Sunday, April 20, 2014

Heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis á Íslandi

Nýlega birtist grein eftir Sigurð Björnsson og Þröst Þorsteinsson þar sem heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis hérlendis eru borin saman við sambærileg mörk víða í heiminum.

Í ljós kemur að mörkin hérlendis skera sig ekki úr fyrir að vera ströng, þrátt fyrir að því hafi annað slagið verið haldið fram.

Á myndinni hér á neðan má sjá samanburð heilsuverndarmarka. Smellið á myndina til að sjá stærri.

image
Heilsuverndarmörk á Íslandi (græn lína), viðmið WHO (rauð lína) og mörk/viðmið í þeim löndum, ríkjum og fylkjum sem skoðuð voru. Meðaltalstími er innan sviga.

Einnig tókum við saman upplýsingar um heilsufarsáhrif brennisteinsvetnis og greiningarmörk og settum fram á grafinu hér á neðan.

image
Áhrif H2S á lyktarskyn og heilsu. Ef styrkur er við íslensku heilsuverndarmörkin þarf hann að aukast u.þ.b. þrjúhunduðfalt til að fólk finni fyrir óþægindum vegna augnertingar. Grænir punktar eru lággildi, rauðir eru hágildi. Mælikvarði á y-ás er lógaritmískur.

Áhrifin skiptast gróflega í bráðaáhrif, augnerting og þarf fyrir ofan, og síðan er óljósara hvar og hvernig langtímaáhrifin koma fram. Þó má til dæmis skoða það að ónot vegna lyktarmengunar eru við lægri gildi en heilsuverndarmörkin.

Mörk WHO eru sett með bráðaáhrif í huga, og því ekki strangt til tekið sambærileg við íslensku mörkin sem eru hugsuð til verndunar vegna langtíma áhrifa.

Heimild

Sigurður Björnsson og Þröstur Þorsteinsson. 2013 (prentað 2014).
Heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis og styrkur þess á höfuðborgarsvæðinu.
Náttúrufræðingurinn 83(3-4): 151 - 158.