Töluvert sandfok var af svæðinu norðan Dyngjujökuls, Holuhrauni, í dag eins og sést vel á tunglmynd frá því klukkan 14:40. Við Kárahnjúka var um 18 m/s vindhraði, með hviðum upp í 24 m/s, kringum kl. 15 í dag.
Monday, September 2, 2013
Friday, July 26, 2013
Endurnýjanleg orka
Friday, July 19, 2013
Svifryk í Reykjavík 2008 – 2012
PM10 concentration in Reykjavík 2008 – 2012 ABSTRACT
The particulate matter concentration in Reykjavík is rather low. Nevertheless, the daily limit value of 50 μg/m3 for PM10 is exceeded several times at the urban traffic monitoring station GRE in the center of Reykjavík in the time period 2008 – 2012 (on average 19 times per year). The annual average concentration is above the limit value, 20 μg/m3, for all the years, except in 2012. Comparing data from the GRE station with data from the urban background station FHG, different emission sources of PM10 in Reykjavík could be identified. Traffic plays an important role as an emission source in Reykjavík and contributes on average to almost one third to the total number of days of exceedances in these years. The PM10 level differs between the emission sources. Days of exceedances due to traffic show the lowest daily average concentration, whereas days of exceedances due to ash and dust storms recorded the highest PM10 concentrations.
Because negative health effects of PM10 have been observed in recent studies, it is important to predict the particulate matter concentrations in advance. A model to predict the PM10 concentrations in Reykjavík due to traffic and other local emission sources was constructed by Þröstur Þorsteinsson. The model is process-based with a few tunable parameters. Three model runs with different weighting of the parameters are compared. The objective was, to optimize the model, so that it reflects the measured PM10 values well. The investigations have shown that the model shows a good correlation between the measured and predicted PM10 concentrations but has problems identifying the days of exceedances due to local emission sources.
Wednesday, May 22, 2013
Sand fok á haf út þann 22. maí 2013
Sólríkt og vindasamt, og því kjöraðstæður fyrir sandfok á suðurströndinni í norðanáttinni.
Veðurathuganir í Skarðsfjöruvita (græni punkturinn) sýna að vindurinn hefur verið nokkuð sterkur, eða um og yfir 10 m/s kringum hádegi (gögn frá vedur.is).
Gervitunglamyndir sýna sandfokið vel, kl. 13:52.
Þessi er sambland af rásum, þannig að ekkert að marka litini, en sandfokið verður svolítið meira áberandi. “Raunlitir” hér að neðan.
Friday, May 17, 2013
Sandfok á suðurlandi og hágildi í PM10 í Reykjavík þann 16. maí
Sandfok var greinilegt á suðurlandi í gær, mestallan daginn og meðal annars á gervitunglamyndum teknum kringum 13 þann 16. maí 2013.
Einnig komu hágildi í svifryki (mælistöðin við Grensásveg) sem voru nokkuð há, en tengjast ekki þessu sandfoki og raunar ekki hægt að sjá neitt sandfok sem hefði átt að berast inn yfir borgina í norðanátt. Uppruni þessara toppa, sér í lagi þess sem nær næstum 250 µg/m3 um 11, er því óljós. Vindhraðinn var ekkert sérlega mikill, rétt um 5 m/s á þessum tíma og vindáttin nokkuð eindregin norðanátt. Umferð á einhvern þátt í þessu, en hvað veldur þessum stóra toppi ?
Wednesday, May 15, 2013
Veggspjald á Final Ice2sea Open Forum
Háskóli Íslands tók þátt í stóru verkefni á vegum EU sem kallast Ice2sea. Meðal niðurstaðna í verkefninu er betra mat á mögulegri hækkun sjávar (95% líkur að verði innan við 1 m til ársins 2100). Framlag jöklahóps HÍ varðaði botnskrið jökla, eins og skoða má á veggspjaldinu hér að neðan.
Í mjög stuttu máli þróuðum við aðferð þar sem breytileiki í vatnsmagni sem nær til botns ákvarðar getu þess vatnskerfis sem er á botni til að flytja vatnið. Þannig valda snöggar breytingar í vatnsmagni hlutfallslega miklu botnskriði í samanburði við samskonar breytingar í vatnsmagni sem verða á reglubundinn hátt, til dæmis dægursveifla á sumrin.
Tuesday, May 14, 2013
Sand og ösku fok
Þann 14. maí 2013 var nokkuð sand og ösku fok af suðurlandi, enda sólríkt og vindasamt. Til dæmis í Þykkvabæ, þar sem vindhraði var um 15 m/s rétt fyrir hádegi í dag.
Gervitunglamyndir frá 11:50, 12:10, 13:30 og 13:45 sýna hvernig sandur og væntanlega enn einhver aska fauk á haf út í norðanátt.
11:50
12:10
13:30
13:45