Friday, March 9, 2012

Ný grein um ösku og heilsu

Ný grein í BMJ open um fyrstu niðurstöður rannsókna á heilsufari íbúa í nágrenni Eyjafjallajökuls eftir gosið 2010.

Í stuttu máli virðist askan ekki hafa haft verulega alvarleg áhrif, engin bráðatilfelli, fyrir utan ertingu í öndunarfærum og að þeir sem höfðu astma fundu fyrir meiri áhrifum.

Tilvitnun:

Hanne Krage Carlsen, Thorarinn Gislason, Bryndis Benediktsdottir, Thorir Bjorn Kolbeinsson, Arna Hauksdottir, Throstur Thorsteinsson, Haraldur Briem. 2012.
A survey of early health effects of the Eyjafjallajökull 2010 eruption in Iceland: a population-based study.
BMJ Open 2012;2:e000343. doi:10.1136/bmjopen-2011-000343 (Paper on BMJ Open web site)

Wednesday, February 22, 2012

Sandstormur á Skeiðarársandi

Þann 18. febrúar 2012 var greinilegur sandstormur á Skeiðarársandi.

Gervitunglamynd frá því kl. 13:00 sýnir það mjög vel.

20120218_1300_modis
Image courtesy of NASA/GSFC, Rapid Response.

Vindur í nágrenninu var nokkuð mikill

image
Gögn frá DataMarket.

Vindhraðinn nær 15 m/s um hádegi á mælistöðinni Kirkjubæjarklaustur – Stjórnarsandur, sjá mynd að neðan.

image
Mynd af GoogleEarth.

Tuesday, January 10, 2012

Greenland getting darker

Melt ponds, dust and changes in size and shape of the snow crystals (near center) are making the Greenland ice sheet darker. That leads to more energy being absorbed – more melting …

NASA has a great map showing this – comparing reflectiveness in June – August 2011 to average for same period in 2000 – 2006.

Greenland’s Ice Is Growing DarkerColor bar for Greenland’s Ice Is Growing Darker

Source http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=76916&src=eorss-iotd

Wednesday, January 4, 2012

Verndun svartfugla

Nýlega kom út skýrsla starfshóps um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Bændur (vildu semja), skotveiðimenn og jafnvel fleiri, hafa mótmælt tillögu hópsins um bann við veiðum.

Það má alltaf deila um áhrif einstakra þátta, eins og veiða, á stofna. Hinsvegar virðist nokkuð augljóst að þörf er á aðgerðum til að hjálpa þessum fuglum, mikill viðkomubrestur hefur verið undanfarið.

Tölurnar tala sínu máli (fengið úr skýrslu starfshópsins):

Stofn Stofnstærð
(pör 1985)
Stofnstærð
(pör 2007)
Fækkun frá 1985 (%)
Álka 378 000 310 000 18%
Langvía 992 000 690 000 30%
Stuttnefja 579 000 330 000 43%
Lundi 2 – 3 milljón 2,5 milljón (?) ?
Teista 10 – 20 000 ? ?

Veiðar á lunda hafa dregist verulega saman, sem segir nú einnig einhverja sögu.

image
1. mynd. Lundaveiði í háf. Efsta línan sýnir heildarveiði á landinu. Mynd úr skýrslunni.

Af þessu, auk fjölda annara atriða sem nefnd eru í skýrslunni (http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Tillogur-svartfuglahops-2011.pdf), er nokkuð augljóst að rétt er að gera það sem hægt er til að auðvelda svartfuglastofnunum að ná sér.

<|>

Tuesday, January 3, 2012

Svifryk um áramótin 2011/12

GRE PM 2011-2012

Styrkur svifryks við Grensásveg (GRE) náði 1230 micro-g/m3 á hálftímanum frá miðnætti til 12:30 þann 1. janúar, 2012.

Úrkoma og hægur vindur sáu svo til þess að þessi toppur varði ekki lengi.

Wednesday, November 23, 2011

Ísfingur teygja sig niður

Magnað myndband sem sýnir hvernig salt sem hafísinn losar sig við sekkur og myndar ísfingur sem ná niður á botn.
Enn ein snilldarmyndatakan frá BBC.

Deathly ice finger caught on film: A bizarre underwater "icicle of death" is captured on camera for the first time by BBC filmmakers.

Wednesday, October 19, 2011

Ösku/sand stormur sunnan Vatnajökuls þann 18. október 2011

Enn nóg af ösku, og sandi, til að hreyfa við þegar þurrt er og hvasst á svæðinu sunnan Vatnajökuls. Og raunar víðar.

20112911330

MODIS mynd frá 13:30 (Image courtesy of NASA/Rapifire).

 A20112911140

MODIS mynd frá 11:40 (Image courtesy of NASA/Rapifire).