Tuesday, July 24, 2012

Allur Grænlandsjökull að bráðna um miðjan júlí

Ný gögn, sem flétta saman athuganir frá 3 gervitunglum, sýna að nánast allt yfirborð Grænlandsjökuls var að bráðna þann 12. júlí síðastliðinn. Það er enn ekki ljóst hvort megnið af vatninu mun frjósa aftur, eða hvort þetta muni valda töluverðri aukningu í heildarbráðnun jökulsins þetta afkomuárið.

Myndirnar hér að neðan sýna hvar bráðnun átti sér stað á yfirborði Grænlandsjökuls þann 8. og 12. júli, 2012. Myndin frá 8. júlí er svipuð því sem við þekkjum síðastliðin ár, um það bil helmingur yfirborðsins að bráðna. En þann 12. júí er eitthvað allt annað uppi á teningnum !

En, eins og minnst var hér að ofan, þá gæti þetta verið stuttur og einangraður atburður með lítil áhrif – nema auðvitað fyrir ískjarna framtíðar, en svona lagað virðist gerast á um 150 ára fresti, síðast 1889 -  …

Credit: Nicolo E. DiGirolamo, SSAI/NASA GSFC, and Jesse Allen, NASA Earth Observatory

Tuesday, July 10, 2012

Gróðureldur á Snæfellsnesi

Gróðureldurinn á Snæfellsnesi virðist sjást á MODIS mynd frá NASA kl. 21:15 þann 9. júlí, 2012. Innarlega (austarlega) á sunnanverðu Snæfellsnesinu.

Sinueldur á Snæfellsnesi, 9. júlí 2012.

Veðrið í Stykkishólmi mán 09.07, kl. 21:00 (frá VÍ, vedur.is).
Vindur: image 9 m/s    Mesti vindur / hviða: 12 m/s  /  13 m/s, hiti: 10,6 °C, úrkoma uppsöfnuð  0 mm / 1 klst, rakastig: 57 % og skyggni >70 km.

Sem passar fínt við stefnuna á reyknum – ef þetta er reykurinn.

Raudkollsstadir_Snaefellsnes_LMIkort

Hér sést hvar Rauðkollsstaðir eru, skv. korti frá LMI.is, sem passar líka fínt við staðsetningu reyksins Smile

Hér eru svo nokkrar fréttir um eldinn: