Mikið hefur verið um gróðurelda að undanförnu. Nokkrir hafa orðið í, eða við, sumarhúsabyggð og verið nálægt því að valda stórtjóni. Þetta er mjög uggvænlegt, sér í lagi þar sem mars, apríl og maí eru þeir mánuðir sem algengast er að gróðureldar verði. Apríl og maí eru oftast með mun fleiri elda en mars.
Hér að neðan eru nokkrir eldar sem orðið hafa í mars (og komist í fréttir):
- 2013-03-09. Landsveit í Rangárþingi, sina. Grill.
- 2013-03-09. Vilmundarstaðir, Reykholtsdal. Sina.
- 2013-03-19. Grafarvogur. Sina. Lítið.
- 2013-03-21. Melasveit, Akranes. Sina, bóndi að brenna.
- 2013-03-21. Kópavogur 2 eldar. Sina. Lítið.
- 2013-03-23. Undir Eyjafjöllum. Sina. Lítið.
- 2013-03-25. Vatnsmýri, Norræna húsið. Sina. 200 m2
- 2013-03-25. Alviðru vestan Sogsins. Sina. Rétt við Þrastarskóg. Lítið.
- 2013-03-25. Gröf, Lundarreykjadal, Borgarfirði. Sina. Bóndi
- 2013-03-25. Stafholtsveggi í Borgarfirði skammt frá Baulu.
- 2013-03-27. Höfuðborgarsvæðið. 3 litlir sinubrunar.
- 2013-03-30. Skorradalur, Hvamm. 2 – 3 hektarar, sina. Flugeldur
- 2013-03-31. Ofan Galtalækjarskógs. 1 - 3 hektari. Sina. Grill.
Allir eru þessir eldar af mannavöldum.
Nokkuð hefur verið um að sinubruni bænda fari úr böndum, og verið kallað eftir því að sinubrunar verði einfaldlega bannaðir. Að minnsta kosti ætti að vera skýrara að ábyrgðin sé á herðum þess er kveikir eldinn !
Grill eru einnig oft valdur að gróðureldum. Einnota grill eru sérlega slæm, hitnar mikið undir þeim og glóð getur skotist í gróður, enda sitja þau oft á jörðu. Hér þarf bara að fræða fólk betur um umgegngi, því oftast er þetta hugsanaleysi. Ekki setja grillið ofaná mosa, hellið vatni yfir eftir notkun og svo framvegis.
Sígarettuglóð er einnig mjög algeng orsök. Það er eiginlega óafsakanlegt að henda frá sér logandi sígarettu (vindlingi, …) í gróðri. Oft er þetta gert út um glugga á bíl á ferð. DREPIÐ Í – HENDIÐ SVO !
Fikt, eða íkveikja barna/unglinga, er einnig því miður nokkuð algengt. Mikilvægt er að upplýsa börn um hversu fljótt eldur í sinu getur breiðst út og erfitt getur verið að ráða við slíka elda. Yfirleitt er byggð nálægð og hætta getur skapast vegna eldsins og óþægindi vegna reyks.
Hér að neðan er smá tilraun til að lista þessa helstu hluti sem þarf að hafa í huga vegna gróðurelda. Engan veginn tæmandi … ábendingar vel þegnar
FARIÐ VARLEGA MEÐ ELD Í NÁTTÚRUNNI !