Thursday, March 7, 2013

Á snjór ekki að vera hvítur ?

Í gær og í dag (7. mars 2013) hefur snjóað aðeins hér á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki beint fréttnæmt, enda þótt lítið hafi snjóað í vetur. Hinsvegar er svolítið áhugavert að snjórinn er langt, langt, frá því að vera hvítur !

Snjórinn er miklu nær því að vera brúnleitur, eins og vonandi sést á myndinni að neðan (eða með því að kíkja út). Þetta er nýfallinn snjór, bíllinn ekki verið hreyfður síðan byrjaði að snjóa í gær.

20130307_Snjor_DSC07939

Væntanlega er þetta vegna þess að snjórinn er sterklega blandaður ösku og sandi. Undanfarið hefur verið sterk austan og suð-austan átt og í fréttum komið fram að mikið ösku- og sand-fok er víða fyrir austan. Frétt um snjóöskudrullu í Fljótshlíð.

Vindurinn er enn austanstæður, en og þetta kort frá Veðurstofunni sýnir.

image

No comments:

Post a Comment