Wednesday, October 31, 2012

Sand- og ösku fok

Sterkir norðanvindar þeyttu ösku og sandi á haf út í dag, 31. október 2012 (einnig í gær). Upptakasvæðin mörg kunnuleg, en þó ekki alveg einfalt að átta sig á því fyrir hluta svæðisins austan Mýrdalsjökuls.

image

Gögn frá Kvískerjum sýna að þar var mjög sterkur vindur klukkan 13 í dag.

20121031_modis_truecol_A20123051300

Gervitunglamynd frá kl. 13 í dag (MODIS/NASA Rapidfire, retrieved from the IMO).

Tuesday, September 11, 2012

Öskufok / sandstormur 10 og 11. september frá Mýrdalssandi og víðar

Hvasst og þurrt á suðurlandi og mikið sand/öskufok.

Vindhraði við Kvísker og á Kirkjubæjarklaustri vel yfir 15 m/s og enn meira í hviðum.

20120911_0905_KviskerVindur

Gögn fengin af vef Veðurstofu Íslands.

 

20120910_modis_truecol_P20122541420

Gervitunglamynd tekin kl. 14:20 þann 10. september (MODIS/NASA Rapidfire via IMO). Greinilegur “mökkur” í suð-austur.

20120911_modis_truecol_P20122551505

Gervitunglamynd tekin 15:05 þann 11. september 2012 (MODIS/NASA Rapidfire via IMO).

Tuesday, August 7, 2012

Sandstormar norðan og sunnan Vatnajökuls

Í dag eru sjáanlegir sandstormar norðan Dyngjujökuls (Vatnajökli) og við Ingólfshöfða.

Vindur í Sandbúðum, austan Hofsjökuls, hefur verið um og yfir 10 m/s – sér í lagi í hviðum.

image

Hér að neðan eru MODIS gervitunglamyndir frá NASA/VÍ frá kl:

12:40

20120807_modis_truecol_A2012220124020120807_modis_btd_A20122201240

14:35

20120807_modis_truecol_P20122201435

Tuesday, July 24, 2012

Allur Grænlandsjökull að bráðna um miðjan júlí

Ný gögn, sem flétta saman athuganir frá 3 gervitunglum, sýna að nánast allt yfirborð Grænlandsjökuls var að bráðna þann 12. júlí síðastliðinn. Það er enn ekki ljóst hvort megnið af vatninu mun frjósa aftur, eða hvort þetta muni valda töluverðri aukningu í heildarbráðnun jökulsins þetta afkomuárið.

Myndirnar hér að neðan sýna hvar bráðnun átti sér stað á yfirborði Grænlandsjökuls þann 8. og 12. júli, 2012. Myndin frá 8. júlí er svipuð því sem við þekkjum síðastliðin ár, um það bil helmingur yfirborðsins að bráðna. En þann 12. júí er eitthvað allt annað uppi á teningnum !

En, eins og minnst var hér að ofan, þá gæti þetta verið stuttur og einangraður atburður með lítil áhrif – nema auðvitað fyrir ískjarna framtíðar, en svona lagað virðist gerast á um 150 ára fresti, síðast 1889 -  …

Credit: Nicolo E. DiGirolamo, SSAI/NASA GSFC, and Jesse Allen, NASA Earth Observatory

Tuesday, July 10, 2012

Gróðureldur á Snæfellsnesi

Gróðureldurinn á Snæfellsnesi virðist sjást á MODIS mynd frá NASA kl. 21:15 þann 9. júlí, 2012. Innarlega (austarlega) á sunnanverðu Snæfellsnesinu.

Sinueldur á Snæfellsnesi, 9. júlí 2012.

Veðrið í Stykkishólmi mán 09.07, kl. 21:00 (frá VÍ, vedur.is).
Vindur: image 9 m/s    Mesti vindur / hviða: 12 m/s  /  13 m/s, hiti: 10,6 °C, úrkoma uppsöfnuð  0 mm / 1 klst, rakastig: 57 % og skyggni >70 km.

Sem passar fínt við stefnuna á reyknum – ef þetta er reykurinn.

Raudkollsstadir_Snaefellsnes_LMIkort

Hér sést hvar Rauðkollsstaðir eru, skv. korti frá LMI.is, sem passar líka fínt við staðsetningu reyksins Smile

Hér eru svo nokkrar fréttir um eldinn:

Sunday, June 10, 2012

Öskufok og sandstormar

Undanfarna daga hefur verið mikið svifryk fyrir austan, eins og þessar fyrirsagnir bera með sér: “Ekki hægt að fara út fyrir svifryki” og “Velti bíl í ösku á Skeiðarársandi”.

Í Fljótshverfi jókst styrkurinn um morguninn, var yfir 100 micro-g á rúmmeter kl. 10 þann 8. júní og var orðinn verulega hár, yfir 1000 micro-g á rúmmeter um kl. 17, en minnkaði þá snögglega. Á stöðvum í Reykjavík má glögglega sjá öskuna koma inn yfir Höfuðborgarsvæðið um kl. 20:30.

Þann 9. júní var síðan hár styrkur á Höfuðborgarsvæðinu, mögulega kom þar inn sandstormur af Landeyjasandi (sjá litlu myndina í uppí hægra horni).

Smellið á myndina til að sjá hana ögn stærri.

20120608_10_Svifryk