Sunday, May 13, 2012

Vatnsveitur í miðri eyðimörk

Í Sádí Arabíu (hvernig sem það er skrifað) hefur verið dælt upp grunnvatni til ræktunar í miðri eyðimörk.

Grunnvatnið, sem er allt að 20 þúsund ára gamalt, er ekki endurnýjanleg auðlind á þessu svæði, enda endurnýjun sama og engin.

Nú er talið að grunnvatnsgeymirinn dugi í mesta lagi í 50 ár til viðbótar.

Myndbandið hér að neðan sýnir Landsat myndir frá 1987, 1991, 2000 og 2012. Þar sést hversu hratt hefur bæst við.

No comments:

Post a Comment