Monday, April 1, 2013

Verið góð–ekki skilja eftir glóð

Bara smá tilraun til að benda á að fara verður varlega með glóð í náttúrunni.

Á vorin er mikið af sinu, og dauðum gróðri, sem getur verið mjög þurr.

Á sumrin kom einnig annað slagið langir þurrkakaflar og gróður getur þá orðið mjög þurr.

Alltaf ætti að fara varlega með eld í náttúrunni.

EldarGrillGlod

EldarSigarettaGlod

Gróðureldar–að gefnu tilefni

Mikið hefur verið um gróðurelda að undanförnu. Nokkrir hafa orðið í, eða við, sumarhúsabyggð og verið nálægt því að valda stórtjóni. Þetta er mjög uggvænlegt, sér í lagi þar sem mars, apríl og maí eru þeir mánuðir sem algengast er að gróðureldar verði. Apríl og maí eru oftast með mun fleiri elda en mars.

Hér að neðan eru nokkrir eldar sem orðið hafa í mars (og komist í fréttir):

  1. 2013-03-09. Landsveit í Rangárþingi, sina. Grill.
  2. 2013-03-09. Vilmundarstaðir, Reykholtsdal. Sina.
  3. 2013-03-19. Grafarvogur. Sina. Lítið.
  4. 2013-03-21. Melasveit, Akranes. Sina, bóndi að brenna.
  5. 2013-03-21. Kópavogur 2 eldar. Sina. Lítið.
  6. 2013-03-23. Undir Eyjafjöllum. Sina. Lítið.
  7. 2013-03-25. Vatnsmýri, Norræna húsið. Sina. 200 m2
  8. 2013-03-25. Alviðru vestan Sogsins. Sina. Rétt við Þrastarskóg. Lítið.
  9. 2013-03-25. Gröf, Lundarreykjadal, Borgarfirði. Sina. Bóndi
  10. 2013-03-25. Stafholtsveggi í Borgarfirði skammt frá Baulu.
  11. 2013-03-27. Höfuðborgarsvæðið. 3 litlir sinubrunar.
  12. 2013-03-30. Skorradalur, Hvamm. 2 – 3 hektarar, sina. Flugeldur
  13. 2013-03-31. Ofan Galtalækjarskógs. 1 - 3 hektari. Sina. Grill.

Allir eru þessir eldar af mannavöldum.

Nokkuð hefur verið um að sinubruni bænda fari úr böndum, og verið kallað eftir því að sinubrunar verði einfaldlega bannaðir. Að minnsta kosti ætti að vera skýrara að ábyrgðin sé á herðum þess er kveikir eldinn !

Grill eru einnig oft valdur að gróðureldum. Einnota grill eru sérlega slæm, hitnar mikið undir þeim og glóð getur skotist í gróður, enda sitja þau oft á jörðu. Hér þarf bara að fræða fólk betur um umgegngi, því oftast er þetta hugsanaleysi. Ekki setja grillið ofaná mosa, hellið vatni yfir eftir notkun og svo framvegis.

Sígarettuglóð er einnig mjög algeng orsök. Það er eiginlega óafsakanlegt að henda frá sér logandi sígarettu (vindlingi, …) í gróðri. Oft er þetta gert út um glugga á bíl á ferð. DREPIÐ Í – HENDIÐ SVO !

Fikt, eða íkveikja barna/unglinga, er einnig því miður nokkuð algengt. Mikilvægt er að upplýsa börn um hversu fljótt eldur í sinu getur breiðst út og erfitt getur verið að ráða við slíka elda. Yfirleitt er byggð nálægð og hætta getur skapast vegna eldsins og óþægindi vegna reyks.

Hér að neðan er smá tilraun til að lista þessa helstu hluti sem þarf að hafa í huga vegna gróðurelda. Engan veginn tæmandi … ábendingar vel þegnar Bros

AlmenningHaetturGrodurEldar

FARIÐ VARLEGA MEÐ ELD Í NÁTTÚRUNNI !

Tuesday, March 19, 2013

Tíðari fellibylir með hlýnandi loftslagi

Rannsóknir hafa sýnt að með hækkandi hitastigi má búast við aukningu í tíðni stórra fellibylja. En hversu mikilli aukningu ?

Í rannsókn sem birtist í PNAS hafa vísindamenn við Niels Bohr stofnunina skoðað hver breytingin yrði í tíðni fellibylja af stærð sambærileg þeirri sem fellibylurinn Katrina var.

Samkvæmt þeirri rannsókn mun tíðni slíkra atburða tífaldast (10x) ef hiti jarðar hækkar um 2°C.

Nú er rétt að taka fram að ýmsar aðferðir eru notaðar til að reikna breytingar í tíðni fellibylja við hlýnandi loftslag og ekki eru allir sammála um réttmæti þeirra.

Í þessari rannsókn notuðu vísindamennirnir nýja aðferð, notuðu hitastig frá öllum heiminum í eitt líkan.


Mynd 1. Fellibylir á stærð við Katrina (2005) verða algengari eftir því hiti jarðar hækkar.

Síðan 1923 hafa fellibylir á stærð við Katrina orðið á um 20 ára fresti.

Ef hitastig hækkar um 0.4°C, tvöfaldast tíðnin (verða þá á 10 ára fresti). Meira en helmingur fellibylja nú til dags er vegna hnattrænnar hlýnunar.

Ef hitinn hækkar um 2°C, tífaldast tíðnin, sem þíðir að fellibylir á stærð við Katrina verða annað hvert ár (segir Aslak Grinsted sem vann þessa rannsókn).

 

Fréttin á ensku: http://www.eurekalert.org/pub_releases/2013-03/uoc-mhs031413.php

Monday, March 18, 2013

Sand og öskufok þann 18. mars 2013

20130318_modis
Image from NASA MODIS/Rapidfire.

Í Fljótshverfi, fyrir austan, hefur PM10 verið ansi hátt annað slagið vegna sterkra vinda og þurrviðris.

image

Mikið svifryk er einnig í Reykjavík, sum til komið í óveðrinu um daginn sem flutti mikið af ösku yfir borgina, sem situr enn víða. Einnig á umferð sinn þátt í svifrykinu, eins og gögn frá Grensás sýna (PM10).

image

Sunday, March 17, 2013

Sand- og öskufok af suðurlandi

Í dag, 17. mars 2013, er töluvert sand- og öskufok af suðurlandi.

20130317_modis

image

Svartar tölur eru vindhraði í metrum á sekúndu (blár hitastig í °C). Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Thursday, March 7, 2013

Á snjór ekki að vera hvítur ?

Í gær og í dag (7. mars 2013) hefur snjóað aðeins hér á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki beint fréttnæmt, enda þótt lítið hafi snjóað í vetur. Hinsvegar er svolítið áhugavert að snjórinn er langt, langt, frá því að vera hvítur !

Snjórinn er miklu nær því að vera brúnleitur, eins og vonandi sést á myndinni að neðan (eða með því að kíkja út). Þetta er nýfallinn snjór, bíllinn ekki verið hreyfður síðan byrjaði að snjóa í gær.

20130307_Snjor_DSC07939

Væntanlega er þetta vegna þess að snjórinn er sterklega blandaður ösku og sandi. Undanfarið hefur verið sterk austan og suð-austan átt og í fréttum komið fram að mikið ösku- og sand-fok er víða fyrir austan. Frétt um snjóöskudrullu í Fljótshlíð.

Vindurinn er enn austanstæður, en og þetta kort frá Veðurstofunni sýnir.

image

Tuesday, March 5, 2013

Svifryk yfir mörkum 4. mars 2013

Stykur svifryksmengunar, PM10, mældist mest 372 µg/m3 kl. 20:00 þann 4. mars 2013. Sólarhringsmeðaltalið er um 80 µg/m3, sem er hærra en sett heisluverndarmörk 50 µg/m3.

image

Í gær voru einnig sandstormar í þurri norðanáttinni. Gervitunglamyndir sýna skemmtilega þróun frá 11:25 til 13:40 (images courtesy of NASA/Rapidfire and IMO).

20130304_Modis_joined