Sunday, April 29, 2012

Smá sandstormur austan Mýrdalsjökuls

Litlir sandstormar sjást austan við Mýrdalsjökul, rétt austan við Múlakvísl og rétt austan við Blautakvísl.

20120429_modis_1320_cropb

Klukkan 12 og 13 var veðrið bjart, en nokkur vindur eins og sést á kortum frá Veðurstofu Íslands.

image Kl. 12:0

image Kl. 13:00.

Engin auking í svifryki mælist til dæmis á Kirkubæjarklaustri eða Raufarfelli.

Saturday, April 28, 2012

Agnir í andrúmlofti “földu” hlýnun í austurhluta BNA

Enginn getur haldið því fram að vísindin í kringum hlýnun jarðar séu einföld eða allt sé vitað.

Nú hafa vísindamenn frá Harvard sýnt fram á að agnir (e. aerosols) í andrúmslofti yfir austurhluta Bandaríkjanna endurköstuðu sólarljósi, auk þess að auka skýjamyndun sem einnig endurkastar sólarljósi, og valda þannig kólnun við yfirborð jarðar. Þannig náðu agnir í lofti að “hylja” hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa.

Þetta sést vel á korti sem sýnir áhrif agna á hitastig við jörðu fyrir tímabilið 1970 – 1990.

image

Einnig þegar skoðaðar eru hitastigbreytingar milli 1930 og 1990.

image

Nú er hinsvegar unnið að því að draga úr útblæstri agna, bæði vegna súrs regns og heilsufarsáhrifa. Kaldhæðnin er sú að þetta veldur því að það dregur úr þessum kólnunaráhrifum og mikil hlýnun á sér stað.

Í Kína, og víðar, þar sem mikið af ögnum streymir út í andrúmsloftið má búast við að svipuð áhrif eigi sér stað og hluti hlýnunar sé því ekki mældur við yfirborð vegna agna-mengunar.

 

Unnið upp úr:

http://www.upi.com/Science_News/2012/04/27/Study-Pollution-hid-climate-warming/UPI-95831335561503/?spt=hs&or=sn

http://planetsave.com/2012/04/26/climate-scientists-discover-warming-hole-over-eastern-u-s-that-delayed-climate-impacts-from-ghgs/

Thursday, April 26, 2012

Rusl á hafi úti ekki bara við yfirborðið

Nýlegar rannsóknir vísindamanna við University of Washington á Kyrrahafi sýna að vindur hefur mikil áhrif á magn rusls, plasts, sem finnst á yfirborði hafsins.
Ef það er vindur, þrýstist fíngert (millimetra bútar) ruslið niður. Með því að meta magn plasts aðeins með mælingum við yfirborð er magnið vanmetið um allt að 2.5 falt til 27 falt !
image
Plastagnir á hafi úti eru mun minni en flesta grunar. Credit: Sea Education Association.
Bakgrunnur:

Sæstrengur til Evrópu

Í Fréttablaðið í dag (26. apríl 2012) skrifar Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og
viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, grein sem hann kallar “Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið?” – um sæstreng til Evrópu.

Ég get ekki alveg skilið rökin sem notuð eru fyrir því að selja “hráa” orku til Evrópu. Ekki auðveldaði þessi grein mér að skilja þau heldur – eins og sjá má á spurningum og athugasemdum hér að neðan (ýta á mynd til að sjá stærri).

MagnusBjarnason_2012_Frettabladid_LV_Saestrengur_1hluti_comments

Fyrir því að ég skil ekki þá hugmynd að selja orku gegnum sæstreng eru nokkrar ástæður:

  1. Það er ekki til umframorka í landinu, án nýrra virkjana í það minnsta (og flestir valkostir eru frekar af minni gerðinni).
  2. Auk þess virðist vera þó nokkur eftirspurn eftir orku innanlands (að minnsta kosti er það ástæðan sem notuð er – að umhverfismat tefji nýjar virkjanir sem nauðsynlegar eru fyrir stækkun og nýjum álverum/verksmiðjum).
  3. Samkvæmt rammaáætlun er í allra mesta lagi hægt að u.þ.b. tvöfalda raforkuframleiðslu landsins, þá er nánast allt tínt til og óvíst að gangi eftir.
  4. Einnig er næsta öruggt að orkuverð til almennings myndi hækka umtalsvert – 3–5 falt virðist líklegt miðað við reynsluna annars staðar.
  5. Við ættum auðvitað að nýta þessa orku hérlendis í stað þess að selja “hráa” orku út.
  6. Einnig er líklegt að fundnar yrðu leiðir til að einkavæða raforkusölu til Evrópu, ábyggilega hægt að finna að ríkið megi ekki vera í samkeppni eða eitthvað sniðugt. Þannig myndi ekkert nema verulega hækkað raforkuverð skila sér til almennings. Jafnvel þótt ekki verði einkavætt myndi “hagkvæmnin” fyrir almenning vera margfalt hærra raforkuverð og mögulega skortur á rafmagni (Evrópa getur jú auðveldlega nýtt alla okkar orku og margfalt meira).

Leisergeisla-sýningu í stað flugelda ?

Í  San Joaquin dalnum í BNA býður loftgæðaráðið (e. air district) hópum sem setja upp leisergeisla-sýningu í stað flugelda-sýningar 4. júlí hluta af $30 000 potti fyrir vikið.

Vitað er að loftgæðin spillast oft verulega hérlendis um áramót (sjá t.d. grein Þrastar og fleiri í Náttúrufræðingnum 2010). Er þarna komið eitthvað til að skoða, að minnsta kosti fyrir stórar sýningar þegar ekki nýtur vinds ?

Fréttin á ensku: Air District proposes lasers over fireworks for Fourth of July


Heimild
Þröstur Þorsteinsson, Þorsteinn Jóhannsson, Sigurður B. Finnsson og Anna Rósa Böðvarsdóttir. 2010. Svifryksmengun um áramót í Reykjavík. Náttúrufræðingurinn 80(1-2): 58 - 64.

Sunday, April 22, 2012

Sinueldur, Borgarfirði 20120421

Bændur að brenna sinu í Borgarfirði. Nokkuð sem Bjarna Þorsteinssyni, slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar finnst „Það er mjög slæmt að það sé verið að viðhalda þessum ósið, þetta er aftur á steinaldarstigi“ (sjá viðtal).

20120421_modis_1410_zoom

Gervitunglamynd frá 14:10, laugardaginn 21. apríl, 2012. (MODIS image from NASA Rapidfire).

Eldarnir sáust mjög greinilega, eins og sést á myndinna að ofan, frá gervitunglum.

20120421_Andakil_eldar_GEmap

Staðsetning eldanna skv. gervitunglagögnum. Sýndur er tími og orkulosun í MW (Fire Radiative Power).

Einar Svenbjörnsson hefur skemmtilega lýsingu á reykmekkinum á bloggsíðu sinni.

Thursday, April 5, 2012

Enginn ís á Öskjuvatni

Enginn ís er á Öskjuvatni þessa dagana. Þetta sést greinilega á gervitunglamynd frá NASA frá 2. apríl 2012.

20120402_modis_1340_crop

Öskjuvatn er dökki bletturinn fyrir miðju landi, aðeins til austurs.

Ekki eru margar skýringar til á þessu,ólíklegt virðist að veður spili þarna mikið hlutverk, önnur vötn ísi lögð á svipuðum slóðum. Þá stendur aukin jarðhitavirkni eftir sem líklegasta skýringin. Vatnið er djúpt, 220 m djúpt, þannig að aukning í jarðhita tekur tíma til að koma í ljós.

Monday, April 2, 2012

Aukinn gróður – mögulega aukin hætta á gróðureldum

image

Grænu litirnir sýna aukningu í gróðri. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að greiningu á gögnum fyrir Ísland fyrir tímabilið 1982–2010. Ástæður aukins gróðurs eru m.a. minni beit, hlýnandi veðurfar og landgræðsla/skógrækt.

Sum þessara svæða er vinsæl sumarhúsasvæði og löngu kominn tími til að hugað verði að mati á hættunni af gróðureldum.

Fyrirbyggjandi aðgerðir eru fáar, ef nokkrar, víðast hvar. Oft eru ekki brunahanar með verulegum vatnskrafti á svæðinu, djúpir botnlangar, sem jafnvel er lokað með hliðum og keðjum og mjóir veikburða vegir.

Eitthvað til að hugsa um nú í upphafi sumarbústaðatímabilsins !

Neikvæð heilsuáhrif grófs svifryks

Enn bætast við rannsóknir sem sýna neikvæð áhrif svifryks.

Í þetta skiptið er nýleg rannsókn í Stokkhólmi, Svíþjóð, sem sýnir að gróft svifryk (milli PM10 og PM2.5) eykur dánartíðni (e. mortality) um 1.68% fyrir hækkun um 10 micro-g/m3.

Uppspretta þessa grófa svifryks í Stokkhólmi er helst uppspænt malbik, en einnig geta slit á dekkjum,bremsum og slíku, auk sandstorma verið uppsprettur.

Greinin:
Kadri Meister, Christer Johansson, and Bertil Forsberg. Estimated Short-Term Effects of Coarse Particles on Daily Mortality in Stockholm, Sweden. Environmental Health Perspectives, 120(3); March 2012.
Umfjöllun á mbl.is:
http://mbl.is/frettir/taekni/2012/04/02/nagladekk_ogna_heilsunni/