Tuesday, September 13, 2011

Monday, September 12, 2011

Sand- og öskufok

Enn þurrt og einhver vindur og því mikið öskufok á suðurlandi og einnig fok sunnan Langjökuls.

Loftgæðin voru því ekki sérlega góð um tíma (PM10 fór í um 300 micro-g/m3) og skyggnið eftir því. Myndin að neðan, tekin undir hlíðum Helgafells í áttina að Esjunni, sýnir það vel.

20110912342

Gervitunglamyndir sýna þetta einnig mjög vel (myndir frá NASA/Rapidfire).

Dust/ash storm in Iceland 12 September 2011

Saturday, September 10, 2011

Öskufok af jökli

Í dag, 10. september 2011, er töluvert öskufok af Vatnajökli vestanverðum.

Raunar fýkur víðar að, eins og greina má á gervitunglamynd frá 12:30 í dag.

20110910_modis_P2011253_1230 
MODIS image from NASA/Rapidfire.

Einnig sjást upptökin nokkuð vel á þessari frá 12:15.

20110910_modis_A2011253_1355
MODIS image from NASA/Rapidfire.

Friday, September 9, 2011

Sand- og öskustormur í dag

Set og uppblástur frá svæðinu sunnan Langjökuls og aska frá Eyjafjallajökuls- og Grímsvatna eldgosi (sennilegast blanda) fauk á haf út í dag.

20110909_modis_A2011252_1130

MODIS image taken 2011-09-09 at 11:30 (NASA/Rapidfire).

20110909_modis_P2011252_1325_crop

MODIS image taken 2011-09-09 at 13:25.

modis_P2011252_1505_crop

MODIS image 2011-09-09 at 15:05.

Þíðir verulega slæm loftgæði á stóru svæði, til dæmis við Raufarfell.

image

Saturday, September 3, 2011

Grein um sandstorma og loftgæði

Nú er komin út grein mín og meðhöfunda um sandstorma og loftgæði í Reykjavík í vísindaritinu Atmospheric Environment.

Hér má finna greinina á vefnum http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1352231011005061.

Einnig er velkomið að biðja um pdf-eintak af greininni (lokaútgáfu).

Tilvitnun í greinina er:

Throstur Thorsteinsson, Guðrún Gísladóttir, Joanna Bullard and Grant McTainsh. 2011.
Dust storm contributions to airborne particulate matter in Reykjavík, Iceland.
Atmospheric Environment, 45: 5924 - 5933.

Iceland_28apr2007_bw

Hluti af mynd 5 úr greininni. MODIS mynd frá NASA/Rapidfire.