Thursday, April 26, 2012

Leisergeisla-sýningu í stað flugelda ?

Í  San Joaquin dalnum í BNA býður loftgæðaráðið (e. air district) hópum sem setja upp leisergeisla-sýningu í stað flugelda-sýningar 4. júlí hluta af $30 000 potti fyrir vikið.

Vitað er að loftgæðin spillast oft verulega hérlendis um áramót (sjá t.d. grein Þrastar og fleiri í Náttúrufræðingnum 2010). Er þarna komið eitthvað til að skoða, að minnsta kosti fyrir stórar sýningar þegar ekki nýtur vinds ?

Fréttin á ensku: Air District proposes lasers over fireworks for Fourth of July


Heimild
Þröstur Þorsteinsson, Þorsteinn Jóhannsson, Sigurður B. Finnsson og Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2010. Svifryksmengun um áramót í Reykjavík. Náttúrufræðingurinn 80(1-2): 58 - 64.

No comments:

Post a Comment