Í nýlegri rannsókn við Rice háskólann í Houston kom í ljós að fyrir hver 10 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal), daginn sem hjartaáfall verður eða daginn áður, eykst hættan á hjartaáfalli um 2% – 9%.
Þarna voru rannsökuð tilfelli hjartaáfalla utan spítala (Out of Hospital Cardiac Arrests) í Houston, yfir 8 ára tímabil, meira en 11 þúsund tilfelli. Fundu að fyrir 6 µg/m3 sem styrkur PM2.5 eykst (sólarhringsmeðaltal) daginn sem hjartaáfall verður og daginn áður, aukast líkurnar á hjartaáfalli um 4.6%.
Heimild:
L. Raun and K. B. Ensor. 2012. Association of Out-of-Hospital Cardiac Arrest with Exposure to Fine Particulate and Ozone Ambient Air Pollution from Case Crossover Analysis Results: Are the Standards Protective? James Baker III Institute for Public Policy, Rice University.