Wednesday, November 13, 2013

Ástæða þess að fuglar koma fyrr á varpstöðvar

Í áhugaverðri rannsókn, sem framkvæmd var af vísindamönnum við University of East Anglia (og Háskóla Íslands, Tómas G Gunnarsson), kom í ljós að áætæða þess að fuglar koma fyrr á varpstöðvar nú en áður er ekki vegna þess að einstakir fuglar ákveði að koma fyrr, heldur vegna þess að þeir verpa fyrr og “nýjir” fuglar koma því fyrr á varpstöðvarnar.

Hnattræn hlýnun leyfir þannig fuglum að verpa og koma ungum á legg fyrr en áður, sem aftur veldur því að þeir fuglar (sem fæðast “fyrr”) koma fyrr á varpstöðvarnar. Hinsvegar halda einstakir fuglar mjög fast við komutíma sinn á varpstöðvarnar.

EarlierBirdMigration

Eða, eins og segir í frétt um rannsóknina:

We found that birds hatched in the late 1990s arrived in May, but those hatched in more recent years are tending to arrive in April. So the arrival dates are advancing because the new youngsters are migrating earlier.

Þessi rannsókn skoðaði ferðavenjur Jaðrakans yfir 20 ára tímabil.

Meira um þessa rannsókn á Eurekalert.com.

Sandfok 12. nóv

20131112_modis_truecol_P20133161310
Image courtesy of NASA/Rapidfire, obtained via IMO.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:10 í gær, 12. nóvember.

Friday, November 8, 2013

Smá sandfok sjáanlegt á SA-landi

Smá sandfok sést milli skýjanna á suðausturlandi.

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire via IMO.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:15 í dag 8. nóvember 2013.

Saturday, November 2, 2013

Svifryk í Rvk og Hfj 1. nóv 2013

Mikið svifryk mældist bæði í Reykjavík og Hafnarfirði þann 1. nóvember 2013. Óvenju erfitt er að segja nákvæmlega til um orsakir þess í Reykjavík, en bruni í skipinu Fernando útskýrir að minnsta kosti hluta þess í Hafnarfirði.

Byrjum á gervitunglamynd frá kl. 13 í dag. Þar sést greinilega sandfok útfrá Reykjanesinu og einnig virðist vera slikja yfir Höfuðborgarsvæðinu, en ský gera erfitt fyrir með nánari greiningu.

image
Mynd tekin 13:10 í dag. Image courtesy of MODIS/Rapidfire.

Ekki augljóst hvar upptökin eru á sandfokinu?

Vindáttin í Reykjavík var norðlæg eins og sést á myndinni hér að neðan og vindhraði jókst frá hádegi, en var þó ekkert verulegur.

image
Gögn frá Veðurstofu Íslands (vedur.is).

Því kemur svæðið sunnan Langjökuls og Þórisjökuls, Hagavatn og Langavatn og svæðin þar suður af, vel til greina sem upptök sandfoks.

Styrkur svifryks mældist hár í Reykjavík og Hafnarfirði um og eftir hádegi, þannig að mögulega er orsökin sandfok.

image

Mælingar á svifryksmengun við Grensásveg í dag. Reyndar aðeins erfitt að sjá hversvegna styrkur hár frá því fyrir 8 í morgun (sjá vind hér að ofan). Væntanlega umferð með eitthvað tillegg í hægum vindi. Einnig mögulega opin þurr svæði. Seinni partinn virtist síðan vera jarðvegsryk, en mögulega er þetta bara umferð sem veldur þessu. Vantar illilega mælingar í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum.

image
NOx fer hátt um morguninn og því sennilegt að umferð sé ástæðan að morgni, en hinsvegar er það ekki hátt frá um kl. 13.

image

Svifryk mælt á Hvaleyrarholti í dag. Í morgun var það bruninn í skipinu, Fernando, sem olli mikilli mengun. Mögulega var það einnig ástæðan rétt um hádegi, en kannski var það sandstormur því toppur svipaður og á GRE.


Varðskipið Þór tekur þátt í slökkvistörfum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson (fréttin).

Tuesday, October 29, 2013

Minni hafís, meiri úrkoma í Bretlandi en örlítið þurrara hérlendis ?

Nýlega birtist grein í Environmental Research Letters1 um mögulegt samband minnkandi hafíss á norðurhveli og mikillar úrkomu á sumrin, sér í lagi á Bretlandi. Niðurstöður þessara reikninga fyrir Ísland sýna að búast má við að heldur minni úrkoma verði á vestanverðu landinu (1. mynd). Ísland er þó eiginlega þarna á mörkum svæðis þar sem úrkoma minnkar og reyndar smá blettur nærri NA landi þar sem úrkom eykst smávægilega, þannig að mjög erfitt að segja mikið útfrá þessari líkankeyrslu.



1. mynd. Líkanreikningar fyrir breytingar í úrkomu í maí til júní milli ástandanna mikill hafís og lítill hafís.

Ástæðan fyrir aukinni úrkomu á sumrin á Bretlandseyjum er sú að “jet stream” færist sunnar þegar hafísbreiðan minnkar, samkvæmt þessum líkanreikningum. Sú tilfærsla á “jet stream” veldur blautari sumrum í kringum Bretlandseyjar.

1 Screen, J A. 2013. Influence of Arctic sea ice on European summer precipitation. ERL, 8(4), 044015.

Tuesday, September 17, 2013

Sandfok 17. september 2013

Áfram strekkingsvindur af norðri og sandfok af Landeyjasandi og þar í kring, Mýrdalssandi,Meðallandsfjörum og þar í kring.

20130917_1340
Mynd frá kl. 13:40. Image from NASA/Rapidfire via IMO.

(a) image (b) image

Vindhraði við Skarðsfjöruvita (a) var um 10 – 11 m/s, með hviðum upp í 15 m/s. Á Kirkjubæjarklaustri (b) var vindhraði 13 – 15 m/s, en hins vegar voru hviður upp í 25 m/s.

Monday, September 16, 2013

Sandfok þann 16. september 2013

image

Falleg lægð suðaustur af landinu veldur hvössum NNV vindi við suðurströndina, sem síðan veldur sandfoki frá Mýrdalssandi og Meðallandsfjörum.

Meðalvindhraði á Skarðsfjöruviti kringum hádegi, þegar gervitunglamyndir eru teknar (13:00 sú að neðan), var milli 14 – 16 m/s, með hviðum upp að 21 m/s.

20130916_1300
Image courtesy of NASA/Rapidfire and IMO.

Monday, September 2, 2013

Sandfok norðan Dyngjujökuls

Töluvert sandfok var af svæðinu norðan Dyngjujökuls, Holuhrauni, í dag eins og sést vel á tunglmynd frá því klukkan 14:40. Við Kárahnjúka var um 18 m/s vindhraði, með hviðum upp í 24 m/s,  kringum kl. 15 í dag.

20130902_P20132451440_crop
Image from NASA/Rapidfire via IMO.

Friday, July 26, 2013

Endurnýjanleg orka

Viðtal í þættinum Sjónmál á Rás 1, þann 26. júlí 2013, þar sem (af vef þáttarins):
Rætt var um endurnýjanlega orkugjafa af ólíkum toga, takmarkanir þeirra og framtíðarmöguleika. Marteinn Sindri Jónsson  talaði við Dr. Þröst Þorsteinsson dósent í umhverfis og auðlindafræðum og sérfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 
 
Download this MP3 - (Right Click)

Friday, July 19, 2013

Svifryk í Reykjavík 2008 – 2012

Í dag var Rebekka Kienle, diploma nemi minn frá þýskalandi, með kynningu á verkefninu sínu:
PM10 concentration in Reykjavík 2008 – 2012 ABSTRACT

The particulate matter concentration in Reykjavík is rather low. Nevertheless, the daily limit value of 50 μg/m3 for PM10 is exceeded several times at the urban traffic monitoring station GRE in the center of Reykjavík in the time period 2008 – 2012 (on average 19 times per year). The annual average concentration is above the limit value, 20 μg/m3, for all the years, except in 2012. Comparing data from the GRE station with data from the urban background station FHG, different emission sources of PM10 in Reykjavík could be identified. Traffic plays an important role as an emission source in Reykjavík and contributes on average to almost one third to the total number of days of exceedances in these years. The PM10 level differs between the emission sources. Days of exceedances due to traffic show the lowest daily average concentration, whereas days of exceedances due to ash and dust storms recorded the highest PM10 concentrations.
Because negative health effects of PM10 have been observed in recent studies, it is important to predict the particulate matter concentrations in advance. A model to predict the PM10 concentrations in Reykjavík due to traffic and other local emission sources was constructed by Þröstur Þorsteinsson. The model is process-based with a few tunable parameters. Three model runs with different weighting of the parameters are compared. The objective was, to optimize the model, so that it reflects the measured PM10 values well. The investigations have shown that the model shows a good correlation between the measured and predicted PM10 concentrations but has problems identifying the days of exceedances due to local emission sources.

Wednesday, May 22, 2013

Sand fok á haf út þann 22. maí 2013

Sólríkt og vindasamt, og því kjöraðstæður fyrir sandfok á suðurströndinni í norðanáttinni.

Veðurathuganir í Skarðsfjöruvita (græni punkturinn) sýna að vindurinn hefur verið nokkuð sterkur, eða um og yfir 10 m/s kringum hádegi (gögn frá vedur.is).
image 
image
 

Gervitunglamyndir sýna sandfokið vel, kl. 13:52.

20130522_modis_red_Mix_crop

Þessi er sambland af rásum, þannig að ekkert að marka litini, en sandfokið verður svolítið meira áberandi. “Raunlitir” hér að neðan.

20130522_modis_truecol_A20131421240_crop

Friday, May 17, 2013

Sandfok á suðurlandi og hágildi í PM10 í Reykjavík þann 16. maí

Sandfok var greinilegt á suðurlandi í gær, mestallan daginn og meðal annars á gervitunglamyndum teknum kringum 13 þann 16. maí 2013.

20130516_modis_truecol_A20131361315_crop

20130516_modis_truecol_P20131361335_crop

Einnig komu hágildi í svifryki (mælistöðin við Grensásveg) sem voru nokkuð há, en tengjast ekki þessu sandfoki og raunar ekki hægt að sjá neitt sandfok sem hefði átt að berast inn yfir borgina í norðanátt. Uppruni þessara toppa, sér í lagi þess sem nær næstum 250 µg/m3 um 11, er því óljós. Vindhraðinn var ekkert sérlega mikill, rétt um 5 m/s á þessum tíma og vindáttin nokkuð eindregin norðanátt. Umferð á einhvern þátt í þessu, en hvað veldur þessum stóra toppi ?

image

Wednesday, May 15, 2013

Veggspjald á Final Ice2sea Open Forum

Háskóli Íslands tók þátt í stóru verkefni á vegum EU sem kallast Ice2sea. Meðal niðurstaðna í verkefninu er betra mat á mögulegri hækkun sjávar (95% líkur að verði innan við 1 m til ársins 2100). Framlag jöklahóps HÍ varðaði botnskrið jökla, eins og skoða má á veggspjaldinu hér að neðan.

Thorsteinsson_SEBSliding

Í mjög stuttu máli þróuðum við aðferð þar sem breytileiki í vatnsmagni sem nær til botns ákvarðar getu þess vatnskerfis sem er á botni til að flytja vatnið. Þannig valda snöggar breytingar í vatnsmagni hlutfallslega miklu botnskriði í samanburði við samskonar breytingar í vatnsmagni sem verða á reglubundinn hátt, til dæmis dægursveifla á sumrin.

ice2sea_logo

Tuesday, May 14, 2013

Sand og ösku fok

Þann 14. maí 2013 var nokkuð sand og ösku fok af suðurlandi, enda sólríkt og vindasamt. Til dæmis í Þykkvabæ, þar sem vindhraði var um 15 m/s rétt fyrir hádegi í dag.

image

Gervitunglamyndir frá 11:50, 12:10, 13:30 og 13:45 sýna hvernig sandur og væntanlega enn einhver aska fauk á haf út í norðanátt.

11:5020130514_modis_truecol_A20131341150_crop

12:10

20130514_modis_truecol_P20131341210_crop

13:30

20130514_modis_truecol_A20131341330_crop

13:45

20130514_modis_truecol_P20131341345_crop

Sunday, April 28, 2013

Sandfok þann 28. apríl 2013

Sterkir norðanvindar, yfir 15 m/s, og þurrt veður, þíðir sandstormur (oft á tíðum).

image

Vindur á Stórhöfða, Vestmannaeyjum í dag (gögn frá Veðurstofu Íslands).

Gervitunglamynd frá 11:50 í dag.

20130428_overview

Lítum nánar á upptakasvæðið

20130428_modis_truecol_A20131181150_crop

Önnur mynd, núna frá því kl. 12:10

20130428_modis_truecol_P20131181210

Monday, April 15, 2013

Sand- og öskufok 15. apríl 2013

Nokkuð hvass vindur, t.d. NV til N 18 – 19 m/s á Höfn í Hornarfirði milli 12 og 15 í dag. Sand- og öskufok, sér í lagi SA-lands, skemmtilegt að sjá þróunina á myndum frá því kl. 12:20, 12:40 og 14:00 í dag.
20130415_modis_truecol_A2013105122020130415_modis_truecol_P2013105124020130415_modis_truecol_A20131051400
Images courtesy of NASA/Rapidfire.

Mikið af ögnum í lofti þann 14. apríl 2013

Hár styrkur PM10 mældist í Reykjavík og í Fljótshverfi fyrir austan sunnudaginn 14. apríl 2013.

Fyrst Reykjavík, 24-klst meðaltalið var um 89.4 µg/m3 (heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m3). Vindhraði í borginni var ekkert sérlega mikill (4-5 m/s), en mun meiri víða nærri.

image

Í Fljótshverfi voru mjög há gildi mæld í gær !

image
Graf fengið af vef ust.is

Staðsetning mælisins í Fljótshverfi er sýnd á kortinu hér að neða (græna merkið sunnan vestasta hluta Vatnajökuls).

image

Á gervitunglamyndum sést greinilega að heilmikið af sandi og ösku var að fjúka. Hér að neðan er mynd frá því kl. 13:15 (14. apríl 2013). Fljótshverfi var að hluta til hulið skýjum, en neðri myndin sýnir það svæði.

image

image

Fljótshverfi og nágrenni 14. apríl 2013.

Thursday, April 11, 2013

Svifryk, sandstormur og kannski gróðureldur

Miðvikudaginn 10. apríl 2013 var margt að gerast.

Svifryk var yfir mörkum í Rvk., smá sandstormur á suðurlandi og mögulega gróðureldur einnig. Skoðum nánar.

Svifryk yfir mörkum í Reykjavík, stöðin við Grensásveg.

image

Meðaltal sólarhringsins var um 58.6 µg/m3, en heilsuverndarmörk eru 50 µg/m3. Vindhraði var undir 5 m/s og við sjáum að jafnvel þó NOx fari ekki mjög hátt, tengist þetta líklegast umferðinni.

Lítinn sandstorm mátti mögulega greina á MODIS mynd frá Terra tunglinu.

20130410_modis_worldview_crop
(Image courtesy of NASA/Rapidfire)

Síðan var mögulega gróðureldur, en hef ekki fundið neitt um það í fréttum. Þetta gæti einnig verið misgreining, en læt fylgja með að gamni – væri gaman að heyra ef einhver getur staðfest hvort eldur var þarna í kringum 14 á miðvikudag 10. apríl 2013.

Staðsetning skv. gervitunglum:

image
Kort frá ja.is.

Gervitunglamynd, frá því kl. 14, þar sem mögulega má sjá reyk ?

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire.

Friday, April 5, 2013

Astmi í börnum vegna mengunar frá umferð

Samkvæmt nýrri rannsókn eru um 14% langvinnra astma-tilfella í börnum í 10 borgum evrópu vegna mengunar frá umferð. Samskonar tölur vegna óbeinna reykinga eru á bilinu 4% – 18% !

Þessi tala, 14%, er fjöldi tilfella sem ekki hefðu komið upp ef ekki væri fyrir umferðarmengun.

Fréttin á ensku:
http://environmentalresearchweb.org/cws/article/yournews/52869

Monday, April 1, 2013

Verið góð–ekki skilja eftir glóð

Bara smá tilraun til að benda á að fara verður varlega með glóð í náttúrunni.

Á vorin er mikið af sinu, og dauðum gróðri, sem getur verið mjög þurr.

Á sumrin kom einnig annað slagið langir þurrkakaflar og gróður getur þá orðið mjög þurr.

Alltaf ætti að fara varlega með eld í náttúrunni.

EldarGrillGlod

EldarSigarettaGlod