Friday, May 1, 2015

Sandfok dagana 26. og 28. apríl 2015

Sólskin og þurrt á suðurlandi þessa dagana og nokkuð hvasst á köflum. Fín skilyrði fyrir sandfok!

Þann 26. apríl 2015 mátti sjá þó nokkuð marga upptakastaði sandfoks.

20150426_Iceland2.2015116.terra_zoom

Þann 28. apríl 2015 voru einnig mörg upptakasvæði sjáanleg, alla leið frá Ölfusi til Jökulsárlóns.

20150428_Iceland2.2015118.terra_zoom

Takið eftir að rétt austan Mýrdalsjökuls fer sandfokið í tvær mismunandi áttir á litlu svæði; beint til suðurs og síðan í suðvestur aðeins austar.

20150428_1700_Vedur_SA_IMO

Þessi mynd sýnir veðurathuganir kl. 17 á þessu svæði. Miðað við þessar mælingar er ekki ólíklegt að blásið hafi í sitthvora áttina á stöðum sem þó eru mjög nærri hvor öðrum.

No comments:

Post a Comment