Friday, July 29, 2011

Fjöldi Homo sapiens réði úrslitum um örlög Neanderthal manna

Samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna frá Cambridge1 var það hreinlega fjöldi Homo sapiens sem réði úrslitum um örlög Neanderthal manna.
Það er að segja, það margir nútímamenn (Homo sapiens), um 10-sinnum fleiri en þeir Neanderthal menn sem fyrir voru, fluttu yfir til Evrópu fyrir um 40 þúsund árum að veiðilendur og aðföng urðu að skornum skammti fyrir þá sem ekki tilheyrðu þróaðra félagskerfi nútímamannsins.

Neanderthal menn höfðu þrifist í um 300 þúsund ár í mið- og vestur Evrópu.

Að þessari niðurstöðu komust vísindamennirnir með nákvæmri tölfræði á fornleifum í SV Frakklandi.
Niðurstaðan er samsé að 10-sinnum fleiri nútímamenn hafi komið á svæðið, eins og sést á:
* Auknum fjölda "samkomustaða" (e. occupied sites).
* Meira af fornminjum á hverjum stað.
* Mun stærri svæði undirlögð á hverjum stað - merki um þróaðri félagsvitund (e. socially integrated social groupings).

Ekki bara fjöldinn, heldur einnig þróaðri aðferðir við veiðar nútímamannsins, betra skipulag og aðferðir við fæðuöflun og geymslu, áttu sinn þátt í því að Neanderthal mönnum fækkaði hratt. Einnig virðist sem samvinna milli hópa nútímanna hafi verið góð, skart og annað sem klárlega var notað til að styrkja vinabönd.

Ef nútímamaðurinn og Neanderthal menn þróuðust í 500 þúsund ár í sitthvoru lagi, þá þarf ekki að koma á óvart að mikill munur hafi verið á þessum tveimur tegundum.

1 Professor Sir Paul Mellars, Professor Emeritus of Prehistory and Human Evolution, and Jennifer French, a second-year PhD student

Unnið upp úr:Strength in numbers: "(University of Cambridge) New research sheds light on why, after 300,000 years of domination, European Neanderthals abruptly disappeared."

Thursday, July 28, 2011

Jörðin gildnar / Planet Earth getting fatter

Vatn sem bráðnar á Grænlandsjökli og Suðurheimskautinu leitar til miðbaugs og veldur því að jörðin verður gildari um miðbaug. Jarðskorpuhreyfingar taka árhundruð og þúsund, þannig að fyrst um sinn gildnar jörðin.

English version:
http://www.physorg.com/news/2011-07-earth-fatter.html