hækkar um 2°C, tífaldast tíðnin, sem þíðir að fellibylir á stærð við Katrina verða annað hvert ár (segir Aslak Grinsted sem vann þessa rannsókn).

 

Fréttin á ensku: http://www.eurekalert.org/pub_releases/2013-03/uoc-mhs031413.php

No comments:

Post a Comment