Grænu litirnir sýna aukningu í gróðri. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að greiningu á gögnum fyrir Ísland fyrir tímabilið 1982–2010. Ástæður aukins gróðurs eru m.a. minni beit, hlýnandi veðurfar og landgræðsla/skógrækt.
Sum þessara svæða er vinsæl sumarhúsasvæði og löngu kominn tími til að hugað verði að mati á hættunni af gróðureldum.
Fyrirbyggjandi aðgerðir eru fáar, ef nokkrar, víðast hvar. Oft eru ekki brunahanar með verulegum vatnskrafti á svæðinu, djúpir botnlangar, sem jafnvel er lokað með hliðum og keðjum og mjóir veikburða vegir.
Eitthvað til að hugsa um nú í upphafi sumarbústaðatímabilsins !