Monday, January 14, 2013

Höldum Landsvirkjun í eigu almennings

Í Silfri Egils, sunnudag 13. janúar, kom fram að ef Landsvirkjun bætir engu við, þá geti það greitt allar sínar skuldir á 10 árum og skilað arði/gjöldum til ríkisins upp á 50 milljarða (minnir mig) á ári eftir það !

Þetta fullyrti Jón Gunnarsson, virkjanasinni mikill, úr Sjálfstæðisflokknum !

Kemur þá kannski ekki mikið á óvart að þeir vilji fara að "opna" Landsvirkjun. Fyrst hleypa inn lífeyrissjóðum - hver getur verið á móti því að ávaxta ellilífeyrinn - og svo þegar þeir þurfa að losa um eignir þá einkaaðilar ? Varla hefði ríkið bolmagn til að kaupa !

Enda, ef farið er eftir sjónarmiðum þeirra sem eru þeim megin, er alveg ómögulegt að slíkur hagnaður dreifist á alla jafnt, hlýtur að vera betra að eignast nokkra milljarðamæringa sem láta hunangsdropa drjúpa til almúgans ?!?

Er ekki betra að flýta sér hægt, virkja meira ef eftirspurn er til staðar, í stað þess að þurfa ávallt að selja á lágmarks verði vegna þess að annars fer öll fjárfestingin í súginn.
<|>

No comments:

Post a Comment