Í áhugaverðri rannsókn, sem framkvæmd var af vísindamönnum við University of East Anglia (og Háskóla Íslands, Tómas G Gunnarsson), kom í ljós að áætæða þess að fuglar koma fyrr á varpstöðvar nú en áður er ekki vegna þess að einstakir fuglar ákveði að koma fyrr, heldur vegna þess að þeir verpa fyrr og “nýjir” fuglar koma því fyrr á varpstöðvarnar.
Hnattræn hlýnun leyfir þannig fuglum að verpa og koma ungum á legg fyrr en áður, sem aftur veldur því að þeir fuglar (sem fæðast “fyrr”) koma fyrr á varpstöðvarnar. Hinsvegar halda einstakir fuglar mjög fast við komutíma sinn á varpstöðvarnar.
Eða, eins og segir í frétt um rannsóknina:
We found that birds hatched in the late 1990s arrived in May, but those hatched in more recent years are tending to arrive in April. So the arrival dates are advancing because the new youngsters are migrating earlier.
Þessi rannsókn skoðaði ferðavenjur Jaðrakans yfir 20 ára tímabil.
Meira um þessa rannsókn á Eurekalert.com.