Sunday, April 28, 2013

Sandfok þann 28. apríl 2013

Sterkir norðanvindar, yfir 15 m/s, og þurrt veður, þíðir sandstormur (oft á tíðum).

image

Vindur á Stórhöfða, Vestmannaeyjum í dag (gögn frá Veðurstofu Íslands).

Gervitunglamynd frá 11:50 í dag.

20130428_overview

Lítum nánar á upptakasvæðið

20130428_modis_truecol_A20131181150_crop

Önnur mynd, núna frá því kl. 12:10

20130428_modis_truecol_P20131181210

Monday, April 15, 2013

Sand- og öskufok 15. apríl 2013

Nokkuð hvass vindur, t.d. NV til N 18 – 19 m/s á Höfn í Hornarfirði milli 12 og 15 í dag. Sand- og öskufok, sér í lagi SA-lands, skemmtilegt að sjá þróunina á myndum frá því kl. 12:20, 12:40 og 14:00 í dag.
20130415_modis_truecol_A2013105122020130415_modis_truecol_P2013105124020130415_modis_truecol_A20131051400
Images courtesy of NASA/Rapidfire.

Mikið af ögnum í lofti þann 14. apríl 2013

Hár styrkur PM10 mældist í Reykjavík og í Fljótshverfi fyrir austan sunnudaginn 14. apríl 2013.

Fyrst Reykjavík, 24-klst meðaltalið var um 89.4 µg/m3 (heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m3). Vindhraði í borginni var ekkert sérlega mikill (4-5 m/s), en mun meiri víða nærri.

image

Í Fljótshverfi voru mjög há gildi mæld í gær !

image
Graf fengið af vef ust.is

Staðsetning mælisins í Fljótshverfi er sýnd á kortinu hér að neða (græna merkið sunnan vestasta hluta Vatnajökuls).

image

Á gervitunglamyndum sést greinilega að heilmikið af sandi og ösku var að fjúka. Hér að neðan er mynd frá því kl. 13:15 (14. apríl 2013). Fljótshverfi var að hluta til hulið skýjum, en neðri myndin sýnir það svæði.

image

image

Fljótshverfi og nágrenni 14. apríl 2013.

Thursday, April 11, 2013

Svifryk, sandstormur og kannski gróðureldur

Miðvikudaginn 10. apríl 2013 var margt að gerast.

Svifryk var yfir mörkum í Rvk., smá sandstormur á suðurlandi og mögulega gróðureldur einnig. Skoðum nánar.

Svifryk yfir mörkum í Reykjavík, stöðin við Grensásveg.

image

Meðaltal sólarhringsins var um 58.6 µg/m3, en heilsuverndarmörk eru 50 µg/m3. Vindhraði var undir 5 m/s og við sjáum að jafnvel þó NOx fari ekki mjög hátt, tengist þetta líklegast umferðinni.

Lítinn sandstorm mátti mögulega greina á MODIS mynd frá Terra tunglinu.

20130410_modis_worldview_crop
(Image courtesy of NASA/Rapidfire)

Síðan var mögulega gróðureldur, en hef ekki fundið neitt um það í fréttum. Þetta gæti einnig verið misgreining, en læt fylgja með að gamni – væri gaman að heyra ef einhver getur staðfest hvort eldur var þarna í kringum 14 á miðvikudag 10. apríl 2013.

Staðsetning skv. gervitunglum:

image
Kort frá ja.is.

Gervitunglamynd, frá því kl. 14, þar sem mögulega má sjá reyk ?

image
Image courtesy of NASA/Rapidfire.

Friday, April 5, 2013

Astmi í börnum vegna mengunar frá umferð

Samkvæmt nýrri rannsókn eru um 14% langvinnra astma-tilfella í börnum í 10 borgum evrópu vegna mengunar frá umferð. Samskonar tölur vegna óbeinna reykinga eru á bilinu 4% – 18% !

Þessi tala, 14%, er fjöldi tilfella sem ekki hefðu komið upp ef ekki væri fyrir umferðarmengun.

Fréttin á ensku:
http://environmentalresearchweb.org/cws/article/yournews/52869

Monday, April 1, 2013

Verið góð–ekki skilja eftir glóð

Bara smá tilraun til að benda á að fara verður varlega með glóð í náttúrunni.

Á vorin er mikið af sinu, og dauðum gróðri, sem getur verið mjög þurr.

Á sumrin kom einnig annað slagið langir þurrkakaflar og gróður getur þá orðið mjög þurr.

Alltaf ætti að fara varlega með eld í náttúrunni.

EldarGrillGlod

EldarSigarettaGlod

Gróðureldar–að gefnu tilefni

Mikið hefur verið um gróðurelda að undanförnu. Nokkrir hafa orðið í, eða við, sumarhúsabyggð og verið nálægt því að valda stórtjóni. Þetta er mjög uggvænlegt, sér í lagi þar sem mars, apríl og maí eru þeir mánuðir sem algengast er að gróðureldar verði. Apríl og maí eru oftast með mun fleiri elda en mars.

Hér að neðan eru nokkrir eldar sem orðið hafa í mars (og komist í fréttir):

  1. 2013-03-09. Landsveit í Rangárþingi, sina. Grill.
  2. 2013-03-09. Vilmundarstaðir, Reykholtsdal. Sina.
  3. 2013-03-19. Grafarvogur. Sina. Lítið.
  4. 2013-03-21. Melasveit, Akranes. Sina, bóndi að brenna.
  5. 2013-03-21. Kópavogur 2 eldar. Sina. Lítið.
  6. 2013-03-23. Undir Eyjafjöllum. Sina. Lítið.
  7. 2013-03-25. Vatnsmýri, Norræna húsið. Sina. 200 m2
  8. 2013-03-25. Alviðru vestan Sogsins. Sina. Rétt við Þrastarskóg. Lítið.
  9. 2013-03-25. Gröf, Lundarreykjadal, Borgarfirði. Sina. Bóndi
  10. 2013-03-25. Stafholtsveggi í Borgarfirði skammt frá Baulu.
  11. 2013-03-27. Höfuðborgarsvæðið. 3 litlir sinubrunar.
  12. 2013-03-30. Skorradalur, Hvamm. 2 – 3 hektarar, sina. Flugeldur
  13. 2013-03-31. Ofan Galtalækjarskógs. 1 - 3 hektari. Sina. Grill.

Allir eru þessir eldar af mannavöldum.

Nokkuð hefur verið um að sinubruni bænda fari úr böndum, og verið kallað eftir því að sinubrunar verði einfaldlega bannaðir. Að minnsta kosti ætti að vera skýrara að ábyrgðin sé á herðum þess er kveikir eldinn !

Grill eru einnig oft valdur að gróðureldum. Einnota grill eru sérlega slæm, hitnar mikið undir þeim og glóð getur skotist í gróður, enda sitja þau oft á jörðu. Hér þarf bara að fræða fólk betur um umgegngi, því oftast er þetta hugsanaleysi. Ekki setja grillið ofaná mosa, hellið vatni yfir eftir notkun og svo framvegis.

Sígarettuglóð er einnig mjög algeng orsök. Það er eiginlega óafsakanlegt að henda frá sér logandi sígarettu (vindlingi, …) í gróðri. Oft er þetta gert út um glugga á bíl á ferð. DREPIÐ Í – HENDIÐ SVO !

Fikt, eða íkveikja barna/unglinga, er einnig því miður nokkuð algengt. Mikilvægt er að upplýsa börn um hversu fljótt eldur í sinu getur breiðst út og erfitt getur verið að ráða við slíka elda. Yfirleitt er byggð nálægð og hætta getur skapast vegna eldsins og óþægindi vegna reyks.

Hér að neðan er smá tilraun til að lista þessa helstu hluti sem þarf að hafa í huga vegna gróðurelda. Engan veginn tæmandi … ábendingar vel þegnar Bros

AlmenningHaetturGrodurEldar

FARIÐ VARLEGA MEÐ ELD Í NÁTTÚRUNNI !