Nýlega kom út skýrsla starfshóps um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Bændur (vildu semja), skotveiðimenn og jafnvel fleiri, hafa mótmælt tillögu hópsins um bann við veiðum.
Það má alltaf deila um áhrif einstakra þátta, eins og veiða, á stofna. Hinsvegar virðist nokkuð augljóst að þörf er á aðgerðum til að hjálpa þessum fuglum, mikill viðkomubrestur hefur verið undanfarið.
Tölurnar tala sínu máli (fengið úr skýrslu starfshópsins):
Stofn | Stofnstærð (pör 1985) | Stofnstærð (pör 2007) | Fækkun frá 1985 (%) |
Álka | 378 000 | 310 000 | 18% |
Langvía | 992 000 | 690 000 | 30% |
Stuttnefja | 579 000 | 330 000 | 43% |
Lundi | 2 – 3 milljón | 2,5 milljón (?) | ? |
Teista | 10 – 20 000 | ? | ? |
Veiðar á lunda hafa dregist verulega saman, sem segir nú einnig einhverja sögu.
1. mynd. Lundaveiði í háf. Efsta línan sýnir heildarveiði á landinu. Mynd úr skýrslunni.
Af þessu, auk fjölda annara atriða sem nefnd eru í skýrslunni (http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Tillogur-svartfuglahops-2011.pdf), er nokkuð augljóst að rétt er að gera það sem hægt er til að auðvelda svartfuglastofnunum að ná sér.
<|>