Friday, November 23, 2012

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur og veðuraðstæður sem valda því að styrkurinn nær yfir 50 µg/m3.

Throstur Thorsteinsson, Julia Hackenbruch, Einar Sveinbjörnsson, Thorsteinn Jóhannsson. 2013. Statistical assessment and modeling of the effects of weather conditions on H2S plume dispersal from Icelandic geothermal power plants. Geothermics 45: 31 - 40.

Greinin á síðu útgefandans Geothermics

Abstract

Episodes of high atmospheric load of hydrogen sulfide (H2S), where the concentration is over 50 μg m−3hourly average value, occur about 80 times a year in Reykjavik (data from 2007 to 2009). H2S originates mainly from two geothermal power plants 25–30 km (south-)east of Reykjavik, at Hellisheidi and Nesjavellir. Certain weather-dependent dispersion conditions, such as wind, cloud cover and air temperature, allow the transport of emissions towards Reykjavik and the neighboring cities, causing local air pollution. High concentrations of H2S occur within a narrow range of weather conditions, namely slow (mean value 2 ± 1 m s−1) easterly (114° ± 23°) winds, together with cold air temperatures (median value −3 °C) and preferably no, or little, cloud cover. A classification of weather types shows the preferred occurrence of high H2S concentrations in connection with low atmospheric exchange and autochthonous weather. Stable atmospheric stratification and inversions enable the transport of H2S emissions to Reykjavik. The measured concentrations, the short lived peaks in concentration and different values at nearby measurement stations, indicate a very narrow plume, which fits well with a Gaussian plume distribution model.

Thursday, November 1, 2012

Sand / ösku fok og há gildi PM10 á Raufarfelli

Mjög hár styrkur PM10 mælist á Raufarfelli.

20121101_Raufarfell_PM10

Styrkur svifryksmengunar, PM10, náði yfir 900 µg/m3 í dag, 1. nóvember, 2012 (gögn af mælivef VISTA).

Vindhraðinn hefur verið mikill, eins og gögn frá Kvískerjum sýna.

20121101_Kvisker_Vindur_IMO

Og á gervitunglamynd frá 13:40 í dag má sjá að það blæs sandi og ösku af öllu suðurlandi (MODIS NASA/Rapidfire).

20121101_modis_1340_crop

Wednesday, October 31, 2012

Sand- og ösku fok

Sterkir norðanvindar þeyttu ösku og sandi á haf út í dag, 31. október 2012 (einnig í gær). Upptakasvæðin mörg kunnuleg, en þó ekki alveg einfalt að átta sig á því fyrir hluta svæðisins austan Mýrdalsjökuls.

image

Gögn frá Kvískerjum sýna að þar var mjög sterkur vindur klukkan 13 í dag.

20121031_modis_truecol_A20123051300

Gervitunglamynd frá kl. 13 í dag (MODIS/NASA Rapidfire, retrieved from the IMO).

Tuesday, September 11, 2012

Öskufok / sandstormur 10 og 11. september frá Mýrdalssandi og víðar

Hvasst og þurrt á suðurlandi og mikið sand/öskufok.

Vindhraði við Kvísker og á Kirkjubæjarklaustri vel yfir 15 m/s og enn meira í hviðum.

20120911_0905_KviskerVindur

Gögn fengin af vef Veðurstofu Íslands.

 

20120910_modis_truecol_P20122541420

Gervitunglamynd tekin kl. 14:20 þann 10. september (MODIS/NASA Rapidfire via IMO). Greinilegur “mökkur” í suð-austur.

20120911_modis_truecol_P20122551505

Gervitunglamynd tekin 15:05 þann 11. september 2012 (MODIS/NASA Rapidfire via IMO).

Tuesday, August 7, 2012

Sandstormar norðan og sunnan Vatnajökuls

Í dag eru sjáanlegir sandstormar norðan Dyngjujökuls (Vatnajökli) og við Ingólfshöfða.

Vindur í Sandbúðum, austan Hofsjökuls, hefur verið um og yfir 10 m/s – sér í lagi í hviðum.

image

Hér að neðan eru MODIS gervitunglamyndir frá NASA/VÍ frá kl:

12:40

20120807_modis_truecol_A2012220124020120807_modis_btd_A20122201240

14:35

20120807_modis_truecol_P20122201435

Tuesday, July 24, 2012

Allur Grænlandsjökull að bráðna um miðjan júlí

Ný gögn, sem flétta saman athuganir frá 3 gervitunglum, sýna að nánast allt yfirborð Grænlandsjökuls var að bráðna þann 12. júlí síðastliðinn. Það er enn ekki ljóst hvort megnið af vatninu mun frjósa aftur, eða hvort þetta muni valda töluverðri aukningu í heildarbráðnun jökulsins þetta afkomuárið.

Myndirnar hér að neðan sýna hvar bráðnun átti sér stað á yfirborði Grænlandsjökuls þann 8. og 12. júli, 2012. Myndin frá 8. júlí er svipuð því sem við þekkjum síðastliðin ár, um það bil helmingur yfirborðsins að bráðna. En þann 12. júí er eitthvað allt annað uppi á teningnum !

En, eins og minnst var hér að ofan, þá gæti þetta verið stuttur og einangraður atburður með lítil áhrif – nema auðvitað fyrir ískjarna framtíðar, en svona lagað virðist gerast á um 150 ára fresti, síðast 1889 -  …

Credit: Nicolo E. DiGirolamo, SSAI/NASA GSFC, and Jesse Allen, NASA Earth Observatory

Tuesday, July 10, 2012

Gróðureldur á Snæfellsnesi

Gróðureldurinn á Snæfellsnesi virðist sjást á MODIS mynd frá NASA kl. 21:15 þann 9. júlí, 2012. Innarlega (austarlega) á sunnanverðu Snæfellsnesinu.

Sinueldur á Snæfellsnesi, 9. júlí 2012.

Veðrið í Stykkishólmi mán 09.07, kl. 21:00 (frá VÍ, vedur.is).
Vindur: image 9 m/s    Mesti vindur / hviða: 12 m/s  /  13 m/s, hiti: 10,6 °C, úrkoma uppsöfnuð  0 mm / 1 klst, rakastig: 57 % og skyggni >70 km.

Sem passar fínt við stefnuna á reyknum – ef þetta er reykurinn.

Raudkollsstadir_Snaefellsnes_LMIkort

Hér sést hvar Rauðkollsstaðir eru, skv. korti frá LMI.is, sem passar líka fínt við staðsetningu reyksins Smile

Hér eru svo nokkrar fréttir um eldinn:

Sunday, June 10, 2012

Öskufok og sandstormar

Undanfarna daga hefur verið mikið svifryk fyrir austan, eins og þessar fyrirsagnir bera með sér: “Ekki hægt að fara út fyrir svifryki” og “Velti bíl í ösku á Skeiðarársandi”.

Í Fljótshverfi jókst styrkurinn um morguninn, var yfir 100 micro-g á rúmmeter kl. 10 þann 8. júní og var orðinn verulega hár, yfir 1000 micro-g á rúmmeter um kl. 17, en minnkaði þá snögglega. Á stöðvum í Reykjavík má glögglega sjá öskuna koma inn yfir Höfuðborgarsvæðið um kl. 20:30.

Þann 9. júní var síðan hár styrkur á Höfuðborgarsvæðinu, mögulega kom þar inn sandstormur af Landeyjasandi (sjá litlu myndina í uppí hægra horni).

Smellið á myndina til að sjá hana ögn stærri.

20120608_10_Svifryk

Tuesday, May 29, 2012

Áfram þyrlast upp aska og sandur

Í gær, 28. maí 2012, sást á gervitunglamynd sandstormur  sem átti upptök sín norðan Dyngjujökuls, við Jökulsá á Fjöllum. Hvort sem þessi atburður, eða efni úr mörgum fyrri atburðum í sumar hefur safnast upp, er greinilegt að norðurpartur Vatnjökuls er orðinn sýnilega “skítugur”, væntanlega vegna slíkra atburða. (Almennt eru öskulög og annað sem sést í vegna bráðnunar mun dekkri, “samansafnað efni”, en þó er ekki hægt að útiloka að bráðnun eigi einhvern þátt í þessu).
20120528_modis_1250_crop
Mynd frá því kl. 12:50, mánudaginn  28. maí 2012 (NASA/Rapidfire).
Í dag í Fljótshverfi, austan við Kirkjubæjarklaustur, fór PM10 vel yfir 50 micro-g/m3, og up að og yfir 150 micro-g/m3.
Capture
Veðurspáin hljóðar svo uppá sólskin og þurrt veður, þannig að það má búast við áframhaldandi foki næstu daga.

Tuesday, May 22, 2012

Mikið svifryk kringum miðnætti

Mikið svifryk hefur verið á ferðinni á suðurlandi undanfarna daga.

Helst á kvöldin sem askan/sandurinn hefur verið á ferðinni hér á Höfuðborgarsvæðinu. Eins og sjá má á mælingum frá Grensásvegi, Kópavogi og Hvaleyrarholti.

Fyrir sunnan, við Raufarfell, var mikið svifryk um miðjan dag í gær.

GRE_19_22_may_2012_PM10_capture 
Grensás.

HHK_20_22_may_2012_PM10_PM25_capture 
Kópavogur (HHK).

Hvaleyrarholt_20_22_may_2012_PM10_capture 
Hvaleyrarholt.

Raufarfell_21_may_2012_PM10_capture 
Raufarfell.

Sunday, May 20, 2012

Ösku- og sandstormur þann 20. maí, 2012

Nokkrar myndir og svifryksgögn fyrir 20.maí, 2012, fyrir 20. maí, 2012.

Slide1

Slide2

Slide3

Slide4

Myndir frá NASA/Rapidfire/EOS gegnum VÍ.

Saturday, May 19, 2012

Erfðabreytt matvæli

Nýlega var haldin ráðstefna á vegum landbúnaðarráðuneytisins ráðstefna um erfðabreytta ræktun.

Í fréttum hefur verið tekið skýrt fram að læknar telji erfðabreytt matvæli ekki skaðleg heilsu manna. Áfram birtist þetta í fréttum, en getur verið að ekki sé bara deilt um áhrif á heilsu manna ?

Fleiri hliðar séu á málinu !

Þó að erfðabreytt matvæli séu enganvegin skaðleg heilsu okkar (ekki verið sýnt fram á það) og þar treysti ég alveg vísindum, og vitað sé að "kynbætur" og erfðatækni hafa gerbreytt möguleikum okkar til ræktunar til hins betra, er líka skuggahlið sem ekki virðist mega ræða.

Með því að búa til stofna til ræktunar sem við breytum þannig að þeir standast ákveðna sjúkdóma og þola betur ákveðnar aðstæður, verða þær plöntur fljótt ríkjandi - við viljum jú plöntur sem vaxa hratt og verða ekki fyrir afföllum vegna sjúkdóma og aðstæðna.

Þetta veldur því að uppskeran er einsleit, ein eða fáar tegundir. Það veldur því svo að oftast þarf meira af tilbúnum áburði - þ.s. hver plöntutegund notar jú ákveðin næringarefni.

Einnig, ef upp kemur nýr sjúkdómur, og við vitum að náttúran leysir sín verkefni og finnur leiðir, þá getur orðið verulegt áfall – öll uppskeran farin á sama tíma. Sama á við um umhverfisbreytingar, þurrara, rakara ...

Ef hinsvegar er unnið í minni skrefum og passað upp á fjölbreytileikann, minnkum við áhættuna á því að ákveðnar breytingar í umhverfi eða sjúkdómum valdi algeru hruni.

Síðan eru náttúrulega þessi fáránlegu dæmi þar sem fyrirtæki á fræ plantnanna sem búið er að sá og bændur mega ekki safna og nota næsta ár, heldur verða að kaupa frá framleiðanda (Monsanto) ! Í því tilfelli virðist meira að segja vera sem að sum skordýr séu búin, eða amk að læra, að komast framhjá erfðabreyttu vörnunum sem settar voru til að forðast ágang skordýra og því þarf að nota jafnvel enn verra eitur en áður !

Er síðan alveg sammála því að þegar fólk talar um hollustu erfðabreyttra matvæla og annað, virðast ekki vera nokkur vísindaleg rök fyrir því að þar sé munur á.

Áhyggjuefni ef fólk treystir ekki vísindum- Prófessor við Landbúnaðarháskólann segir mikið áhyggjuefniwww.ruv.is

Monday, May 14, 2012

Greinilegri sandstormar / öskufok

Gervitunglamynd frá því kl. 14:15 sýnir vel fok af suðurlandi.

20120514_modis_1415_crop

Sand-og ösku stormar í köldu og vindasömu veðri

Í gær, í dag og væntanlega á morgun (og mögulega lengur) hafa verið og má búast við sand-og ösku stormum á suðurlandi. Það er engin úrkoma í veðurspám fyrr en á föstudag og á morgun er spáð stífri noranátt áfram (13 m/s í Stórhöfða). Eftir það er spáð suð-austan 7 m/s, sem kannski dugar til.

Á hádegi í dag leit veðurkortið svona út (vedur.is)

image Á hádegi, kl. 12 í dag, mánudaginn 14. maí 2012.

Gervitunglamynd frá því kl. 12:20 sýnir sand/ösku storm rétt austan við Mýrdalsjökul.

20120514_modis1220_crop

Í gær,kl. 15:10, var einnig greinilegur strókur (reyndar vestan við Mýrdalsjökul greinilegastur).

20120513_modis_1510_crop

Einnig eru fréttir af miklu ösku/sand foki, eins og þessi á mbl.is “Mikið öskufok í Fljótshverfi”.

Sunday, May 13, 2012

Gróðureldar

Gróðureldarnir miklu á Mýrum vorið 2006 fóru yfir 70 ferkílómetra-svæði !

Sem betur fer sluppu menn, dýr og hús við skaða, þökk sé helst slökkviliðum og bændum á svæðinu. En kannski var sumt að því heppni ?

Lítið hefur verið gert eftir þessa elda til að meta hættuna sem skapast getur. Víða er þéttur gróður, þétt sumarhúsabyggð og lítið um undankomuleiðir.

Hér að neðan er lítið myndband þar sem ég sýni á mjög óvísindalegan hátt, einfaldlega með því að leggja álíka stórt svæði og brann yfir kort af þekktu sumarhúsasvæði á SV-landi, Þrastarskóg (Crying face), Vaðnes og svæði þar nærri, bara til að sýna hversu rosalega stór atburður þetta var og hversu nauðsynlegt er að huga að þessari mögulegu hættu – áður en eitthvað gerist (sem auðvitað getur verið mjög langt þangað til – eða stutt).

Vatnsveitur í miðri eyðimörk

Í Sádí Arabíu (hvernig sem það er skrifað) hefur verið dælt upp grunnvatni til ræktunar í miðri eyðimörk.

Grunnvatnið, sem er allt að 20 þúsund ára gamalt, er ekki endurnýjanleg auðlind á þessu svæði, enda endurnýjun sama og engin.

Nú er talið að grunnvatnsgeymirinn dugi í mesta lagi í 50 ár til viðbótar.

Myndbandið hér að neðan sýnir Landsat myndir frá 1987, 1991, 2000 og 2012. Þar sést hversu hratt hefur bæst við.

Sunday, April 29, 2012

Smá sandstormur austan Mýrdalsjökuls

Litlir sandstormar sjást austan við Mýrdalsjökul, rétt austan við Múlakvísl og rétt austan við Blautakvísl.

20120429_modis_1320_cropb

Klukkan 12 og 13 var veðrið bjart, en nokkur vindur eins og sést á kortum frá Veðurstofu Íslands.

image Kl. 12:0

image Kl. 13:00.

Engin auking í svifryki mælist til dæmis á Kirkubæjarklaustri eða Raufarfelli.

Saturday, April 28, 2012

Agnir í andrúmlofti “földu” hlýnun í austurhluta BNA

Enginn getur haldið því fram að vísindin í kringum hlýnun jarðar séu einföld eða allt sé vitað.

Nú hafa vísindamenn frá Harvard sýnt fram á að agnir (e. aerosols) í andrúmslofti yfir austurhluta Bandaríkjanna endurköstuðu sólarljósi, auk þess að auka skýjamyndun sem einnig endurkastar sólarljósi, og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Þannig náðu agnir í lofti að “hylja” hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa.

Þetta sést vel á korti sem sýnir áhrif agna á hitastig við jörðu fyrir tímabilið 1970 – 1990.

image

Einnig þegar skoðaðar eru hitastigbreytingar milli 1930 og 1990.

image

Nú er hinsvegar unnið að því að draga úr útblæstri agna, bæði vegna súrs regns og heilsufarsáhrifa. Kaldhæðnin er sú að þetta veldur því að það dregur úr þessum kólnunaráhrifum og mikil hlýnun á sér stað.

Í Kína, og víðar, þar sem mikið af ögnum streymir út í andrúmsloftið má búast við að svipuð áhrif eigi sér stað og hluti hlýnunar sé því ekki mældur við yfirborð vegna agna-mengunar.

 

Unnið upp úr:

http://www.upi.com/Science_News/2012/04/27/Study-Pollution-hid-climate-warming/UPI-95831335561503/?spt=hs&or=sn

http://planetsave.com/2012/04/26/climate-scientists-discover-warming-hole-over-eastern-u-s-that-delayed-climate-impacts-from-ghgs/

Thursday, April 26, 2012

Rusl á hafi úti ekki bara við yfirborðið

Nýlegar rannsóknir vísindamanna við University of Washington á Kyrrahafi sýna að vindur hefur mikil áhrif á magn rusls, plasts, sem finnst á yfirborði hafsins.
Ef það er vindur, þrýstist fíngert (millimetra bútar) ruslið niður. Með því að meta magn plasts aðeins með mælingum við yfirborð er magnið vanmetið um allt að 2.5 falt til 27 falt !
image
Plastagnir á hafi úti eru mun minni en flesta grunar. Credit: Sea Education Association.
Bakgrunnur:

Sæstrengur til Evrópu

Í Fréttablaðið í dag (26. apríl 2012) skrifar Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og
viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, grein sem hann kallar “Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið?” – um sæstreng til Evrópu.

Ég get ekki alveg skilið rökin sem notuð eru fyrir því að selja “hráa” orku til Evrópu. Ekki auðveldaði þessi grein mér að skilja þau heldur – eins og sjá má á spurningum og athugasemdum hér að neðan (ýta á mynd til að sjá stærri).

MagnusBjarnason_2012_Frettabladid_LV_Saestrengur_1hluti_comments

Fyrir því að ég skil ekki þá hugmynd að selja orku gegnum sæstreng eru nokkrar ástæður:

  1. Það er ekki til umframorka í landinu, án nýrra virkjana í það minnsta (og flestir valkostir eru frekar af minni gerðinni).
  2. Auk þess virðist vera þó nokkur eftirspurn eftir orku innanlands (að minnsta kosti er það ástæðan sem notuð er – að umhverfismat tefji nýjar virkjanir sem nauðsynlegar eru fyrir stækkun og nýjum álverum/verksmiðjum).
  3. Samkvæmt rammaáætlun er í allra mesta lagi hægt að u.þ.b. tvöfalda raforkuframleiðslu landsins, þá er nánast allt tínt til og óvíst að gangi eftir.
  4. Einnig er næsta öruggt að orkuverð til almennings myndi hækka umtalsvert – 3–5 falt virðist líklegt miðað við reynsluna annars staðar.
  5. Við ættum auðvitað að nýta þessa orku hérlendis í stað þess að selja “hráa” orku út.
  6. Einnig er líklegt að fundnar yrðu leiðir til að einkavæða raforkusölu til Evrópu, ábyggilega hægt að finna að ríkið megi ekki vera í samkeppni eða eitthvað sniðugt. Þannig myndi ekkert nema verulega hækkað raforkuverð skila sér til almennings. Jafnvel þótt ekki verði einkavætt myndi “hagkvæmnin” fyrir almenning vera margfalt hærra raforkuverð og mögulega skortur á rafmagni (Evrópa getur jú auðveldlega nýtt alla okkar orku og margfalt meira).

Leisergeisla-sýningu í stað flugelda ?

Í  San Joaquin dalnum í BNA býður loftgæðaráðið (e. air district) hópum sem setja upp leisergeisla-sýningu í stað flugelda-sýningar 4. júlí hluta af $30 000 potti fyrir vikið.

Vitað er að loftgæðin spillast oft verulega hérlendis um áramót (sjá t.d. grein Þrastar og fleiri í Náttúrufræðingnum 2010). Er þarna komið eitthvað til að skoða, að minnsta kosti fyrir stórar sýningar þegar ekki nýtur vinds ?

Fréttin á ensku: Air District proposes lasers over fireworks for Fourth of July


Heimild
Þröstur Þorsteinsson, Þorsteinn Jóhannsson, Sigurður B. Finnsson og Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2010. Svifryksmengun um áramót í Reykjavík. Náttúrufræðingurinn 80(1-2): 58 - 64.

Sunday, April 22, 2012

Sinueldur, Borgarfirði 20120421

Bændur að brenna sinu í Borgarfirði. Nokkuð sem Bjarna Þorsteinssyni, slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar finnst „Það er mjög slæmt að það sé verið að viðhalda þessum ósið, þetta er aftur á steinaldarstigi“ (sjá viðtal).

20120421_modis_1410_zoom

Gervitunglamynd frá 14:10, laugardaginn 21. apríl, 2012. (MODIS image from NASA Rapidfire).

Eldarnir sáust mjög greinilega, eins og sést á myndinna að ofan, frá gervitunglum.

20120421_Andakil_eldar_GEmap

Staðsetning eldanna skv. gervitunglagögnum. Sýndur er tími og orkulosun í MW (Fire Radiative Power).

Einar Svenbjörnsson hefur skemmtilega lýsingu á reykmekkinum á bloggsíðu sinni.

Thursday, April 5, 2012

Enginn ís á Öskjuvatni

Enginn ís er á Öskjuvatni þessa dagana. Þetta sést greinilega á gervitunglamynd frá NASA frá 2. apríl 2012.

20120402_modis_1340_crop

Öskjuvatn er dökki bletturinn fyrir miðju landi, aðeins til austurs.

Ekki eru margar skýringar til á þessu,ólíklegt virðist að veður spili þarna mikið hlutverk, önnur vötn ísi lögð á svipuðum slóðum. Þá stendur aukin jarðhitavirkni eftir sem líklegasta skýringin. Vatnið er djúpt, 220 m djúpt, þannig að aukning í jarðhita tekur tíma til að koma í ljós.

Monday, April 2, 2012

Aukinn gróður – mögulega aukin hætta á gróðureldum

image

Grænu litirnir sýna aukningu í gróðri. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að greiningu á gögnum fyrir Ísland fyrir tímabilið 1982–2010. Ástæður aukins gróðurs eru m.a. minni beit, hlýnandi veðurfar og landgræðsla/skógrækt.

Sum þessara svæða er vinsæl sumarhúsasvæði og löngu kominn tími til að hugað verði að mati á hættunni af gróðureldum.

Fyrirbyggjandi aðgerðir eru fáar, ef nokkrar, víðast hvar. Oft eru ekki brunahanar með verulegum vatnskrafti á svæðinu, djúpir botnlangar, sem jafnvel er lokað með hliðum og keðjum og mjóir veikburða vegir.

Eitthvað til að hugsa um nú í upphafi sumarbústaðatímabilsins !

Neikvæð heilsuáhrif grófs svifryks

Enn bætast við rannsóknir sem sýna neikvæð áhrif svifryks.

Í þetta skiptið er nýleg rannsókn í Stokkhólmi, Svíþjóð, sem sýnir að gróft svifryk (milli PM10 og PM2.5) eykur dánartíðni (e. mortality) um 1.68% fyrir hækkun um 10 micro-g/m3.

Uppspretta þessa grófa svifryks í Stokkhólmi er helst uppspænt malbik, en einnig geta slit á dekkjum,bremsum og slíku, auk sandstorma verið uppsprettur.

Greinin:
Kadri Meister, Christer Johansson, and Bertil Forsberg. Estimated Short-Term Effects of Coarse Particles on Daily Mortality in Stockholm, Sweden. Environmental Health Perspectives, 120(3); March 2012.
Umfjöllun á mbl.is:
http://mbl.is/frettir/taekni/2012/04/02/nagladekk_ogna_heilsunni/

Friday, March 9, 2012

Ný grein um ösku og heilsu

Ný grein í BMJ open um fyrstu niðurstöður rannsókna á heilsufari íbúa í nágrenni Eyjafjallajökuls eftir gosið 2010.

Í stuttu máli virðist askan ekki hafa haft verulega alvarleg áhrif, engin bráðatilfelli, fyrir utan ertingu í öndunarfærum og að þeir sem höfðu astma fundu fyrir meiri áhrifum.

Tilvitnun:

Hanne Krage Carlsen, Thorarinn Gislason, Bryndis Benediktsdottir, Thorir Bjorn Kolbeinsson, Arna Hauksdottir, Throstur Thorsteinsson, Haraldur Briem. 2012.
A survey of early health effects of the Eyjafjallajökull 2010 eruption in Iceland: a population-based study.
BMJ Open 2012;2:e000343. doi:10.1136/bmjopen-2011-000343 (Paper on BMJ Open web site)

Wednesday, February 22, 2012

Sandstormur á Skeiðarársandi

Þann 18. febrúar 2012 var greinilegur sandstormur á Skeiðarársandi.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:00 sýnir það mjög vel.

20120218_1300_modis
Image courtesy of NASA/GSFC, Rapid Response.

Vindur í nágrenninu var nokkuð mikill

image
Gögn frá DataMarket.

Vindhraðinn nær 15 m/s um hádegi á mælistöðinni Kirkjubæjarklaustur – Stjórnarsandur, sjá mynd að neðan.

image
Mynd af GoogleEarth.