Tuesday, January 1, 2013

Svifryk um áramót

Það var nú heldur minna af flugeldum þessi áramótin en oft áður – fannst manni að minnsta kosti.

Mælingar á PM10 frá Grensásvegi (GRE), Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG) og færanlegri mælistöð (FAR, Ártúnsholti, rétt suðaustan við gatnamót Birtingakvíslar og Straums), sýna að mengunin var tiltölulega skammvinn þessi áramót, en náði þó ansi háu gildi á FAR (þó hefur mælst yfir 2300 µg/m3 um áramót).

image

Tilraun var gerð til að mæla fínar- og örfínar agnir yfir áramótin og get ég vonandi sagt frá niðurstöðum þeirra mælinga fljótlega.

Að lokum, til gamans, þá sáust brennur á gervitunglamyndum frá því um kl. 22:20 í gærkvöldi (31. des, 2012). Þetta eru hitamyndir, þannig að brennurnar sjást sem svartir dílar – ef vel er að gáð.

avhrr_isl_mwir_20121231_2220
NOAA via VÍ

Gleðilegt nýtt ár !

Friday, November 23, 2012

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum

Ný grein um dreifingu H2S frá jarðvarmavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur og veðuraðstæður sem valda því að styrkurinn nær yfir 50 µg/m3.

Throstur Thorsteinsson, Julia Hackenbruch, Einar Sveinbjörnsson, Thorsteinn Jóhannsson. 2013. Statistical assessment and modeling of the effects of weather conditions on H2S plume dispersal from Icelandic geothermal power plants. Geothermics 45: 31 - 40.

Greinin á síðu útgefandans Geothermics

Abstract

Episodes of high atmospheric load of hydrogen sulfide (H2S), where the concentration is over 50 μg m−3hourly average value, occur about 80 times a year in Reykjavik (data from 2007 to 2009). H2S originates mainly from two geothermal power plants 25–30 km (south-)east of Reykjavik, at Hellisheidi and Nesjavellir. Certain weather-dependent dispersion conditions, such as wind, cloud cover and air temperature, allow the transport of emissions towards Reykjavik and the neighboring cities, causing local air pollution. High concentrations of H2S occur within a narrow range of weather conditions, namely slow (mean value 2 ± 1 m s−1) easterly (114° ± 23°) winds, together with cold air temperatures (median value −3 °C) and preferably no, or little, cloud cover. A classification of weather types shows the preferred occurrence of high H2S concentrations in connection with low atmospheric exchange and autochthonous weather. Stable atmospheric stratification and inversions enable the transport of H2S emissions to Reykjavik. The measured concentrations, the short lived peaks in concentration and different values at nearby measurement stations, indicate a very narrow plume, which fits well with a Gaussian plume distribution model.

Thursday, November 1, 2012

Sand / ösku fok og há gildi PM10 á Raufarfelli

Mjög hár styrkur PM10 mælist á Raufarfelli.

20121101_Raufarfell_PM10

Styrkur svifryksmengunar, PM10, náði yfir 900 µg/m3 í dag, 1. nóvember, 2012 (gögn af mælivef VISTA).

Vindhraðinn hefur verið mikill, eins og gögn frá Kvískerjum sýna.

20121101_Kvisker_Vindur_IMO

Og á gervitunglamynd frá 13:40 í dag má sjá að það blæs sandi og ösku af öllu suðurlandi (MODIS NASA/Rapidfire).

20121101_modis_1340_crop

Wednesday, October 31, 2012

Sand- og ösku fok

Sterkir norðanvindar þeyttu ösku og sandi á haf út í dag, 31. október 2012 (einnig í gær). Upptakasvæðin mörg kunnuleg, en þó ekki alveg einfalt að átta sig á því fyrir hluta svæðisins austan Mýrdalsjökuls.

image

Gögn frá Kvískerjum sýna að þar var mjög sterkur vindur klukkan 13 í dag.

20121031_modis_truecol_A20123051300

Gervitunglamynd frá kl. 13 í dag (MODIS/NASA Rapidfire, retrieved from the IMO).

Tuesday, September 11, 2012

Öskufok / sandstormur 10 og 11. september frá Mýrdalssandi og víðar

Hvasst og þurrt á suðurlandi og mikið sand/öskufok.

Vindhraði við Kvísker og á Kirkjubæjarklaustri vel yfir 15 m/s og enn meira í hviðum.

20120911_0905_KviskerVindur

Gögn fengin af vef Veðurstofu Íslands.

 

20120910_modis_truecol_P20122541420

Gervitunglamynd tekin kl. 14:20 þann 10. september (MODIS/NASA Rapidfire via IMO). Greinilegur “mökkur” í suð-austur.

20120911_modis_truecol_P20122551505

Gervitunglamynd tekin 15:05 þann 11. september 2012 (MODIS/NASA Rapidfire via IMO).

Tuesday, August 7, 2012

Sandstormar norðan og sunnan Vatnajökuls

Í dag eru sjáanlegir sandstormar norðan Dyngjujökuls (Vatnajökli) og við Ingólfshöfða.

Vindur í Sandbúðum, austan Hofsjökuls, hefur verið um og yfir 10 m/s – sér í lagi í hviðum.

image

Hér að neðan eru MODIS gervitunglamyndir frá NASA/VÍ frá kl:

12:40

20120807_modis_truecol_A2012220124020120807_modis_btd_A20122201240

14:35

20120807_modis_truecol_P20122201435