Thursday, April 26, 2012
Leisergeisla-sýningu í stað flugelda ?
Vitað er að loftgæðin spillast oft verulega hérlendis um áramót (sjá t.d. grein Þrastar og fleiri í Náttúrufræðingnum 2010). Er þarna komið eitthvað til að skoða, að minnsta kosti fyrir stórar sýningar þegar ekki nýtur vinds ?
Fréttin á ensku: Air District proposes lasers over fireworks for Fourth of July
Heimild
Þröstur Þorsteinsson, Þorsteinn Jóhannsson, Sigurður B. Finnsson og Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2010. Svifryksmengun um áramót í Reykjavík. Náttúrufræðingurinn 80(1-2): 58 - 64.
Sunday, April 22, 2012
Sinueldur, Borgarfirði 20120421
Bændur að brenna sinu í Borgarfirði. Nokkuð sem Bjarna Þorsteinssyni, slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar finnst „Það er mjög slæmt að það sé verið að viðhalda þessum ósið, þetta er aftur á steinaldarstigi“ (sjá viðtal).
Gervitunglamynd frá 14:10, laugardaginn 21. apríl, 2012. (MODIS image from NASA Rapidfire).
Eldarnir sáust mjög greinilega, eins og sést á myndinna að ofan, frá gervitunglum.
Staðsetning eldanna skv. gervitunglagögnum. Sýndur er tími og orkulosun í MW (Fire Radiative Power).
Einar Svenbjörnsson hefur skemmtilega lýsingu á reykmekkinum á bloggsíðu sinni.
Thursday, April 5, 2012
Enginn ís á Öskjuvatni
Enginn ís er á Öskjuvatni þessa dagana. Þetta sést greinilega á gervitunglamynd frá NASA frá 2. apríl 2012.
Öskjuvatn er dökki bletturinn fyrir miðju landi, aðeins til austurs.
Ekki eru margar skýringar til á þessu,ólíklegt virðist að veður spili þarna mikið hlutverk, önnur vötn ísi lögð á svipuðum slóðum. Þá stendur aukin jarðhitavirkni eftir sem líklegasta skýringin. Vatnið er djúpt, 220 m djúpt, þannig að aukning í jarðhita tekur tíma til að koma í ljós.
Monday, April 2, 2012
Aukinn gróður – mögulega aukin hætta á gróðureldum
Grænu litirnir sýna aukningu í gróðri. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að greiningu á gögnum fyrir Ísland fyrir tímabilið 1982–2010. Ástæður aukins gróðurs eru m.a. minni beit, hlýnandi veðurfar og landgræðsla/skógrækt.
Sum þessara svæða er vinsæl sumarhúsasvæði og löngu kominn tími til að hugað verði að mati á hættunni af gróðureldum.
Fyrirbyggjandi aðgerðir eru fáar, ef nokkrar, víðast hvar. Oft eru ekki brunahanar með verulegum vatnskrafti á svæðinu, djúpir botnlangar, sem jafnvel er lokað með hliðum og keðjum og mjóir veikburða vegir.
Eitthvað til að hugsa um nú í upphafi sumarbústaðatímabilsins !
Neikvæð heilsuáhrif grófs svifryks
Enn bætast við rannsóknir sem sýna neikvæð áhrif svifryks.
Í þetta skiptið er nýleg rannsókn í Stokkhólmi, Svíþjóð, sem sýnir að gróft svifryk (milli PM10 og PM2.5) eykur dánartíðni (e. mortality) um 1.68% fyrir hækkun um 10 micro-g/m3.
Uppspretta þessa grófa svifryks í Stokkhólmi er helst uppspænt malbik, en einnig geta slit á dekkjum,bremsum og slíku, auk sandstorma verið uppsprettur.
Greinin:
Kadri Meister, Christer Johansson, and Bertil Forsberg. Estimated Short-Term Effects of Coarse Particles on Daily Mortality in Stockholm, Sweden. Environmental Health Perspectives, 120(3); March 2012.
Umfjöllun á mbl.is:
http://mbl.is/frettir/taekni/2012/04/02/nagladekk_ogna_heilsunni/
Friday, March 9, 2012
Ný grein um ösku og heilsu
Ný grein í BMJ open um fyrstu niðurstöður rannsókna á heilsufari íbúa í nágrenni Eyjafjallajökuls eftir gosið 2010.
Í stuttu máli virðist askan ekki hafa haft verulega alvarleg áhrif, engin bráðatilfelli, fyrir utan ertingu í öndunarfærum og að þeir sem höfðu astma fundu fyrir meiri áhrifum.
Tilvitnun:
Hanne Krage Carlsen, Thorarinn Gislason, Bryndis Benediktsdottir, Thorir Bjorn Kolbeinsson, Arna Hauksdottir, Throstur Thorsteinsson, Haraldur Briem. 2012.
A survey of early health effects of the Eyjafjallajökull 2010 eruption in Iceland: a population-based study.
BMJ Open 2012;2:e000343. doi:10.1136/bmjopen-2011-000343 (Paper on BMJ Open web site)
Wednesday, February 22, 2012
Sandstormur á Skeiðarársandi
Þann 18. febrúar 2012 var greinilegur sandstormur á Skeiðarársandi.
Gervitunglamynd frá því kl. 13:00 sýnir það mjög vel.
Image courtesy of NASA/GSFC, Rapid Response.
Vindur í nágrenninu var nokkuð mikill
Vindhraðinn nær 15 m/s um hádegi á mælistöðinni Kirkjubæjarklaustur – Stjórnarsandur, sjá mynd að neðan.