Friday, January 11, 2013

Ótrúlegar öfgar í Ástralíu

Kannski er það að bera í bakkafullan lækinn, en það er svo margt að gerast í Ástralíu og myndirnar þaðan alveg magnaðar.

Ástand, sem kallast La Nina, olli því að stórir hlutar Ástralíu hafa fengið meiri rigningu síðastliðin tvö ár en að jafnaði. Við það vex og eykst gróðurmagn. Þegar síðan þornar, þá er meiri eldsmatur til staðar.

Gróðureldarnir eru eitthvað á undanhaldi, enda þótt víðast sé mikið hættuástand ennþá.

En, þá herjar fellibylur, Narelle, á norðvesturströnd Ástralíu. Fellibylurinn sést vel á gervitunglamynd frá því í dag, 11. janúar 2013.

image
MODIS satellite image form 11 January 2013. Image courtesy of NASA Lance.

Sjáið svo þessa ótrúlegu mynd tekna 25 sjómílur norvestur af Onslow (sem er eiginlega beint suður af “auga” fellibylsins).

-
Photo: Brett Martin. Read more.

Þessi mynd er síðan orðin tákngervingur þessara elda. Sumir vilja jafnvel tengja hana við afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, en alltaf er erfitt að alhæfa eitthvað slíkt út frá stökum atburðum. Hinsvegar passar þetta allt ágætlega saman við þær afleiðingar sem búast má við !

2013_Wildfires_Australia_Jan_IMG_0178
Amma með barnabörnin sín í Tasmaníu.

2013_Wildfires_Australia_Jan_IMG_0179
Engin furða að þau urðu að flýja út í vatn !

No comments:

Post a Comment