Friday, November 20, 2015

Sandfok á SA-landi

Þurrt veður og sterkir vindar valda því að set frá jökulám verður loftborið og myndar sandfok. Dagana 19. og 20. nóvember má sjá greinilegt sandfok á suðausturlandi. Til dæmis frá farvegi Skaftár, þar sem töluvert af seti ætti að ver til staðar eftir nýlegt hlaup úr Eystri Skaftárkatli.

Vindhraði við Skarðsfjöruvita, sér í lagi hviður, voru yfir 10 m/s upp úr hádegi 19. nóvember skv. veðurathugunum á heimsíðum Veðurstofu Íslands.

Hér að neðan eru MODIS og Landsat gervitunglamyndir sem sýna sandfokið í kringum 13:50 þann 19. nóvember 2015.

20151119_1350_modis_crop
MODIS mynd frá kl. 13:50 þann 19. nóvember 2015 (Image courtesy of NASA/Rapidfire).

20151119_LC8_crop_b
Landsat 8 mynd frá 19. nóvember 2015 (Landsat 8 image from NASA and USGS). 

Í Reykjavík hefur einnig verið töluvert mikið af svifryki vegna þurrs veðurs og vinds. Til dæmis fór styrkur PM10 yfir  200 µg/m3, 30-mín meðaltal þann 18. nóvember 2015.

Monday, October 19, 2015

Sandfok norðan Vatnajökuls 17. október 2015

Töluvert sandfok var norðan við Dyngjujökul þann 17. október 2015.

Þann dag voru góð veðurskilyrði, fyrir sandfok, þurrt, hvasst og sólríkt. Vindhviður yfir 20 m/s og vindur yfir 15 m/s -  á mælistöðinni Upptyppingar.

20151017_Upptyppingar_f_1v

Vindhraði og hviður á veðurstöðinni við Upptyppinga. Gögn frá Veðurstofu Íslands.

Gervitunglamynd tekin kl. 12:55 þann 17. október 2015.

20151017_modis_zoom

Friday, May 1, 2015

Sandfok dagana 26. og 28. apríl 2015

Sólskin og þurrt á suðurlandi þessa dagana og nokkuð hvasst á köflum. Fín skilyrði fyrir sandfok!

Þann 26. apríl 2015 mátti sjá þó nokkuð marga upptakastaði sandfoks.

20150426_Iceland2.2015116.terra_zoom

Þann 28. apríl 2015 voru einnig mörg upptakasvæði sjáanleg, alla leið frá Ölfusi til Jökulsárlóns.

20150428_Iceland2.2015118.terra_zoom

Takið eftir að rétt austan Mýrdalsjökuls fer sandfokið í tvær mismunandi áttir á litlu svæði; beint til suðurs og síðan í suðvestur aðeins austar.

20150428_1700_Vedur_SA_IMO

Þessi mynd sýnir veðurathuganir kl. 17 á þessu svæði. Miðað við þessar mælingar er ekki ólíklegt að blásið hafi í sitthvora áttina á stöðum sem þó eru mjög nærri hvor öðrum.

Thursday, February 19, 2015

Takk fyrir skemmtilegt kvöld - Ferðafélag Íslands

Mér var boðið að halda erindi um “Heilsuverndarmörk og brennisteinsvetni á Höfuðborgarsvæðinu” hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, í gær 18. febrúar, 2015.

Ljómandi skemmtilegt kvöld og fínar umræður, takk fyrir mig.

Fræðslukvöld

Tuesday, February 3, 2015

Holuhraun

Gosið í Holuhrauni stendur enn, hefur verið stöðugt í gangi síðan 31. ágúst 2014. Hraunið eru nú orðið amk. 1.3 1.3 km3 og þekur yfir 80 km2. Enn kemur þó nokkuð af SO2 gasi upp og spillast loftgæði vegna þess reglulega; þessa dagana sérstaklega á SA og A-landi.

image

Mynd frá 31. janúar 2015, kl. 12:20 (Modis image from NASA/Rapidfire).