Thursday, February 27, 2014

Svifryk og gróður–umfjöllun í Tímariti Háskólans 2014

Alltaf gaman að geta kynnt rannsóknir sínar. Í Tímarit Háskólans 2014 er fjallað aðeins um rannsóknir sem eru í gangi á áhrifum gróðurs á styrk svifryks.

Haskolatimaritid_2014_Throstur

Tímaritið í heild er hér (frétt á bls. 122).

Wednesday, February 19, 2014

Sterk austanátt og mikið svifryk

Í dag, 19. febrúar 2014, hefur verið mjög mikið svifryk í Reykjavík og víðar um landið.

Mjög sterk austanátt hefur verið allsráðandi í dag og þurrt, alveg þar til aðeins snjóaði síðdegis í Reykjavík – til dæmis.

image
Veðrið klukkan 17, enn mikill vindur. (Fallega skipt hitanum – blátt fyrir norðan, rautt fyrir sunnan)

image
Vindhraði í Reykjavík. Sjáum að toppur í svifryki, hér að neðan, passar vel við mesta vindhraðann upp úr 12. Síðan snjóaði aðeins um 16, og svifryk strax mikið niður.

Svifryk (PM10) mælt við Grensásveg fór verulega hátt ídag.

image
Af síðu UST. Ef litið er í töflu er hæst gildið 2133 µg/m3!

 

Mikið svifryk fyrir austan eins og þessi frétt af mbl.is segir frá:
Rykský yfir Kirkjubæjarklaustri

Tuesday, February 11, 2014

… og vindurinn kom til bjargar loftgæðunum

Eins og ég nefndi í pistli fyrr í dag, þá var okkar besti séns til að koma í veg fyrir mikið svifryk seinnipartinn að það færi aðeins að hreyfa vind. Það gekk eftir og toppurinn í eftirmiðdaginn varð ekkert stór.

image

Við sjáum að upp úr 12 og sérstaklega eftir 15, varð vindur heldur meiri og vindhviður fóru að slá í 10 m/s.

Áhrifin sjást glöggt á styrk svifryks (bláa línan) og raunar Nituroxíðs; NOx; (gula línan).

image

Mér sýnist að mögulega gætum við skriðið yfir heilsuverndarmörkin, sem eru 50 µg/m3 fyrir 24-klst meðaltal.

Að lokum er hér fjöldi bíla á leið vestur og síðan austur Ártúnsbrekkuna í dag.

Vestur:

image

Austur:

image

Fallegt stillt veður og mikið svifryk

Núna er verulega stillt og fallegt veður í Reykjavík. Sól, hiti rétt undir frostmarki og mjög hægur/enginn vindur.

image

Vindhraði í Reykjavík fenginn af síðu Veðustofu Íslands. Frá því um 6 í morgun hefur verið alveg logn (vindhraði <2 m/s og engar hviður).

Samfara því er styrkur svifryks mjög hár við Grensásveg. Þar er það umferðin sem mengar. Á myndinni hér að neðan sést þetta samband sérstaklega vel. Nituroxíð (NOx; appelsínugula línan) myndast við útblástur bíla og greinilegt er að svifrykið (bláa línan) er vegna umferðar þegar gögnin eru skoðuð saman.

image

Það verður “spennandi” að sjá hvort toppur komi seinnipartinn. Eina sem getur bjargað er aukinn vindur og úrkoma.