Thursday, April 5, 2012

Enginn ís á Öskjuvatni

Enginn ís er á Öskjuvatni þessa dagana. Þetta sést greinilega á gervitunglamynd frá NASA frá 2. apríl 2012.

20120402_modis_1340_crop

Öskjuvatn er dökki bletturinn fyrir miðju landi, aðeins til austurs.

Ekki eru margar skýringar til á þessu,ólíklegt virðist að veður spili þarna mikið hlutverk, önnur vötn ísi lögð á svipuðum slóðum. Þá stendur aukin jarðhitavirkni eftir sem líklegasta skýringin. Vatnið er djúpt, 220 m djúpt, þannig að aukning í jarðhita tekur tíma til að koma í ljós.

No comments:

Post a Comment