Wednesday, November 13, 2013

Sandfok 12. nóv

20131112_modis_truecol_P20133161310
Image courtesy of NASA/Rapidfire, obtained via IMO.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:10 í gær, 12. nóvember.

Friday, November 8, 2013

Smá sandfok sjáanlegt á SA-landi

Smá sandfok sést milli skýjanna á suðausturlandi.

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire via IMO.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:15 í dag 8. nóvember 2013.

Saturday, November 2, 2013

Svifryk í Rvk og Hfj 1. nóv 2013

Mikið svifryk mældist bæði í Reykjavík og Hafnarfirði þann 1. nóvember 2013. Óvenju erfitt er að segja nákvæmlega til um orsakir þess í Reykjavík, en bruni í skipinu Fernando útskýrir að minnsta kosti hluta þess í Hafnarfirði.

Byrjum á gervitunglamynd frá kl. 13 í dag. Þar sést greinilega sandfok útfrá Reykjanesinu og einnig virðist vera slikja yfir Höfuðborgarsvæðinu, en ský gera erfitt fyrir með nánari greiningu.

image
Mynd tekin 13:10 í dag. Image courtesy of MODIS/Rapidfire.

Ekki augljóst hvar upptökin eru á sandfokinu?

Vindáttin í Reykjavík var norðlæg eins og sést á myndinni hér að neðan og vindhraði jókst frá hádegi, en var þó ekkert verulegur.

image
Gögn frá Veðurstofu Íslands (vedur.is).

Því kemur svæðið sunnan Langjökuls og Þórisjökuls, Hagavatn og Langavatn og svæðin þar suður af, vel til greina sem upptök sandfoks.

Styrkur svifryks mældist hár í Reykjavík og Hafnarfirði um og eftir hádegi, þannig að mögulega er orsökin sandfok.

image

Mælingar á svifryksmengun við Grensásveg í dag. Reyndar aðeins erfitt að sjá hversvegna styrkur hár frá því fyrir 8 í morgun (sjá vind hér að ofan). Væntanlega umferð með eitthvað tillegg í hægum vindi. Einnig mögulega opin þurr svæði. Seinni partinn virtist síðan vera jarðvegsryk, en mögulega er þetta bara umferð sem veldur þessu. Vantar illilega mælingar í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.

image
NOx fer hátt um morguninn og því sennilegt að umferð sé ástæðan að morgni, en hinsvegar er það ekki hátt frá um kl. 13.

image

Svifryk mælt á Hvaleyrarholti í dag. Í morgun var það bruninn í skipinu, Fernando, sem olli mikilli mengun. Mögulega var það einnig ástæðan rétt um hádegi, en kannski var það sandstormur því toppur svipaður og á GRE.


Varðskipið Þór tekur þátt í slökkvistörfum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson (fréttin).

Tuesday, October 29, 2013

Minni hafís, meiri úrkoma í Bretlandi en örlítið þurrara hérlendis ?

Nýlega birtist grein í Environmental Research Letters1 um mögulegt samband minnkandi hafíss á norðurhveli og mikillar úrkomu á sumrin, sér í lagi á Bretlandi. Niðurstöður þessara reikninga fyrir Ísland sýna að búast má við að heldur minni úrkoma verði á vestanverðu landinu (1. mynd). Ísland er þó eiginlega þarna á mörkum svæðis þar sem úrkoma minnkar og reyndar smá blettur nærri NA landi þar sem úrkom eykst smávægilega, þannig að mjög erfitt að segja mikið útfrá þessari líkankeyrslu.



1. mynd. Líkanreikningar fyrir breytingar í úrkomu í maí til júní milli ástandanna mikill hafís og lítill hafís.

Ástæðan fyrir aukinni úrkomu á sumrin á Bretlandseyjum er sú að “jet stream” færist sunnar þegar hafísbreiðan minnkar, samkvæmt þessum líkanreikningum. Sú tilfærsla á “jet stream” veldur blautari sumrum í kringum Bretlandseyjar.

1 Screen, J A. 2013. Influence of Arctic sea ice on European summer precipitation. ERL, 8(4), 044015.

Tuesday, September 17, 2013

Sandfok 17. september 2013

Áfram strekkingsvindur af norðri og sandfok af Landeyjasandi og þar í kring, Mýrdalssandi,Meðallandsfjörum og þar í kring.

20130917_1340
Mynd frá kl. 13:40. Image from NASA/Rapidfire via IMO.

(a) image (b) image

Vindhraði við Skarðsfjöruvita (a) var um 10 – 11 m/s, með hviðum upp í 15 m/s. Á Kirkjubæjarklaustri (b) var vindhraði 13 – 15 m/s, en hins vegar voru hviður upp í 25 m/s.

Monday, September 16, 2013

Sandfok þann 16. september 2013

image

Falleg lægð suðaustur af landinu veldur hvössum NNV vindi við suðurströndina, sem síðan veldur sandfoki frá Mýrdalssandi og Meðallandsfjörum.

Meðalvindhraði á Skarðsfjöruviti kringum hádegi, þegar gervitunglamyndir eru teknar (13:00 sú að neðan), var milli 14 – 16 m/s, með hviðum upp að 21 m/s.

20130916_1300
Image courtesy of NASA/Rapidfire and IMO.

Monday, September 2, 2013

Sandfok norðan Dyngjujökuls

Töluvert sandfok var af svæðinu norðan Dyngjujökuls, Holuhrauni, í dag eins og sést vel á tunglmynd frá því klukkan 14:40. Við Kárahnjúka var um 18 m/s vindhraði, með hviðum upp í 24 m/s,  kringum kl. 15 í dag.

20130902_P20132451440_crop
Image from NASA/Rapidfire via IMO.