Wednesday, February 20, 2013

Fínar agnir í andrúmslofti og hjartaáföll

Í nýlegri rannsókn við Rice háskólann í Houston kom í ljós að fyrir hver 10 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal), daginn sem hjartaáfall verður eða daginn áður, eykst hættan á hjartaáfalli um 2% – 9%.

image

Þarna voru rannsökuð tilfelli hjartaáfalla utan spítala (Out of Hospital Cardiac Arrests) í Houston, yfir 8 ára tímabil, meira en 11 þúsund tilfelli. Fundu að fyrir 6 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal) daginn sem hjartaáfall verður og daginn áður, aukast líkurnar á hjartaáfalli um 4.6%.

Heimild:

L. Raun and K. B. Ensor. 2012. Association of Out-of-Hospital Cardiac Arrest with Exposure to Fine Particulate and Ozone Ambient Air Pollution from Case Crossover Analysis Results: Are the Standards Protective? James Baker III Institute for Public Policy, Rice University.

Friday, February 15, 2013

Svifryksmengun yfir mörkum 13. febrúar 2013

Svifyrkmengun var yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum, sem eru 50 µg/m3, þann 13. febrúar síðastliðinn við Grensásveg. Stöðin mælir á 30 mín fresti og var meðaltal þeirra 42 mælinga (af 48) sem tókust þann daginn 55 µg/m3.

image

Umferð var, án efa, aðalástæða þess að styrkur svifryks var þetta hár. Bæði útblástur og síðan einnig uppþyrlun af götum, eins og mátti glöggt sjá í umferðinni á miðvikudag, olli háum styrk svifryks. Mjög hægur vindur var og jafnvel mögulega hitahvarf, sem tryggir að NOx úr útblæstri bíla og svifryk fóru ekki langt !

Tuesday, February 5, 2013

Sandfok af suðurlandi 5. febrúar 2013

Kringum hádegi sást örla fyrir sandfoki af suðurlandi. Síðar um daginn, um kl. 15, sást ekkert sandfok. Þetta stemmir ágætlaga við vindhraða á Kirkjubæjarklaustri.

image

Modis mynd frá því kl. 12:05

20130205_modis_A1205_crop
og frá 12:20

20130205_modis_P1220_crop