Tuesday, September 17, 2013

Sandfok 17. september 2013

Áfram strekkingsvindur af norðri og sandfok af Landeyjasandi og þar í kring, Mýrdalssandi,Meðallandsfjörum og þar í kring.

20130917_1340
Mynd frá kl. 13:40. Image from NASA/Rapidfire via IMO.

(a) image (b) image

Vindhraði við Skarðsfjöruvita (a) var um 10 – 11 m/s, með hviðum upp í 15 m/s. Á Kirkjubæjarklaustri (b) var vindhraði 13 – 15 m/s, en hins vegar voru hviður upp í 25 m/s.

Monday, September 16, 2013

Sandfok þann 16. september 2013

image

Falleg lægð suðaustur af landinu veldur hvössum NNV vindi við suðurströndina, sem síðan veldur sandfoki frá Mýrdalssandi og Meðallandsfjörum.

Meðalvindhraði á Skarðsfjöruviti kringum hádegi, þegar gervitunglamyndir eru teknar (13:00 sú að neðan), var milli 14 – 16 m/s, með hviðum upp að 21 m/s.

20130916_1300
Image courtesy of NASA/Rapidfire and IMO.

Monday, September 2, 2013

Sandfok norðan Dyngjujökuls

Töluvert sandfok var af svæðinu norðan Dyngjujökuls, Holuhrauni, í dag eins og sést vel á tunglmynd frá því klukkan 14:40. Við Kárahnjúka var um 18 m/s vindhraði, með hviðum upp í 24 m/s,  kringum kl. 15 í dag.

20130902_P20132451440_crop
Image from NASA/Rapidfire via IMO.