Nýlega birtist grein í Environmental Research Letters1 um mögulegt samband minnkandi hafíss á norðurhveli og mikillar úrkomu á sumrin, sér í lagi á Bretlandi. Niðurstöður þessara reikninga fyrir Ísland sýna að búast má við að heldur minni úrkoma verði á vestanverðu landinu (1. mynd). Ísland er þó eiginlega þarna á mörkum svæðis þar sem úrkoma minnkar og reyndar smá blettur nærri NA landi þar sem úrkom eykst smávægilega, þannig að mjög erfitt að segja mikið útfrá þessari líkankeyrslu.
1. mynd. Líkanreikningar fyrir breytingar í úrkomu í maí til júní milli ástandanna mikill hafís og lítill hafís.
Ástæðan fyrir aukinni úrkomu á sumrin á Bretlandseyjum er sú að “jet stream” færist sunnar þegar hafísbreiðan minnkar, samkvæmt þessum líkanreikningum. Sú tilfærsla á “jet stream” veldur blautari sumrum í kringum Bretlandseyjar.
1 Screen, J A. 2013. Influence of Arctic sea ice on European summer precipitation. ERL, 8(4), 044015.