Tuesday, February 11, 2014

Fallegt stillt veður og mikið svifryk

Núna er verulega stillt og fallegt veður í Reykjavík. Sól, hiti rétt undir frostmarki og mjög hægur/enginn vindur.

image

Vindhraði í Reykjavík fenginn af síðu Veðustofu Íslands. Frá því um 6 í morgun hefur verið alveg logn (vindhraði <2 m/s og engar hviður).

Samfara því er styrkur svifryks mjög hár við Grensásveg. Þar er það umferðin sem mengar. Á myndinni hér að neðan sést þetta samband sérstaklega vel. Nituroxíð (NOx; appelsínugula línan) myndast við útblástur bíla og greinilegt er að svifrykið (bláa línan) er vegna umferðar þegar gögnin eru skoðuð saman.

image

Það verður “spennandi” að sjá hvort toppur komi seinnipartinn. Eina sem getur bjargað er aukinn vindur og úrkoma.

Tuesday, January 28, 2014

Gróðureldur í Noregi

Hér á Íslandi hugsum við oftast ekki mikið um gróðurelda. Sér í lagi ekki eftir sumar eins og í fyrra, þegar varla var þurrt tvo daga í röð (amk sunnanlands). Hinsvegar er mikill gróður víða hérlendis og þurrkatímabil geta orðið löng og gróður mjög þurr.

Nú geisa gróðureldar í Noregi. Ef þið skoðið myndirnar sem fylgja fréttunum (tenglar hér að neðan) þá má sjá að landslagið þarna er ekki svo frábrugðið því sem finna má hér á Íslandi. Sérstaklega er rétt að benda á að talað er um að eldurinn hafi kviknað í lyngi !

Verður manni strax hugsað til t.d. Skorradalsins, þar sem sveitastjórnin hefur lengi unnið að því að koma gróðureldum inn í skipulagsmál sveitarfélaga. Og hreinlega vekja athygli á þeirri hættu sem skapast getur þar og mjög víða á landinu.

Brann Flatanger - Foto: Tariq Alisubh / NRK
Mynd af vef NRK: http://www.nrk.no/nyheter/1.11500908

Brann Flatanger - Foto: Tariq Alisubh / NRK
Mynd af vef NRK: http://www.nrk.no/nyheter/1.11500908

Brannfare. Meteorologisk institutt varsler stor skogbrannfare fra Helgeland til Vestlandet. Bildet viser brannen i Flatanger i natt.<br />(Foto: Ove Magne Ribsskog/Flatangernytt)
Mynd af vef adressa.no: http://www.adressa.no/nyheter/nordtrondelag/article9029229.ece

Tenglar á fréttir og myndir af eldunum í Þrændarlögum:

Wednesday, November 13, 2013

Ástæða þess að fuglar koma fyrr á varpstöðvar

Í áhugaverðri rannsókn, sem framkvæmd var af vísindamönnum við University of East Anglia (og Háskóla Íslands, Tómas G Gunnarsson), kom í ljós að áætæða þess að fuglar koma fyrr á varpstöðvar nú en áður er ekki vegna þess að einstakir fuglar ákveði að koma fyrr, heldur vegna þess að þeir verpa fyrr og “nýjir” fuglar koma því fyrr á varpstöðvarnar.

Hnattræn hlýnun leyfir þannig fuglum að verpa og koma ungum á legg fyrr en áður, sem aftur veldur því að þeir fuglar (sem fæðast “fyrr”) koma fyrr á varpstöðvarnar. Hinsvegar halda einstakir fuglar mjög fast við komutíma sinn á varpstöðvarnar.

EarlierBirdMigration

Eða, eins og segir í frétt um rannsóknina:

We found that birds hatched in the late 1990s arrived in May, but those hatched in more recent years are tending to arrive in April. So the arrival dates are advancing because the new youngsters are migrating earlier.

Þessi rannsókn skoðaði ferðavenjur Jaðrakans yfir 20 ára tímabil.

Meira um þessa rannsókn á Eurekalert.com.

Sandfok 12. nóv

20131112_modis_truecol_P20133161310
Image courtesy of NASA/Rapidfire, obtained via IMO.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:10 í gær, 12. nóvember.

Friday, November 8, 2013

Smá sandfok sjáanlegt á SA-landi

Smá sandfok sést milli skýjanna á suðausturlandi.

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire via IMO.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:15 í dag 8. nóvember 2013.

Saturday, November 2, 2013

Svifryk í Rvk og Hfj 1. nóv 2013

Mikið svifryk mældist bæði í Reykjavík og Hafnarfirði þann 1. nóvember 2013. Óvenju erfitt er að segja nákvæmlega til um orsakir þess í Reykjavík, en bruni í skipinu Fernando útskýrir að minnsta kosti hluta þess í Hafnarfirði.

Byrjum á gervitunglamynd frá kl. 13 í dag. Þar sést greinilega sandfok útfrá Reykjanesinu og einnig virðist vera slikja yfir Höfuðborgarsvæðinu, en ský gera erfitt fyrir með nánari greiningu.

image
Mynd tekin 13:10 í dag. Image courtesy of MODIS/Rapidfire.

Ekki augljóst hvar upptökin eru á sandfokinu?

Vindáttin í Reykjavík var norðlæg eins og sést á myndinni hér að neðan og vindhraði jókst frá hádegi, en var þó ekkert verulegur.

image
Gögn frá Veðurstofu Íslands (vedur.is).

Því kemur svæðið sunnan Langjökuls og Þórisjökuls, Hagavatn og Langavatn og svæðin þar suður af, vel til greina sem upptök sandfoks.

Styrkur svifryks mældist hár í Reykjavík og Hafnarfirði um og eftir hádegi, þannig að mögulega er orsökin sandfok.

image

Mælingar á svifryksmengun við Grensásveg í dag. Reyndar aðeins erfitt að sjá hversvegna styrkur hár frá því fyrir 8 í morgun (sjá vind hér að ofan). Væntanlega umferð með eitthvað tillegg í hægum vindi. Einnig mögulega opin þurr svæði. Seinni partinn virtist síðan vera jarðvegsryk, en mögulega er þetta bara umferð sem veldur þessu. Vantar illilega mælingar í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.

image
NOx fer hátt um morguninn og því sennilegt að umferð sé ástæðan að morgni, en hinsvegar er það ekki hátt frá um kl. 13.

image

Svifryk mælt á Hvaleyrarholti í dag. Í morgun var það bruninn í skipinu, Fernando, sem olli mikilli mengun. Mögulega var það einnig ástæðan rétt um hádegi, en kannski var það sandstormur því toppur svipaður og á GRE.


Varðskipið Þór tekur þátt í slökkvistörfum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson (fréttin).

Tuesday, October 29, 2013

Minni hafís, meiri úrkoma í Bretlandi en örlítið þurrara hérlendis ?

Nýlega birtist grein í Environmental Research Letters1 um mögulegt samband minnkandi hafíss á norðurhveli og mikillar úrkomu á sumrin, sér í lagi á Bretlandi. Niðurstöður þessara reikninga fyrir Ísland sýna að búast má við að heldur minni úrkoma verði á vestanverðu landinu (1. mynd). Ísland er þó eiginlega þarna á mörkum svæðis þar sem úrkoma minnkar og reyndar smá blettur nærri NA landi þar sem úrkom eykst smávægilega, þannig að mjög erfitt að segja mikið útfrá þessari líkankeyrslu.



1. mynd. Líkanreikningar fyrir breytingar í úrkomu í maí til júní milli ástandanna mikill hafís og lítill hafís.

Ástæðan fyrir aukinni úrkomu á sumrin á Bretlandseyjum er sú að “jet stream” færist sunnar þegar hafísbreiðan minnkar, samkvæmt þessum líkanreikningum. Sú tilfærsla á “jet stream” veldur blautari sumrum í kringum Bretlandseyjar.

1 Screen, J A. 2013. Influence of Arctic sea ice on European summer precipitation. ERL, 8(4), 044015.