Monday, January 14, 2013

Gott að vera sá stóri

Í stórfínu viðtali við Sigurð Reyni Gíslason, jarðvísindamann við Háskóla Íslands, í Silfri Egils 13. janúar 2013, sýndi SRG graf þar sem fram kemur að losun gróðurhúsalofttegunda hefur staðið nokkuð í stað hjá iðnríkjum, en stóraukist hjá þróunarlöndum.

Einnig kom fram að þróunarlöndin, mörg hver, berjast fyrir því að fá að auka sína útlosun. Enda oft úr nánast engu í eitthvað. Má benda á í því samhengi að við Íslendingar notuðum sambærileg rök vegna Kyoto !

En, þetta er bara hálf sagan. Vandamálið liggur náttúrulega fyrst og fremst í því að iðnvæddu ríkin hafa efni á því að flytja mengandi iðnað til þróunarlandanna !

Þannig eru iðnríkin í þeirri kjöraðstöðu að geta sagt að mengun frá þeim hafi staðið í stað eða minnkað, fyrir utan náttúrulega að losna við mengun úr sínu landi og hitt að auðvitað berjast þróunarlöndin fyrir því að fá þó allavegana að hafa þessa framleiðslu, hafa auðvitað ekki efni á því að missa hana !
Eins og í svo mörgu öðru er þetta því "win-win" fyrir iðnríkin í krafti stærðar og auðs.

Því miður kemur þetta í umræðunni hinsvegar oft út eins og þróunarlöndin hafi engann metnað varðandi mengun, eða séu með "heimtufrekju" - eins og til dæmis BNA stillir því oft upp - ef þeir fá að auka losun, þá hljótum við að mega það líka !

Höldum Landsvirkjun í eigu almennings

Í Silfri Egils, sunnudag 13. janúar, kom fram að ef Landsvirkjun bætir engu við, þá geti það greitt allar sínar skuldir á 10 árum og skilað arði/gjöldum til ríkisins upp á 50 milljarða (minnir mig) á ári eftir það !

Þetta fullyrti Jón Gunnarsson, virkjanasinni mikill, úr Sjálfstæðisflokknum !

Kemur þá kannski ekki mikið á óvart að þeir vilji fara að "opna" Landsvirkjun. Fyrst hleypa inn lífeyrissjóðum - hver getur verið á móti því að ávaxta ellilífeyrinn - og svo þegar þeir þurfa að losa um eignir þá einkaaðilar ? Varla hefði ríkið bolmagn til að kaupa !

Enda, ef farið er eftir sjónarmiðum þeirra sem eru þeim megin, er alveg ómögulegt að slíkur hagnaður dreifist á alla jafnt, hlýtur að vera betra að eignast nokkra milljarðamæringa sem láta hunangsdropa drjúpa til almúgans ?!?

Er ekki betra að flýta sér hægt, virkja meira ef eftirspurn er til staðar, í stað þess að þurfa ávallt að selja á lágmarks verði vegna þess að annars fer öll fjárfestingin í súginn.
<|>

Friday, January 11, 2013

Ótrúlegar öfgar í Ástralíu

Kannski er það að bera í bakkafullan lækinn, en það er svo margt að gerast í Ástralíu og myndirnar þaðan alveg magnaðar.

Ástand, sem kallast La Nina, olli því að stórir hlutar Ástralíu hafa fengið meiri rigningu síðastliðin tvö ár en að jafnaði. Við það vex og eykst gróðurmagn. Þegar síðan þornar, þá er meiri eldsmatur til staðar.

Gróðureldarnir eru eitthvað á undanhaldi, enda þótt víðast sé mikið hættuástand ennþá.

En, þá herjar fellibylur, Narelle, á norðvesturströnd Ástralíu. Fellibylurinn sést vel á gervitunglamynd frá því í dag, 11. janúar 2013.

image
MODIS satellite image form 11 January 2013. Image courtesy of NASA Lance.

Sjáið svo þessa ótrúlegu mynd tekna 25 sjómílur norvestur af Onslow (sem er eiginlega beint suður af “auga” fellibylsins).

-
Photo: Brett Martin. Read more.

Þessi mynd er síðan orðin tákngervingur þessara elda. Sumir vilja jafnvel tengja hana við afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, en alltaf er erfitt að alhæfa eitthvað slíkt út frá stökum atburðum. Hinsvegar passar þetta allt ágætlega saman við þær afleiðingar sem búast má við !

2013_Wildfires_Australia_Jan_IMG_0178
Amma með barnabörnin sín í Tasmaníu.

2013_Wildfires_Australia_Jan_IMG_0179
Engin furða að þau urðu að flýja út í vatn !

Thursday, January 10, 2013

Ísland að næturlagi – Black marble

Þessi mynd sýnir Ísland að næturlagi. Hluti af stærri mynd af jörðinni, sem kölluð hefur verið the Black marble. Tekið með Suomi NPP gervitunglinu sem NASA EOS, NOAA og DoD skutu á loft. Sýnir vel hversu stór hluti landsins er óbyggður.

BlackMarble_Iceland_2012

dnb_land_ocean_ice.2012.3600x1800

Evrópa lýsir skært að næturlagi, einnig austurströnd BNA, og auðvitað fjölmörg önnur svæði. Takið eftir að sumstaðar, til dæmis í Ástralíu, koma gróðureldar eða aðrir eldar (olíuvinnslusvæði) fram sem ljósir punktar.

Tuesday, January 1, 2013

Svifryk um áramót

Það var nú heldur minna af flugeldum þessi áramótin en oft áður – fannst manni að minnsta kosti.

Mælingar á PM10 frá Grensásvegi (GRE), Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG) og færanlegri mælistöð (FAR, Ártúnsholti, rétt suðaustan við gatnamót Birtingakvíslar og Straums), sýna að mengunin var tiltölulega skammvinn þessi áramót, en náði þó ansi háu gildi á FAR (þó hefur mælst yfir 2300 µg/m3 um áramót).

image

Tilraun var gerð til að mæla fínar- og örfínar agnir yfir áramótin og get ég vonandi sagt frá niðurstöðum þeirra mælinga fljótlega.

Að lokum, til gamans, þá sáust brennur á gervitunglamyndum frá því um kl. 22:20 í gærkvöldi (31. des, 2012). Þetta eru hitamyndir, þannig að brennurnar sjást sem svartir dílar – ef vel er að gáð.

avhrr_isl_mwir_20121231_2220
NOAA via VÍ

Gleðilegt nýtt ár !

Friday, November 23, 2012

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur og veðuraðstæður sem valda því að styrkurinn nær yfir 50 µg/m3.

Throstur Thorsteinsson, Julia Hackenbruch, Einar Sveinbjörnsson, Thorsteinn Jóhannsson. 2013. Statistical assessment and modeling of the effects of weather conditions on H2S plume dispersal from Icelandic geothermal power plants. Geothermics 45: 31 - 40.

Greinin á síðu útgefandans Geothermics

Abstract

Episodes of high atmospheric load of hydrogen sulfide (H2S), where the concentration is over 50 μg m−3hourly average value, occur about 80 times a year in Reykjavik (data from 2007 to 2009). H2S originates mainly from two geothermal power plants 25–30 km (south-)east of Reykjavik, at Hellisheidi and Nesjavellir. Certain weather-dependent dispersion conditions, such as wind, cloud cover and air temperature, allow the transport of emissions towards Reykjavik and the neighboring cities, causing local air pollution. High concentrations of H2S occur within a narrow range of weather conditions, namely slow (mean value 2 ± 1 m s−1) easterly (114° ± 23°) winds, together with cold air temperatures (median value −3 °C) and preferably no, or little, cloud cover. A classification of weather types shows the preferred occurrence of high H2S concentrations in connection with low atmospheric exchange and autochthonous weather. Stable atmospheric stratification and inversions enable the transport of H2S emissions to Reykjavik. The measured concentrations, the short lived peaks in concentration and different values at nearby measurement stations, indicate a very narrow plume, which fits well with a Gaussian plume distribution model.

Thursday, November 1, 2012

Sand / ösku fok og há gildi PM10 á Raufarfelli

Mjög hár styrkur PM10 mælist á Raufarfelli.

20121101_Raufarfell_PM10

Styrkur svifryksmengunar, PM10, náði yfir 900 µg/m3 í dag, 1. nóvember, 2012 (gögn af mælivef VISTA).

Vindhraðinn hefur verið mikill, eins og gögn frá Kvískerjum sýna.

20121101_Kvisker_Vindur_IMO

Og á gervitunglamynd frá 13:40 í dag má sjá að það blæs sandi og ösku af öllu suðurlandi (MODIS NASA/Rapidfire).

20121101_modis_1340_crop