Tuesday, October 29, 2013

Minni hafís, meiri úrkoma í Bretlandi en örlítið þurrara hérlendis ?

Nýlega birtist grein í Environmental Research Letters1 um mögulegt samband minnkandi hafíss á norðurhveli og mikillar úrkomu á sumrin, sér í lagi á Bretlandi. Niðurstöður þessara reikninga fyrir Ísland sýna að búast má við að heldur minni úrkoma verði á vestanverðu landinu (1. mynd). Ísland er þó eiginlega þarna á mörkum svæðis þar sem úrkoma minnkar og reyndar smá blettur nærri NA landi þar sem úrkom eykst smávægilega, þannig að mjög erfitt að segja mikið útfrá þessari líkankeyrslu.



1. mynd. Líkanreikningar fyrir breytingar í úrkomu í maí til júní milli ástandanna mikill hafís og lítill hafís.

Ástæðan fyrir aukinni úrkomu á sumrin á Bretlandseyjum er sú að “jet stream” færist sunnar þegar hafísbreiðan minnkar, samkvæmt þessum líkanreikningum. Sú tilfærsla á “jet stream” veldur blautari sumrum í kringum Bretlandseyjar.

1 Screen, J A. 2013. Influence of Arctic sea ice on European summer precipitation. ERL, 8(4), 044015.

Tuesday, September 17, 2013

Sandfok 17. september 2013

Áfram strekkingsvindur af norðri og sandfok af Landeyjasandi og þar í kring, Mýrdalssandi,Meðallandsfjörum og þar í kring.

20130917_1340
Mynd frá kl. 13:40. Image from NASA/Rapidfire via IMO.

(a) image (b) image

Vindhraði við Skarðsfjöruvita (a) var um 10 – 11 m/s, með hviðum upp í 15 m/s. Á Kirkjubæjarklaustri (b) var vindhraði 13 – 15 m/s, en hins vegar voru hviður upp í 25 m/s.

Monday, September 16, 2013

Sandfok þann 16. september 2013

image

Falleg lægð suðaustur af landinu veldur hvössum NNV vindi við suðurströndina, sem síðan veldur sandfoki frá Mýrdalssandi og Meðallandsfjörum.

Meðalvindhraði á Skarðsfjöruviti kringum hádegi, þegar gervitunglamyndir eru teknar (13:00 sú að neðan), var milli 14 – 16 m/s, með hviðum upp að 21 m/s.

20130916_1300
Image courtesy of NASA/Rapidfire and IMO.

Monday, September 2, 2013

Sandfok norðan Dyngjujökuls

Töluvert sandfok var af svæðinu norðan Dyngjujökuls, Holuhrauni, í dag eins og sést vel á tunglmynd frá því klukkan 14:40. Við Kárahnjúka var um 18 m/s vindhraði, með hviðum upp í 24 m/s,  kringum kl. 15 í dag.

20130902_P20132451440_crop
Image from NASA/Rapidfire via IMO.

Friday, July 26, 2013

Endurnýjanleg orka

Viðtal í þættinum Sjónmál á Rás 1, þann 26. júlí 2013, þar sem (af vef þáttarins):
Rætt var um endurnýjanlega orkugjafa af ólíkum toga, takmarkanir þeirra og framtíðarmöguleika. Marteinn Sindri Jónsson  talaði við Dr. Þröst Þorsteinsson dósent í umhverfis og auðlindafræðum og sérfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 
 
Download this MP3 - (Right Click)

Friday, July 19, 2013

Svifryk í Reykjavík 2008 – 2012

Í dag var Rebekka Kienle, diploma nemi minn frá þýskalandi, með kynningu á verkefninu sínu:
PM10 concentration in Reykjavík 2008 – 2012 ABSTRACT

The particulate matter concentration in Reykjavík is rather low. Nevertheless, the daily limit value of 50 μg/m3 for PM10 is exceeded several times at the urban traffic monitoring station GRE in the center of Reykjavík in the time period 2008 – 2012 (on average 19 times per year). The annual average concentration is above the limit value, 20 μg/m3, for all the years, except in 2012. Comparing data from the GRE station with data from the urban background station FHG, different emission sources of PM10 in Reykjavík could be identified. Traffic plays an important role as an emission source in Reykjavík and contributes on average to almost one third to the total number of days of exceedances in these years. The PM10 level differs between the emission sources. Days of exceedances due to traffic show the lowest daily average concentration, whereas days of exceedances due to ash and dust storms recorded the highest PM10 concentrations.
Because negative health effects of PM10 have been observed in recent studies, it is important to predict the particulate matter concentrations in advance. A model to predict the PM10 concentrations in Reykjavík due to traffic and other local emission sources was constructed by Þröstur Þorsteinsson. The model is process-based with a few tunable parameters. Three model runs with different weighting of the parameters are compared. The objective was, to optimize the model, so that it reflects the measured PM10 values well. The investigations have shown that the model shows a good correlation between the measured and predicted PM10 concentrations but has problems identifying the days of exceedances due to local emission sources.

Wednesday, May 22, 2013

Sand fok á haf út þann 22. maí 2013

Sólríkt og vindasamt, og því kjöraðstæður fyrir sandfok á suðurströndinni í norðanáttinni.

Veðurathuganir í Skarðsfjöruvita (græni punkturinn) sýna að vindurinn hefur verið nokkuð sterkur, eða um og yfir 10 m/s kringum hádegi (gögn frá vedur.is).
image 
image
 

Gervitunglamyndir sýna sandfokið vel, kl. 13:52.

20130522_modis_red_Mix_crop

Þessi er sambland af rásum, þannig að ekkert að marka litini, en sandfokið verður svolítið meira áberandi. “Raunlitir” hér að neðan.

20130522_modis_truecol_A20131421240_crop